Lítur út fyrir að tölvuþrjótar hafi stolið 252 milljónum króna af Rosenborg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 08:31 Hólmar Örn Eyjólfsson lék með Rosenborg en er nú kominn heim þar sem hann mun spila með Val í sumar. Getty/Photo Prestige Íslensk félög hafa mörg fengið fínan pening þegar uppaldir leikmenn liðanna eru seldir áfram. Þau verða hins vegar að passa sig að peningurinn rati inn á þeirra reikninga. Það er komið upp víti til varnaðar í Noregi. Rosenborg hefur nefnilega ekkert séð af þeim peningum sem norska félagið átti að fá þegar Ole Selnæs var seldur frá St. Etienne til kínverska félagsins Shenzen. Forráðamenn Shenzen hafa komið fram og sagt að þeir hafi greitt upphæðina en hún komst aldrei alla leið inn á reikninga Rosenborg. „Við höfum ekki fengið peninginn,“ svaraði Roar Munkvold, framkvæmdastjóri í tölvupósti til idrettspolitikk.no sem hefur fjallað um málið. Økonomimedarbeider i RBK ble hacket og i stedet for RBKs kontonummer ble svindlernes kontonummer i en portugisisk bank sendt til Shenzhen FC. Nå anser FIFA pengene tapt for RBK. #Rosenborg https://t.co/lqRn7bOpFx— Svein Harald Antonsen (@redundanton) February 22, 2022 Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur farið yfir málið og komist að því að kínverska félagið hafi gert allt rétt og að Rosenborg þurfi að líta á þetta sem tapaða peninga. Forráðamenn Rosenborg óttast það að tölvuþrjótar hafi verið þarna á ferðinni og að þetta sé orðið lögreglumál. Tölvuþrjótarnir hafi þannig komist inn í tölvupóst sendingarnar til Kína og gefið Kínverjum upp nýtt reikningsnúmer sem er númer á reikningi í Portúgal. Peningurinn endaði því ekki á reikning Rosenborg heldur á reikningi tölvuþrjótanna í Portúgal. „Eins og við sjáum þetta þá lítur út fyrir að RBK sé fórnarlamb tölvuþrjóta,“ sagði Munkvold í fyrrnefndum tölvupósti. Norski boltinn Noregur Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Sjá meira
Rosenborg hefur nefnilega ekkert séð af þeim peningum sem norska félagið átti að fá þegar Ole Selnæs var seldur frá St. Etienne til kínverska félagsins Shenzen. Forráðamenn Shenzen hafa komið fram og sagt að þeir hafi greitt upphæðina en hún komst aldrei alla leið inn á reikninga Rosenborg. „Við höfum ekki fengið peninginn,“ svaraði Roar Munkvold, framkvæmdastjóri í tölvupósti til idrettspolitikk.no sem hefur fjallað um málið. Økonomimedarbeider i RBK ble hacket og i stedet for RBKs kontonummer ble svindlernes kontonummer i en portugisisk bank sendt til Shenzhen FC. Nå anser FIFA pengene tapt for RBK. #Rosenborg https://t.co/lqRn7bOpFx— Svein Harald Antonsen (@redundanton) February 22, 2022 Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur farið yfir málið og komist að því að kínverska félagið hafi gert allt rétt og að Rosenborg þurfi að líta á þetta sem tapaða peninga. Forráðamenn Rosenborg óttast það að tölvuþrjótar hafi verið þarna á ferðinni og að þetta sé orðið lögreglumál. Tölvuþrjótarnir hafi þannig komist inn í tölvupóst sendingarnar til Kína og gefið Kínverjum upp nýtt reikningsnúmer sem er númer á reikningi í Portúgal. Peningurinn endaði því ekki á reikning Rosenborg heldur á reikningi tölvuþrjótanna í Portúgal. „Eins og við sjáum þetta þá lítur út fyrir að RBK sé fórnarlamb tölvuþrjóta,“ sagði Munkvold í fyrrnefndum tölvupósti.
Norski boltinn Noregur Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Sjá meira