Jarðtenging óskast Hildur Björnsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 15:01 Í fannfergi undanfarinna daga hefur mikið mætt á starfsfólki borgarinnar vegna snjómoksturs. Mikið rask hefur orðið á hversdagslegu lífi fólks í borginni og aðstæður fyrir gangandi reynst nær ómögulegar – þvert á fyrirheit um gönguvæna borg. Starfsfólk hefur hins vegar staðið sig með miklum sóma undir miklu álagi, en í einhverjum tilvikum setið undir gagnrýni fyrir afraksturinn. Það er þó ekki við starfsfólk að sakast þegar borgaryfirvöld bjóða þeim óviðunandi starfsaðstæður. Í þessu samhengi vakti athygli yfirlýsing frá starfsfólki vetrarþjónustu sem kvartar undan skilningsleysi borgarstjóra á þeirra starfi. Keypt hafi verið tæki og tól sem hæfa illa til verksins, og starfsfólki því gert ómögulegt að sinna starfi sínu með fullnægjandi hætti. Skrúfjárn og hamar Þetta er ekki í fyrsta skipti sem borgaryfirvöld falla í þann pytt að fljúga með himinskautum þegar jarðtengingar er þörf. Þú réttir ekki skrúfjárn, þeim sem þurfa hamar. Listinn er raunar nokkuð langur. Rekstrarhæfi Sorpu var stefnt í hættu vegna framúrkeyrslu við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar sem stenst ekki gæðakröfur. Fordæmalaust lóðaklúður varð til þess að Malbikunarstöðin Höfði var eyðilögð sem söluvara. Sögu Braggans við Nauthólsvík ættu svo flestir að þekkja. Raunir snjómokstursfólks í Reykjavík eru því miður ekki einsdæmi, heldur stef í langþreyttri laglínu. Borgarstjóri skreytir sig með stórum hugmyndum, en gætir ekki að útfærslunni. Þess vegna er grunnþjónusta í borginni í molum. Uppbygging gas- og jarðgerðarstöðvar var göfugt markmið en starfsemin þjónar illa tilgangi sínum í verksmiðju sem stenst ekki nútíma gæðakröfur. Þá má sannarlega nýta verðmætt byggingaland á Höfða undir annað en þungaiðnað, en útfærslan þarf að styðjast við lágmarksfyrirhyggju, og þess þarf að gæta að verðmæti fari ekki í súginn. Sama gildir um veitingarekstur og skemmtanahald í borginni. Það er ekki hlutverk borgarinnar að sjá einstaka rekstraraðilum fyrir niðurgreiddu húsnæði. Aðkoma borgarinnar á að vera almenns eðlis - ryðja þarf hindrunum úr vegi og reka borgina þannig að álögur á rekstraraðila verði sem lægstar. Hæfi til verksins Borgarstjóri hefur verið við völd með örstuttum hléum í tuttugu ár. Borgin er nú á því stigi í stóru sem smáu að vera rekin á sjálfsstýringu að því er virðist af gömlum vana. Starfsfólki borgarinnar hefur fjölgað um 20% á kjörtímabilinu. Skuldir hafa hækkað um þriðjung. Útgjaldaaukningin hefur ekki skilað sér í bættri þjónustu. Það sýna ítrekaðar mælingar. Snjómoksturinn er birtingarmynd þess. Hér skortir jarðtengingu. Göturnar verða ekki ruddar með tækjum sem ekki hæfa til verksins, ekki frekar en grunnþjónustan kemur til með að batna með borgarstjóra sem ekki er hæfur til verksins. Við þurfum breytingar – við þurfum Reykjavík sem virkar. Höfundur er borgarfulltrúi og vill leiða lista Sjálfstæðisflokks fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Í fannfergi undanfarinna daga hefur mikið mætt á starfsfólki borgarinnar vegna snjómoksturs. Mikið rask hefur orðið á hversdagslegu lífi fólks í borginni og aðstæður fyrir gangandi reynst nær ómögulegar – þvert á fyrirheit um gönguvæna borg. Starfsfólk hefur hins vegar staðið sig með miklum sóma undir miklu álagi, en í einhverjum tilvikum setið undir gagnrýni fyrir afraksturinn. Það er þó ekki við starfsfólk að sakast þegar borgaryfirvöld bjóða þeim óviðunandi starfsaðstæður. Í þessu samhengi vakti athygli yfirlýsing frá starfsfólki vetrarþjónustu sem kvartar undan skilningsleysi borgarstjóra á þeirra starfi. Keypt hafi verið tæki og tól sem hæfa illa til verksins, og starfsfólki því gert ómögulegt að sinna starfi sínu með fullnægjandi hætti. Skrúfjárn og hamar Þetta er ekki í fyrsta skipti sem borgaryfirvöld falla í þann pytt að fljúga með himinskautum þegar jarðtengingar er þörf. Þú réttir ekki skrúfjárn, þeim sem þurfa hamar. Listinn er raunar nokkuð langur. Rekstrarhæfi Sorpu var stefnt í hættu vegna framúrkeyrslu við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar sem stenst ekki gæðakröfur. Fordæmalaust lóðaklúður varð til þess að Malbikunarstöðin Höfði var eyðilögð sem söluvara. Sögu Braggans við Nauthólsvík ættu svo flestir að þekkja. Raunir snjómokstursfólks í Reykjavík eru því miður ekki einsdæmi, heldur stef í langþreyttri laglínu. Borgarstjóri skreytir sig með stórum hugmyndum, en gætir ekki að útfærslunni. Þess vegna er grunnþjónusta í borginni í molum. Uppbygging gas- og jarðgerðarstöðvar var göfugt markmið en starfsemin þjónar illa tilgangi sínum í verksmiðju sem stenst ekki nútíma gæðakröfur. Þá má sannarlega nýta verðmætt byggingaland á Höfða undir annað en þungaiðnað, en útfærslan þarf að styðjast við lágmarksfyrirhyggju, og þess þarf að gæta að verðmæti fari ekki í súginn. Sama gildir um veitingarekstur og skemmtanahald í borginni. Það er ekki hlutverk borgarinnar að sjá einstaka rekstraraðilum fyrir niðurgreiddu húsnæði. Aðkoma borgarinnar á að vera almenns eðlis - ryðja þarf hindrunum úr vegi og reka borgina þannig að álögur á rekstraraðila verði sem lægstar. Hæfi til verksins Borgarstjóri hefur verið við völd með örstuttum hléum í tuttugu ár. Borgin er nú á því stigi í stóru sem smáu að vera rekin á sjálfsstýringu að því er virðist af gömlum vana. Starfsfólki borgarinnar hefur fjölgað um 20% á kjörtímabilinu. Skuldir hafa hækkað um þriðjung. Útgjaldaaukningin hefur ekki skilað sér í bættri þjónustu. Það sýna ítrekaðar mælingar. Snjómoksturinn er birtingarmynd þess. Hér skortir jarðtengingu. Göturnar verða ekki ruddar með tækjum sem ekki hæfa til verksins, ekki frekar en grunnþjónustan kemur til með að batna með borgarstjóra sem ekki er hæfur til verksins. Við þurfum breytingar – við þurfum Reykjavík sem virkar. Höfundur er borgarfulltrúi og vill leiða lista Sjálfstæðisflokks fyrir borgarstjórnarkosningar í vor.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar