Þynningarsvæði – svæðisskipulag – Hafnarfjörður Ólafur Ingi Tómasson, Lovísa Björg Traustadóttir og Ágúst Bjarni Garðarsson skrifa 21. febrúar 2022 08:30 Það er ánægjulegt að svokallað „þynningarsvæði“ hverfi nú af aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Innan þess svæðis hefur hvorki verið heimilt að vera með íbúðir/gistingu eða matvælavinnslu. Þynningarsvæðið sem hefur tengst starfsleyfi álversins í Straumsvík um árabil var bæði víðfeðmt og íþyngjandi varðandi uppbyggingu í Hafnarfirði og náði yfir stærsta hluta iðnaðarsvæðisins austan Reykjanesbrautar og nánast allt landssvæði Óttarstaða sunnan Straumsvíkur. Í nýútgefnu starfsleyfi Umhverfisstofnunar til álversins er þynningarsvæðið fellt út, reyndar höfum við í meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar lagt fram margar tillögur og bókanir í þá átt. Skipulags- og byggingarráð samþykkti árið 2019 að ráða ReSource, sérfræðinga í umhverfismálum til að meta mengun frá álverinu og skila tillögu um þörf og umfangi á þynningar- og öryggissvæði vegna álversins í Straumsvík. Í stuttu máli var það niðurstaða ReSource að engin grundvöllur væri fyrir þynningarsvæði ásamt því sem öryggissvæðið var minnkað umtalsvert. Á grunni þessa og því að fyrirtækin sjálf eru ábyrg fyrir því að valda ekki mengun út fyrir lóðamörk, felldi Umhverfisstofnun þynningarsvæðið út í nýútgefnu starfsleyfi. Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar fylgdi í kjölfarið þar sem þynningarsvæðið er fellt út og nýtt öryggissvæði er afmarkað. Svæðiskipulag og aðalskipulag Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var samþykkt af öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu árið 2015. Þenslumörk byggðar eru ákveðin til ársins 2040, stefnan sett á þéttingu byggðar ásamt styrkingu almenningssamgangna. Svæðisskipulagið og aðalskipulag Hafnarfjarðar gerir ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu íbúða í Skarðshlíð, Hamranesi, Áslandi 4 og Vatnshlíð. Uppbygging í Skarðshlíð er langt á veg komin, Hamranesið fer vel af stað og búið er að samþykkja deiliskipulag í Áslandi 4. Fjöldi íbúða í þessum hverfum er um 3.400. Þétting byggðar sem er ein af meginforsendum svæðisskipulagsins er í góðum farvegi, uppbygging á Hraunum Vestur fer af stað á vormánuðum, en þar er gert ráð fyrir um alls 2.700 íbúðum á því svæði í heild. Deiliskipulag á Óseyrarsvæði er í vinnslu en þar verða um 900 íbúðir á öllu skipulagssvæði Flensborgar- og Óseyrarsvæðis. Fyrirséð er að framboð á íbúðum verður í Hafnarfirði samkvæmt því sem ofan er talið fyrir um 15.000 íbúa. Önnur vannýtt svæði hafa verið til skoðunar en ekkert ákveðið í þeim efnum enda mun sú uppbygging og þétting byggðar verða á forsendum íbúa og lóðarhafa þeirra svæða sem koma til greina um uppbyggingu á hugsanlegum þéttingarreitum. Framtíð uppbyggingar í Hafnarfirði Áðurnefnt svæðisskipulag sem er framar aðalskipulagi gerir ráð fyrir að um 66% íbúðabyggðar verði innan samgöngumiðaða þróunarsvæða, dæmi um slík svæði eru Hraun Vestur og Óseyrarsvæði. Við Hafnfirðingar þurfum að huga að öðrum nýbyggingarsvæðum til framtíðar. Þynningarsvæðið er ekki lengur til trafala og því mætti t.d. endurskoða nýtingu Óttarstaðalands þar sem nú er gert ráð fyrir í aðalskipulagi svæði undir stórskipahöfn fyrir allt Faxaflóasvæðið og Lónakot sem er vestur af landi Óttarstaða, ásamt því að teygja okkur í átt til Suðurnesja meðfram Reykjanesbraut. Landrými er við Krýsuvíkurveg ofan við iðnaðarsvæðin. Öll þessi svæði eru utan þenslumarka svæðisskipulagsins sem gildir til 2040 og því þyrfti samþykki svæðisskipulagsnefndar og allra sveitarfélaga sem standa að svæðisskipulaginu eigi að færa inn nýtingu þessara svæða til íbúðabyggðar í aðalskipulag. Ríkisstjórnin hefur sett sér metnaðarfull markmið í þessum efnum og við getum sagt: við í Hafnarfirði erum klár í það verkefni. Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingaráðs Lovísa Björg Traustadóttir, fulltrúi í skipulags- og byggingaráði Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skipulag Skoðun: Kosningar 2022 Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að svokallað „þynningarsvæði“ hverfi nú af aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Innan þess svæðis hefur hvorki verið heimilt að vera með íbúðir/gistingu eða matvælavinnslu. Þynningarsvæðið sem hefur tengst starfsleyfi álversins í Straumsvík um árabil var bæði víðfeðmt og íþyngjandi varðandi uppbyggingu í Hafnarfirði og náði yfir stærsta hluta iðnaðarsvæðisins austan Reykjanesbrautar og nánast allt landssvæði Óttarstaða sunnan Straumsvíkur. Í nýútgefnu starfsleyfi Umhverfisstofnunar til álversins er þynningarsvæðið fellt út, reyndar höfum við í meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar lagt fram margar tillögur og bókanir í þá átt. Skipulags- og byggingarráð samþykkti árið 2019 að ráða ReSource, sérfræðinga í umhverfismálum til að meta mengun frá álverinu og skila tillögu um þörf og umfangi á þynningar- og öryggissvæði vegna álversins í Straumsvík. Í stuttu máli var það niðurstaða ReSource að engin grundvöllur væri fyrir þynningarsvæði ásamt því sem öryggissvæðið var minnkað umtalsvert. Á grunni þessa og því að fyrirtækin sjálf eru ábyrg fyrir því að valda ekki mengun út fyrir lóðamörk, felldi Umhverfisstofnun þynningarsvæðið út í nýútgefnu starfsleyfi. Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar fylgdi í kjölfarið þar sem þynningarsvæðið er fellt út og nýtt öryggissvæði er afmarkað. Svæðiskipulag og aðalskipulag Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var samþykkt af öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu árið 2015. Þenslumörk byggðar eru ákveðin til ársins 2040, stefnan sett á þéttingu byggðar ásamt styrkingu almenningssamgangna. Svæðisskipulagið og aðalskipulag Hafnarfjarðar gerir ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu íbúða í Skarðshlíð, Hamranesi, Áslandi 4 og Vatnshlíð. Uppbygging í Skarðshlíð er langt á veg komin, Hamranesið fer vel af stað og búið er að samþykkja deiliskipulag í Áslandi 4. Fjöldi íbúða í þessum hverfum er um 3.400. Þétting byggðar sem er ein af meginforsendum svæðisskipulagsins er í góðum farvegi, uppbygging á Hraunum Vestur fer af stað á vormánuðum, en þar er gert ráð fyrir um alls 2.700 íbúðum á því svæði í heild. Deiliskipulag á Óseyrarsvæði er í vinnslu en þar verða um 900 íbúðir á öllu skipulagssvæði Flensborgar- og Óseyrarsvæðis. Fyrirséð er að framboð á íbúðum verður í Hafnarfirði samkvæmt því sem ofan er talið fyrir um 15.000 íbúa. Önnur vannýtt svæði hafa verið til skoðunar en ekkert ákveðið í þeim efnum enda mun sú uppbygging og þétting byggðar verða á forsendum íbúa og lóðarhafa þeirra svæða sem koma til greina um uppbyggingu á hugsanlegum þéttingarreitum. Framtíð uppbyggingar í Hafnarfirði Áðurnefnt svæðisskipulag sem er framar aðalskipulagi gerir ráð fyrir að um 66% íbúðabyggðar verði innan samgöngumiðaða þróunarsvæða, dæmi um slík svæði eru Hraun Vestur og Óseyrarsvæði. Við Hafnfirðingar þurfum að huga að öðrum nýbyggingarsvæðum til framtíðar. Þynningarsvæðið er ekki lengur til trafala og því mætti t.d. endurskoða nýtingu Óttarstaðalands þar sem nú er gert ráð fyrir í aðalskipulagi svæði undir stórskipahöfn fyrir allt Faxaflóasvæðið og Lónakot sem er vestur af landi Óttarstaða, ásamt því að teygja okkur í átt til Suðurnesja meðfram Reykjanesbraut. Landrými er við Krýsuvíkurveg ofan við iðnaðarsvæðin. Öll þessi svæði eru utan þenslumarka svæðisskipulagsins sem gildir til 2040 og því þyrfti samþykki svæðisskipulagsnefndar og allra sveitarfélaga sem standa að svæðisskipulaginu eigi að færa inn nýtingu þessara svæða til íbúðabyggðar í aðalskipulag. Ríkisstjórnin hefur sett sér metnaðarfull markmið í þessum efnum og við getum sagt: við í Hafnarfirði erum klár í það verkefni. Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingaráðs Lovísa Björg Traustadóttir, fulltrúi í skipulags- og byggingaráði Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar