Brá þegar hann opnaði útidyrnar í morgun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. febrúar 2022 20:00 Tryggvi varð að moka efsta lagið burt, stíga upp á stól og troða sér þannig út. Tryggvi Sigurðsson Íbúa í Vestmannaeyjum brá heldur betur í brún þegar hann opnaði útidyr sínar í morgun en við honum blasti þéttur snjóveggur. Allt var kolófært í Eyjum í morgun en annað eins fannfergi hefur ekki sést þar í um fimmtán ár. Mikið hvassviðri í Eyjum í nótt gerði það að verkum að mikill skafrenningur skapaðist. Snjórinn hrúgaðist því upp í kring um hús og bíla og olli mörgum Eyjamönnum vandræðum. Þannig var þetta til dæmis staðan þegar einn þeirra ætlaði að kíkja út um útidyrahurðina í morgun: Þykkur snjóveggur tók við Tryggva þegar hann ætlaði út úr húsi í morgun.Tryggvi Sigurðsson „Ég fór hérna upp á stól. Mokaði svona gat og skreið út þegar ég var búinn að ná svona fyrir bumbuna líka,“ segir Eyjamaðurinn Tryggvi Sigurðsson. Hann fékk síðan vin sinn sem á gröfu til að aðstoða sig að ryðja heimreiðina en gröfur og snjóruðningstæki hafa verið að störfum í Eyjum síðan snemma í morgun. Tryggvi er Eyjamaður í húð og hár og man allavega eftir tveimur skiptum þar sem snjórinn var talsvert meiri en í dag.stöð 2 Hafa gaman að veðrinu Katrín Laufey Rúnarsdóttir, einn ritstjóri bæjarmiðilsins Tíguls, var mætt snemma út í morgun til að kanna stöðuna. Hún segir að flestir hafi haft gaman að fannferginu, sérstaklega eigendur vel útbúinna jeppa. „Eins og maður sá hérna á vegum að það höfðu verið virkilegar torfærur fyrir jeppana að fara og mjög gaman. Ég hitti einmitt einn sem var á ferð í alla nótt á risabíl. Og hann brosti breytt og þótti þetta mjög gaman,“ segir Katrín. Katrín er einn ritstjóra bæjarmiðilsins Tíguls og var því farin snemma af stað í morgun til að skoða stöðuna eftir storminn.stöð 2 Flestir hafi þó verið illa búnir undir ástandið. „En sem betur fer voru engin stórvægileg tjón eða neitt þess háttar. Bara fastir bílar út um allt, illa búnir bílar og svona af því að Vestmanneyingar þekkja þetta kannski ekki alveg. En sem betur fer fór allt vel,“ segir Katrín. Sá það verra 1968 og 2008 Nei, Eyjamenn eru ekki vanir miklum snjó en Tryggvi hefur þó séð það verra en í morgun. „Já, já, ég hef nú gert það og meira en þetta. Ég upplifði hérna mikla snjóinn 1968 sko og líka hérna 2008 eða eitthvað svoleiðis þá var allt á kafi hérna. En það hefur ekkert verið svona í um 15 ár,“ segir hann. Vestmannaeyjar Veður Tengdar fréttir Ekki séð eins mikinn snjó síðan 2008 Veðurviðvaranir hafa verið í gildi á öllu Suður- og Vesturlandi síðan í gær. Í Vestmannaeyjum hefur gríðarlegt fannfergi valdið miklum truflunum á samfélaginu og segjast Eyjamenn ekki muna eftir eins miklum snjó í rúman áratug. 20. febrúar 2022 12:53 Götur ófærar í Eyjum Götur eru ófærar í Vestmannaeyjum eftir veðurham næturinnar. Björgunarfélag Vestmannaeyja stóð í ströngu í gær að losa fasta bíla úr snjónum. 20. febrúar 2022 08:35 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Mikið hvassviðri í Eyjum í nótt gerði það að verkum að mikill skafrenningur skapaðist. Snjórinn hrúgaðist því upp í kring um hús og bíla og olli mörgum Eyjamönnum vandræðum. Þannig var þetta til dæmis staðan þegar einn þeirra ætlaði að kíkja út um útidyrahurðina í morgun: Þykkur snjóveggur tók við Tryggva þegar hann ætlaði út úr húsi í morgun.Tryggvi Sigurðsson „Ég fór hérna upp á stól. Mokaði svona gat og skreið út þegar ég var búinn að ná svona fyrir bumbuna líka,“ segir Eyjamaðurinn Tryggvi Sigurðsson. Hann fékk síðan vin sinn sem á gröfu til að aðstoða sig að ryðja heimreiðina en gröfur og snjóruðningstæki hafa verið að störfum í Eyjum síðan snemma í morgun. Tryggvi er Eyjamaður í húð og hár og man allavega eftir tveimur skiptum þar sem snjórinn var talsvert meiri en í dag.stöð 2 Hafa gaman að veðrinu Katrín Laufey Rúnarsdóttir, einn ritstjóri bæjarmiðilsins Tíguls, var mætt snemma út í morgun til að kanna stöðuna. Hún segir að flestir hafi haft gaman að fannferginu, sérstaklega eigendur vel útbúinna jeppa. „Eins og maður sá hérna á vegum að það höfðu verið virkilegar torfærur fyrir jeppana að fara og mjög gaman. Ég hitti einmitt einn sem var á ferð í alla nótt á risabíl. Og hann brosti breytt og þótti þetta mjög gaman,“ segir Katrín. Katrín er einn ritstjóra bæjarmiðilsins Tíguls og var því farin snemma af stað í morgun til að skoða stöðuna eftir storminn.stöð 2 Flestir hafi þó verið illa búnir undir ástandið. „En sem betur fer voru engin stórvægileg tjón eða neitt þess háttar. Bara fastir bílar út um allt, illa búnir bílar og svona af því að Vestmanneyingar þekkja þetta kannski ekki alveg. En sem betur fer fór allt vel,“ segir Katrín. Sá það verra 1968 og 2008 Nei, Eyjamenn eru ekki vanir miklum snjó en Tryggvi hefur þó séð það verra en í morgun. „Já, já, ég hef nú gert það og meira en þetta. Ég upplifði hérna mikla snjóinn 1968 sko og líka hérna 2008 eða eitthvað svoleiðis þá var allt á kafi hérna. En það hefur ekkert verið svona í um 15 ár,“ segir hann.
Vestmannaeyjar Veður Tengdar fréttir Ekki séð eins mikinn snjó síðan 2008 Veðurviðvaranir hafa verið í gildi á öllu Suður- og Vesturlandi síðan í gær. Í Vestmannaeyjum hefur gríðarlegt fannfergi valdið miklum truflunum á samfélaginu og segjast Eyjamenn ekki muna eftir eins miklum snjó í rúman áratug. 20. febrúar 2022 12:53 Götur ófærar í Eyjum Götur eru ófærar í Vestmannaeyjum eftir veðurham næturinnar. Björgunarfélag Vestmannaeyja stóð í ströngu í gær að losa fasta bíla úr snjónum. 20. febrúar 2022 08:35 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Ekki séð eins mikinn snjó síðan 2008 Veðurviðvaranir hafa verið í gildi á öllu Suður- og Vesturlandi síðan í gær. Í Vestmannaeyjum hefur gríðarlegt fannfergi valdið miklum truflunum á samfélaginu og segjast Eyjamenn ekki muna eftir eins miklum snjó í rúman áratug. 20. febrúar 2022 12:53
Götur ófærar í Eyjum Götur eru ófærar í Vestmannaeyjum eftir veðurham næturinnar. Björgunarfélag Vestmannaeyja stóð í ströngu í gær að losa fasta bíla úr snjónum. 20. febrúar 2022 08:35