Tjaldur slær met: Fór beint að hitta makann Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2022 19:07 Methafinn LL-CO og makinn sameinuð við óðalsvarnir. Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi Tjaldurinn er ansi snemma á ferðinni þetta árið en tjaldur sem hefur vetursetu á Ermarsundseyjum sást í Kjós í gær. Fuglinn virðist hafa flogið í beinustu leið í átt að maka sínum eftir veturinn. Tjaldurinn sló eigið met frá því í fyrra en þá kom hinn umræddi fugl hingað til lands þann 18. febrúar, tveimur dögum síðar en nú. Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi hefur fylgst með fuglinum en tjaldarnir eru merktir með sérstökum lithringjum auk áletrunar. Í færslu á Facebook segir rannsóknasetrið að þeim sé ekki kunnugt um að íslenskur landfugl sem dvalist hafi erlendis yfir vetur hafi sést svo snemma hér á landi. Hitti makann aftur Böðvar Þórisson verkefnastjóri hjá rannsóknasetrinu segir óvenjulegt að íslenskir landfuglar sem dvalist hafa erlendis að vetrarlagi láti sjá sig svo snemma árs. Um þriðjungur tjaldstofnsins hefur vetursetu hér á landi en hinir fuglarnir fljúga út til Bretlands. Fuglinn ber skráningarheitið LL-CO og hefur rannsóknasetrið fylgst með honum undanfarið. „Makinn er með vetursetu á Íslandi, við vitum það, hann er merktur líka. Hann er að þvælast þarna nálægt óðalinu og niður í Grunnafjörð en hin er á Ermarsundseyjum. Báðir fuglarnir eru merktir þannig að við þekkjum þá.“ Kemur hann og hittir maka sinn þá aftur? „Já, ég sá makann á óðalinu 3. febrúar. Hann hafði verið í Grunnafirði tveimur dögum áður,“ segir Böðvar. Aðspurður segir hann að vel geti verið að makinn hafi beðið eftir methafanum. Óvíst hvað valdi Böðvar kveðst ekki hafa skýringar á því hvers vegna tjaldurinn hafi verið svona snemma á ferðinni þetta árið. Margt geti spilað inn í en tíminn verði að leiða í ljós hvort að um einhverja sérstaka þróun sé að ræða. „Við höfum verið að sjá fugla sem við vitum að eru erlendis koma svona mánaðamótin febrúar eða mars. Svo eru þeir að koma í mars og við vitum að sumir fuglar eru enn þá erlendis seinni partinn í mars,“ segir Böðvar og býst við því að fyrsta bylgja farfuglanna komi nú um mánaðamótin. Fuglar Dýr Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Sjá meira
Tjaldurinn sló eigið met frá því í fyrra en þá kom hinn umræddi fugl hingað til lands þann 18. febrúar, tveimur dögum síðar en nú. Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi hefur fylgst með fuglinum en tjaldarnir eru merktir með sérstökum lithringjum auk áletrunar. Í færslu á Facebook segir rannsóknasetrið að þeim sé ekki kunnugt um að íslenskur landfugl sem dvalist hafi erlendis yfir vetur hafi sést svo snemma hér á landi. Hitti makann aftur Böðvar Þórisson verkefnastjóri hjá rannsóknasetrinu segir óvenjulegt að íslenskir landfuglar sem dvalist hafa erlendis að vetrarlagi láti sjá sig svo snemma árs. Um þriðjungur tjaldstofnsins hefur vetursetu hér á landi en hinir fuglarnir fljúga út til Bretlands. Fuglinn ber skráningarheitið LL-CO og hefur rannsóknasetrið fylgst með honum undanfarið. „Makinn er með vetursetu á Íslandi, við vitum það, hann er merktur líka. Hann er að þvælast þarna nálægt óðalinu og niður í Grunnafjörð en hin er á Ermarsundseyjum. Báðir fuglarnir eru merktir þannig að við þekkjum þá.“ Kemur hann og hittir maka sinn þá aftur? „Já, ég sá makann á óðalinu 3. febrúar. Hann hafði verið í Grunnafirði tveimur dögum áður,“ segir Böðvar. Aðspurður segir hann að vel geti verið að makinn hafi beðið eftir methafanum. Óvíst hvað valdi Böðvar kveðst ekki hafa skýringar á því hvers vegna tjaldurinn hafi verið svona snemma á ferðinni þetta árið. Margt geti spilað inn í en tíminn verði að leiða í ljós hvort að um einhverja sérstaka þróun sé að ræða. „Við höfum verið að sjá fugla sem við vitum að eru erlendis koma svona mánaðamótin febrúar eða mars. Svo eru þeir að koma í mars og við vitum að sumir fuglar eru enn þá erlendis seinni partinn í mars,“ segir Böðvar og býst við því að fyrsta bylgja farfuglanna komi nú um mánaðamótin.
Fuglar Dýr Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Sjá meira