Úrskurðaður í farbann eftir nauðgunardóm Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. febrúar 2022 07:50 Landsréttur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Landsréttur hefur úrskurðað erlendan karlmann, sem nýverið var sakfelldur fyrir nauðgun, í áframhaldandi farbann þar sem talinn er veruleg hætta á því að hann fari úr landi á meðan á áfrýjunarfresti stendur í máli hans. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konu á hemili hans í september á síðasta ári, án hennar samþykkis með því að sleikja kynfæri hennar og hafa við hana samræði, þar sem hún lá illa áttuð í sófa ákærða, og notfært sér að hún gat ekki spornað viðverknaðinum sökum ölvunar. Dómur var kveðinn upp í málinu í síðustu viku þar sem maðurinn var dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi. Krafist var þess að maðurinn yrði dæmdur í áframhaldandi farbann á meðan á áfrýjunarfresti stendur í máli hans og eftir atvikum á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum á áfrýjunarstigi. Í farbannsúrskurði héraðsdóms kom fram að maðurinn væri erlendur ríkisborgari sem hafi verið við störf hér á landi þar til samningur hans við atvinnurekenda rann út í október á síðasta ári. Hann hafi engin sérstök tengsl við landið og hafi greint frá því að hann hafi í hyggju að fara af landi brott. Til að tryggja nærveru hans hér á landi á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum eða þar til afplánun hefst þótti héraðssaksónara nauðsynlegt að manninum yrði gert að sæta farbanni á meðan mál hans væri til meðferðar hjá æðra dómstóli. „Er það mat héraðssaksóknara að ætla megi að dómfelldi muni reyna að komast úr landi ellegar reyna að koma sér með öðrum hætti undan yfirvöldum sé hann frjáls ferða sinna.“ Héraðsdómur tók undir röksemdir héraðssaksóknara og úrskurðaði manninn í farbann til 1. september næstkomandi. Landsréttur staðfesti úrskurðinn. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konu á hemili hans í september á síðasta ári, án hennar samþykkis með því að sleikja kynfæri hennar og hafa við hana samræði, þar sem hún lá illa áttuð í sófa ákærða, og notfært sér að hún gat ekki spornað viðverknaðinum sökum ölvunar. Dómur var kveðinn upp í málinu í síðustu viku þar sem maðurinn var dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi. Krafist var þess að maðurinn yrði dæmdur í áframhaldandi farbann á meðan á áfrýjunarfresti stendur í máli hans og eftir atvikum á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum á áfrýjunarstigi. Í farbannsúrskurði héraðsdóms kom fram að maðurinn væri erlendur ríkisborgari sem hafi verið við störf hér á landi þar til samningur hans við atvinnurekenda rann út í október á síðasta ári. Hann hafi engin sérstök tengsl við landið og hafi greint frá því að hann hafi í hyggju að fara af landi brott. Til að tryggja nærveru hans hér á landi á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum eða þar til afplánun hefst þótti héraðssaksónara nauðsynlegt að manninum yrði gert að sæta farbanni á meðan mál hans væri til meðferðar hjá æðra dómstóli. „Er það mat héraðssaksóknara að ætla megi að dómfelldi muni reyna að komast úr landi ellegar reyna að koma sér með öðrum hætti undan yfirvöldum sé hann frjáls ferða sinna.“ Héraðsdómur tók undir röksemdir héraðssaksóknara og úrskurðaði manninn í farbann til 1. september næstkomandi. Landsréttur staðfesti úrskurðinn.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira