Vopnaframleiðandi greiðir fjölskyldum fórnarlamba bætur Árni Sæberg skrifar 15. febrúar 2022 19:18 Mary D'Avino er móðir Rachel D'Avino, sem var myrt í Sandy Hook-skotárásinni árið 2012. AP Photo/Seth Wenig Fjölskyldur níu barna sem voru myrt í skólanum Sandy Hook í Bandaríkjunum árið 2012 hafa náð dómsátt við vopnaframleiðandan Remington um greiðslu bóta upp á rúmlega níu milljarða króna. Um er að ræða fyrsta skipti sem vopnaframleiðandi sætir ábyrgð vegna skotárásar í Bandaríkjunum. Alríkislög í Bandaríkjunum koma í veg fyrir að framleiðendur skotvopna séu gerðir ábyrgir fyrir þeim voðaverkum sem kunna að vera framin með vörum þeirra. Árið 2019 fengu fjölskyldur níu barnungra fórnarlamba Sandy Hook-skotárásarinnar leyfi Hæstaréttar Connecticut til að lögsækja Remington vegna meintrar ólögmætrar markaðssetningar á AR-15 Bushmaster riffli fyrirtækisins. Adam Lanza beitti riffli af þeirri gerð þegar hann myrti tuttugu börn og sex fullorðna í Sandy Hook. Áður hafði hann myrt móður sína og hann skaut sjálfan sig einnig til bana. Í frétt AP um málið segir að stuðningsmenn hertrar skotvopnalöggjafar, samtök vopnaeigenda og vopnaframleiðendur í Bandaríkjunum hafi fylgst með gangi málsins, enda gefi það mikilvægt fordæmi hvað varðar rétt aðstandenda til bóta úr hendi vopnaframleiðanda. „Dagurinn í dag er dagur ábyrgðar fyrir iðnað sem hefur hingað til fengið að starfa undir vernd friðhelgis og refsileysis,“ er haft eftir Veronique De La Rosa, móður sex ára dreng sem var myrtur í árásinni. Að sögn fjölskyldnanna níu markaðsetti Remington hálfsjálfvirka riffla á ólögmætan hátt. Meðal þess sem fjölskyldurnar hafa bent á, samkvæmt Washington Post, er að í bæklingi Bushmaster-línunnar hafi vopnin verið auglýst með myndum af hermönnum og textanum: „Þegar þú þarft að standa þig undir álagi, getur þú treyst á Bushmaster,“ gróflega þýtt. Þar að auki séu vopnin auglýst sem frábær skotvopn í átökum. Forsvarsmenn Remington sóttu um gjaldþrotaskipti árið 2018. Meðal annars vegna dræmrar sölu árin á undan. Þeir hafa ekki tjáð sig um dómsáttina. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Alríkislög í Bandaríkjunum koma í veg fyrir að framleiðendur skotvopna séu gerðir ábyrgir fyrir þeim voðaverkum sem kunna að vera framin með vörum þeirra. Árið 2019 fengu fjölskyldur níu barnungra fórnarlamba Sandy Hook-skotárásarinnar leyfi Hæstaréttar Connecticut til að lögsækja Remington vegna meintrar ólögmætrar markaðssetningar á AR-15 Bushmaster riffli fyrirtækisins. Adam Lanza beitti riffli af þeirri gerð þegar hann myrti tuttugu börn og sex fullorðna í Sandy Hook. Áður hafði hann myrt móður sína og hann skaut sjálfan sig einnig til bana. Í frétt AP um málið segir að stuðningsmenn hertrar skotvopnalöggjafar, samtök vopnaeigenda og vopnaframleiðendur í Bandaríkjunum hafi fylgst með gangi málsins, enda gefi það mikilvægt fordæmi hvað varðar rétt aðstandenda til bóta úr hendi vopnaframleiðanda. „Dagurinn í dag er dagur ábyrgðar fyrir iðnað sem hefur hingað til fengið að starfa undir vernd friðhelgis og refsileysis,“ er haft eftir Veronique De La Rosa, móður sex ára dreng sem var myrtur í árásinni. Að sögn fjölskyldnanna níu markaðsetti Remington hálfsjálfvirka riffla á ólögmætan hátt. Meðal þess sem fjölskyldurnar hafa bent á, samkvæmt Washington Post, er að í bæklingi Bushmaster-línunnar hafi vopnin verið auglýst með myndum af hermönnum og textanum: „Þegar þú þarft að standa þig undir álagi, getur þú treyst á Bushmaster,“ gróflega þýtt. Þar að auki séu vopnin auglýst sem frábær skotvopn í átökum. Forsvarsmenn Remington sóttu um gjaldþrotaskipti árið 2018. Meðal annars vegna dræmrar sölu árin á undan. Þeir hafa ekki tjáð sig um dómsáttina.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira