Segir skelfilega stöðu komna upp Snorri Másson skrifar 13. febrúar 2022 16:04 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er uggandi vegna stöðunnar. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir það skelfilega þróun að skotárásir séu orðnar eins tíðar og raunin hefur verið að undanförnu. Hann telur að bæta þurfi rannsóknarheimildir lögreglu til að taka á skipulagðri brotastarfsemi. Grófum ofbeldisverkum er að fjölga á Íslandi - átök á milli hópa og gengja eru í auknum mæli gerð upp með skotbardögum. Í dag er nákvæmlega ár frá morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði. Síðar á árinu í júní var skotið á mann við kaffistofu Samhjálpar og á Egilsstöðum í ágúst. Þá hefur verið sagt frá ítrekuðum skotum á hús í Kópavogi og skotum á bíl eða skrifstofur stjórnmálamanna. Nú síðast voru tvær skotárásir í sömu viku, önnur þeirra í miðbæ Reykjavíkur í nótt. „Mér er bara brugðið, eins og öðrum, verulega brugðið. Ég mun ræða þetta á næstunni við lögregluna og fara yfir þessa stöðu með þeim. Ég veit að menn eru þar mjög vakandi yfir þessu,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. „Þetta er auðvitað bara alveg skelfileg staða og þróun og verulegt áhyggjuefni.“ Áhyggjur yfirvalda beinast að auknum vopnaburði, hvort sem er í skotvopnum eða eggvopnum. Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í 300 útköll á síðasta ári þar sem vopn komu við sögu. Fjallað var um það á Stöð 2 í sumar, að sprenging hefði orðið í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Árið 2016 og 17 voru engin sjálfvirk skotvopn flutt til landsins, 19 árið 2019 og 252 árið 2020. Þá eru 180 vélbyssur í einkaeigu á Íslandi og flestar þeirra virkar. Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum á Íslandi eru þýfi - en sjö var stolið á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Vopnin ganga líka kaupum og sölu, meðal annars í forritum eins og Telegram. Á skjáskotum má sjá úrval skotvopna auglýst á íslenskum hópum. „Við sjáum að þetta er vaxandi vandamál og við þessu verðum við að reyna að bregðast og erum að reyna að bregðast við.“ Þar vísar ráðherra til aukinna rannsóknarheimilda, en aðspurður segist hann ekki fylgjandi almennum vopnaburði lögreglu, enda sjái sérsveitin um þann þátt mála. Skotvopn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Tengdar fréttir „Meiri harka í þessum glæpaheimi” Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. 13. febrúar 2022 13:37 Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13. febrúar 2022 11:29 Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Grófum ofbeldisverkum er að fjölga á Íslandi - átök á milli hópa og gengja eru í auknum mæli gerð upp með skotbardögum. Í dag er nákvæmlega ár frá morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði. Síðar á árinu í júní var skotið á mann við kaffistofu Samhjálpar og á Egilsstöðum í ágúst. Þá hefur verið sagt frá ítrekuðum skotum á hús í Kópavogi og skotum á bíl eða skrifstofur stjórnmálamanna. Nú síðast voru tvær skotárásir í sömu viku, önnur þeirra í miðbæ Reykjavíkur í nótt. „Mér er bara brugðið, eins og öðrum, verulega brugðið. Ég mun ræða þetta á næstunni við lögregluna og fara yfir þessa stöðu með þeim. Ég veit að menn eru þar mjög vakandi yfir þessu,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. „Þetta er auðvitað bara alveg skelfileg staða og þróun og verulegt áhyggjuefni.“ Áhyggjur yfirvalda beinast að auknum vopnaburði, hvort sem er í skotvopnum eða eggvopnum. Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í 300 útköll á síðasta ári þar sem vopn komu við sögu. Fjallað var um það á Stöð 2 í sumar, að sprenging hefði orðið í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Árið 2016 og 17 voru engin sjálfvirk skotvopn flutt til landsins, 19 árið 2019 og 252 árið 2020. Þá eru 180 vélbyssur í einkaeigu á Íslandi og flestar þeirra virkar. Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum á Íslandi eru þýfi - en sjö var stolið á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Vopnin ganga líka kaupum og sölu, meðal annars í forritum eins og Telegram. Á skjáskotum má sjá úrval skotvopna auglýst á íslenskum hópum. „Við sjáum að þetta er vaxandi vandamál og við þessu verðum við að reyna að bregðast og erum að reyna að bregðast við.“ Þar vísar ráðherra til aukinna rannsóknarheimilda, en aðspurður segist hann ekki fylgjandi almennum vopnaburði lögreglu, enda sjái sérsveitin um þann þátt mála.
Skotvopn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Tengdar fréttir „Meiri harka í þessum glæpaheimi” Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. 13. febrúar 2022 13:37 Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13. febrúar 2022 11:29 Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Meiri harka í þessum glæpaheimi” Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. 13. febrúar 2022 13:37
Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13. febrúar 2022 11:29
Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26