Segja slæðubann neyða konur til að velja milli trúarinnar og menntunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2022 14:05 Fjöldi indverskra kvenna hefur mótmælt slæðubanninu. AP Photo/Rafiq Maqbool Ungar konur sem stunda háskólanám í Karnataka héraði á Indlandi mótmæla slæðubanni, sem nokkrir háskólar í héraðinu hafa kynnt, og segja skólayfirvöld neyða sig til að velja milli trúarinnar og menntunar. Þær segja bannið stangast á við stjórnarskrá landsins. „Niðurlægingin sem maður upplifir við að vera rekinn út úr skólastofu fyrir það eitt að bera slæðu er rosaleg,“ segir hin 21 árs gamla Ayesha Imthiaz, háskólanemi og múslimi, í samtali við fréttastofu Reuters. Imthiaz er ein þeirra ungu kvenna sem hefur mótmælt harðlega slæðubanni sem kynnt var af nokkrum háskólum í Karnataka héraði á Indlandi nýlega. „Trú mín hefur verið dregin í efa og ég verið móðguð af stofnun sem ég taldi hof menntunar. Það er eins og verið sé að biðja mig að velja milli trúar minnar og menntunar, sem er í grunninn rangt.“ Mega bera slæðu á almannafæri en ekki í kennslustofum Imthiaz hefur stundað nám við Mahatma Gandhi Memorial háskólann í Udupi sýslu í Karnataka í fimm ár. Hún segir að henni og öðrum ungum konum sem mótmælt hafa banninu hafi verið hótað og þær neyðst til að halda sig innandyra. Háskólayfirvöld hafa sagt að nemendum sé frjálst að bera slæðu á háskólasvæðinu og þeim væri bara gert að taka slæðurnar niður inni í kennslustofum. Udupi er ein þriggja sýslna í Karnataka héraði, sem hefur verið nokkuð trúarlega viðkvæmt í gegn um tíðina. Karnataka er eitt höfuðvíga Bharatiya Janata stjórnmálaflokksins, sem er staðsettur á hægri vængnum, og stjórnað er af Narendra Modi forsætisráðherra. Vilja engar utanaðkomandi athugasemdir Boðun slæðubannsins hefur vakið upp hræðslu og reiði meðal múslima í héraðinu, sem eru í miklum minnihluta, sem segja að stjórnarskráin gefi þeim rétt til að klæðast hverju sem þeir vilja. Múslimar hafa fjölmennt á mótmæli og hundruð komið saman í Kolkata og Chennai í mánuðinum. Í síðustu viku vísað hæstaréttardómari umkvörtunum vegna málsins til sérstakrar nefndar. Múslimar eru ekki einir um að mótmæla banninu en málið hefur vakið mikla athygli víða um heim. Þá sendi Trúfrelsisstofnun Bandaríkjanna út yfirlýsingu á föstudag þar sem hún sagði bannið brjóta á rétti fólks til trúfrelsis og jaðarsetja konur og stúlkur. Utanríkisráðuneyti Indlands sendi í kjölfarið út yfirlýsingu um að athugasemdir frá stofnunum, sem ekki eru indverskar, væru óvelkomnar í umræðuna og að málið væri á borði dómstóla. Indland Trúmál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
„Niðurlægingin sem maður upplifir við að vera rekinn út úr skólastofu fyrir það eitt að bera slæðu er rosaleg,“ segir hin 21 árs gamla Ayesha Imthiaz, háskólanemi og múslimi, í samtali við fréttastofu Reuters. Imthiaz er ein þeirra ungu kvenna sem hefur mótmælt harðlega slæðubanni sem kynnt var af nokkrum háskólum í Karnataka héraði á Indlandi nýlega. „Trú mín hefur verið dregin í efa og ég verið móðguð af stofnun sem ég taldi hof menntunar. Það er eins og verið sé að biðja mig að velja milli trúar minnar og menntunar, sem er í grunninn rangt.“ Mega bera slæðu á almannafæri en ekki í kennslustofum Imthiaz hefur stundað nám við Mahatma Gandhi Memorial háskólann í Udupi sýslu í Karnataka í fimm ár. Hún segir að henni og öðrum ungum konum sem mótmælt hafa banninu hafi verið hótað og þær neyðst til að halda sig innandyra. Háskólayfirvöld hafa sagt að nemendum sé frjálst að bera slæðu á háskólasvæðinu og þeim væri bara gert að taka slæðurnar niður inni í kennslustofum. Udupi er ein þriggja sýslna í Karnataka héraði, sem hefur verið nokkuð trúarlega viðkvæmt í gegn um tíðina. Karnataka er eitt höfuðvíga Bharatiya Janata stjórnmálaflokksins, sem er staðsettur á hægri vængnum, og stjórnað er af Narendra Modi forsætisráðherra. Vilja engar utanaðkomandi athugasemdir Boðun slæðubannsins hefur vakið upp hræðslu og reiði meðal múslima í héraðinu, sem eru í miklum minnihluta, sem segja að stjórnarskráin gefi þeim rétt til að klæðast hverju sem þeir vilja. Múslimar hafa fjölmennt á mótmæli og hundruð komið saman í Kolkata og Chennai í mánuðinum. Í síðustu viku vísað hæstaréttardómari umkvörtunum vegna málsins til sérstakrar nefndar. Múslimar eru ekki einir um að mótmæla banninu en málið hefur vakið mikla athygli víða um heim. Þá sendi Trúfrelsisstofnun Bandaríkjanna út yfirlýsingu á föstudag þar sem hún sagði bannið brjóta á rétti fólks til trúfrelsis og jaðarsetja konur og stúlkur. Utanríkisráðuneyti Indlands sendi í kjölfarið út yfirlýsingu um að athugasemdir frá stofnunum, sem ekki eru indverskar, væru óvelkomnar í umræðuna og að málið væri á borði dómstóla.
Indland Trúmál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira