Segja slæðubann neyða konur til að velja milli trúarinnar og menntunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2022 14:05 Fjöldi indverskra kvenna hefur mótmælt slæðubanninu. AP Photo/Rafiq Maqbool Ungar konur sem stunda háskólanám í Karnataka héraði á Indlandi mótmæla slæðubanni, sem nokkrir háskólar í héraðinu hafa kynnt, og segja skólayfirvöld neyða sig til að velja milli trúarinnar og menntunar. Þær segja bannið stangast á við stjórnarskrá landsins. „Niðurlægingin sem maður upplifir við að vera rekinn út úr skólastofu fyrir það eitt að bera slæðu er rosaleg,“ segir hin 21 árs gamla Ayesha Imthiaz, háskólanemi og múslimi, í samtali við fréttastofu Reuters. Imthiaz er ein þeirra ungu kvenna sem hefur mótmælt harðlega slæðubanni sem kynnt var af nokkrum háskólum í Karnataka héraði á Indlandi nýlega. „Trú mín hefur verið dregin í efa og ég verið móðguð af stofnun sem ég taldi hof menntunar. Það er eins og verið sé að biðja mig að velja milli trúar minnar og menntunar, sem er í grunninn rangt.“ Mega bera slæðu á almannafæri en ekki í kennslustofum Imthiaz hefur stundað nám við Mahatma Gandhi Memorial háskólann í Udupi sýslu í Karnataka í fimm ár. Hún segir að henni og öðrum ungum konum sem mótmælt hafa banninu hafi verið hótað og þær neyðst til að halda sig innandyra. Háskólayfirvöld hafa sagt að nemendum sé frjálst að bera slæðu á háskólasvæðinu og þeim væri bara gert að taka slæðurnar niður inni í kennslustofum. Udupi er ein þriggja sýslna í Karnataka héraði, sem hefur verið nokkuð trúarlega viðkvæmt í gegn um tíðina. Karnataka er eitt höfuðvíga Bharatiya Janata stjórnmálaflokksins, sem er staðsettur á hægri vængnum, og stjórnað er af Narendra Modi forsætisráðherra. Vilja engar utanaðkomandi athugasemdir Boðun slæðubannsins hefur vakið upp hræðslu og reiði meðal múslima í héraðinu, sem eru í miklum minnihluta, sem segja að stjórnarskráin gefi þeim rétt til að klæðast hverju sem þeir vilja. Múslimar hafa fjölmennt á mótmæli og hundruð komið saman í Kolkata og Chennai í mánuðinum. Í síðustu viku vísað hæstaréttardómari umkvörtunum vegna málsins til sérstakrar nefndar. Múslimar eru ekki einir um að mótmæla banninu en málið hefur vakið mikla athygli víða um heim. Þá sendi Trúfrelsisstofnun Bandaríkjanna út yfirlýsingu á föstudag þar sem hún sagði bannið brjóta á rétti fólks til trúfrelsis og jaðarsetja konur og stúlkur. Utanríkisráðuneyti Indlands sendi í kjölfarið út yfirlýsingu um að athugasemdir frá stofnunum, sem ekki eru indverskar, væru óvelkomnar í umræðuna og að málið væri á borði dómstóla. Indland Trúmál Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
„Niðurlægingin sem maður upplifir við að vera rekinn út úr skólastofu fyrir það eitt að bera slæðu er rosaleg,“ segir hin 21 árs gamla Ayesha Imthiaz, háskólanemi og múslimi, í samtali við fréttastofu Reuters. Imthiaz er ein þeirra ungu kvenna sem hefur mótmælt harðlega slæðubanni sem kynnt var af nokkrum háskólum í Karnataka héraði á Indlandi nýlega. „Trú mín hefur verið dregin í efa og ég verið móðguð af stofnun sem ég taldi hof menntunar. Það er eins og verið sé að biðja mig að velja milli trúar minnar og menntunar, sem er í grunninn rangt.“ Mega bera slæðu á almannafæri en ekki í kennslustofum Imthiaz hefur stundað nám við Mahatma Gandhi Memorial háskólann í Udupi sýslu í Karnataka í fimm ár. Hún segir að henni og öðrum ungum konum sem mótmælt hafa banninu hafi verið hótað og þær neyðst til að halda sig innandyra. Háskólayfirvöld hafa sagt að nemendum sé frjálst að bera slæðu á háskólasvæðinu og þeim væri bara gert að taka slæðurnar niður inni í kennslustofum. Udupi er ein þriggja sýslna í Karnataka héraði, sem hefur verið nokkuð trúarlega viðkvæmt í gegn um tíðina. Karnataka er eitt höfuðvíga Bharatiya Janata stjórnmálaflokksins, sem er staðsettur á hægri vængnum, og stjórnað er af Narendra Modi forsætisráðherra. Vilja engar utanaðkomandi athugasemdir Boðun slæðubannsins hefur vakið upp hræðslu og reiði meðal múslima í héraðinu, sem eru í miklum minnihluta, sem segja að stjórnarskráin gefi þeim rétt til að klæðast hverju sem þeir vilja. Múslimar hafa fjölmennt á mótmæli og hundruð komið saman í Kolkata og Chennai í mánuðinum. Í síðustu viku vísað hæstaréttardómari umkvörtunum vegna málsins til sérstakrar nefndar. Múslimar eru ekki einir um að mótmæla banninu en málið hefur vakið mikla athygli víða um heim. Þá sendi Trúfrelsisstofnun Bandaríkjanna út yfirlýsingu á föstudag þar sem hún sagði bannið brjóta á rétti fólks til trúfrelsis og jaðarsetja konur og stúlkur. Utanríkisráðuneyti Indlands sendi í kjölfarið út yfirlýsingu um að athugasemdir frá stofnunum, sem ekki eru indverskar, væru óvelkomnar í umræðuna og að málið væri á borði dómstóla.
Indland Trúmál Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira