„Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 20:31 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. Óttast er að Rússar muni láta til skarar skríða á næstu dögum en þeir hafa komið upp miklum herafla og aukið viðbúnað sin ná landamærum Úkraínu. „Staðan er mjög alvarleg og hún er ekki að lagast svona með klukkustundunum sem líða. En við vonumst enn þá eftir friðsamlegri lausn. Við vonum að það sé nægur vilji til þess að leita slíkra lausna þannig að við leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur, segir enn fremur að heræfingar Rússa í Hvíta-Rússlandi hafi aukið á áhyggjurnar. „Þetta verður hættulegur tími næstu vikuna meðan á þessum heræfingum stendur, þá er alltaf möguleiki á því að eitthvað fari úrskeiðis. Að einhverjar sprengjur rati á vitlausa staði og svo fram vegis. En það er ekkert held ég sem bendir sérstaklega til þess að það sé innrás í aðsigi frekar heldur en vanalega eins og svo má segja,“ segir Valur. Margeir Pétursson, bankamaður og skákmaður, hefur verið með annan fótinn í Lviv í vesturhluta landsins um árabil. Hann segist að vel athuguðu máli ekki ætla að verða við tilmælum íslenskra stjórnvalda um að yfirgefa landið, hann vilji sýna samstöðu með úkraínsku starfsfólki. Aðrir Íslendingar séu sömuleiðis rólegir og almenningur hafi ekki áhyggjur. Þeir sem hagnist af þessu ástandi séu Rússar og segir Margeir að hið sama gildi og í skákinni; að hótunin sé sterkari en leikurinn. Valur tekur undir þetta en tekur fram að Úkraínumenn hafi búið sig undir þessa hættu síðustu ár. „Ég er búinn að tala við fólk í Úkraínu í dag og sumir hafa litlar áhyggjur, aðrir segja látum þá bara koma því Úkraínumenn eru bunir að undirbúa sig undir þetta í átta ár og eru orðnir miklu vígreifari og betur vopnum búnir heldur en þeir voru fyrir átta árum síðan,“ segir Valur. Utanríkisráðuneytið hefur verið í samskiptum við Íslendinga í landinu. „Við vitum dæmi þess að einhverjir hafi farið veit ekki hingað en farið úr landinu, við biðlum til fólks að láta vita af sér og hins vegar í raun að beita almennri skynsemi, vera á varðbergi,“ segir Þórdís Kolbrún. Úkraína Utanríkismál Rússland Hvíta-Rússland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21 Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Óttast er að Rússar muni láta til skarar skríða á næstu dögum en þeir hafa komið upp miklum herafla og aukið viðbúnað sin ná landamærum Úkraínu. „Staðan er mjög alvarleg og hún er ekki að lagast svona með klukkustundunum sem líða. En við vonumst enn þá eftir friðsamlegri lausn. Við vonum að það sé nægur vilji til þess að leita slíkra lausna þannig að við leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur, segir enn fremur að heræfingar Rússa í Hvíta-Rússlandi hafi aukið á áhyggjurnar. „Þetta verður hættulegur tími næstu vikuna meðan á þessum heræfingum stendur, þá er alltaf möguleiki á því að eitthvað fari úrskeiðis. Að einhverjar sprengjur rati á vitlausa staði og svo fram vegis. En það er ekkert held ég sem bendir sérstaklega til þess að það sé innrás í aðsigi frekar heldur en vanalega eins og svo má segja,“ segir Valur. Margeir Pétursson, bankamaður og skákmaður, hefur verið með annan fótinn í Lviv í vesturhluta landsins um árabil. Hann segist að vel athuguðu máli ekki ætla að verða við tilmælum íslenskra stjórnvalda um að yfirgefa landið, hann vilji sýna samstöðu með úkraínsku starfsfólki. Aðrir Íslendingar séu sömuleiðis rólegir og almenningur hafi ekki áhyggjur. Þeir sem hagnist af þessu ástandi séu Rússar og segir Margeir að hið sama gildi og í skákinni; að hótunin sé sterkari en leikurinn. Valur tekur undir þetta en tekur fram að Úkraínumenn hafi búið sig undir þessa hættu síðustu ár. „Ég er búinn að tala við fólk í Úkraínu í dag og sumir hafa litlar áhyggjur, aðrir segja látum þá bara koma því Úkraínumenn eru bunir að undirbúa sig undir þetta í átta ár og eru orðnir miklu vígreifari og betur vopnum búnir heldur en þeir voru fyrir átta árum síðan,“ segir Valur. Utanríkisráðuneytið hefur verið í samskiptum við Íslendinga í landinu. „Við vitum dæmi þess að einhverjir hafi farið veit ekki hingað en farið úr landinu, við biðlum til fólks að láta vita af sér og hins vegar í raun að beita almennri skynsemi, vera á varðbergi,“ segir Þórdís Kolbrún.
Úkraína Utanríkismál Rússland Hvíta-Rússland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21 Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21
Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08
Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent