Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 22:46 Hundruð vörubílstjóra safnast hér saman til að stöðva umferð um landamæri Kanada og Bandaríkjanna. AP/Bill Roth Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. Undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt í höfuðborginni Ottawa og víða annars staðar, sérstaklega á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. Í Ottawa hefur neyðarástand verið í gildi frá því um helgina. Stjórnvöld í Kanada hafa þungar áhyggjur af þeim efnahagslegu áhrifum sem mótmælin munu hafa í för með sér og krefjast þess að þeir láti af þeim umsvifalaust. Bílstjórarnir teppa mikilvægar leiðir sem tengja löndin tvö og hyggjast halda því til streitu nema bólusetningarskylda í landinu verði afnumin. Mörg hundruð milljónir dala teppist á hverjum degi Bílstjórarnir teppa nú tvær mikilvægar umferðaræðar: Ambassador brú, sem tengir bandarísku borgina Detroit við Windwor í Ontario, og Coutts leiðina, sem tengir Montana við Alberta. Vörur að andvirði 300 milljóna dala, eða um 37 milljarða króna, eru fluttar um Ambassador brú eina á hverjum einasta degi. Ekkert lát er á mótmælunum í Kanada.AP/Justin Tang Eins og áður segir hafa mótmælin þegar haft mikil efnahagsleg áhrif og stöðvað flutning nauðsynlegra vara milli landamæranna. Tveir af stærstu bílaframleiðendum heims, Ford og Toyota, hafa þurft að skella í lás þar sem þeir fá ekki nauðsynlega varahluti. Þegar hafa 23 verið handteknir og áttatíu sakamálarannsóknir eru í gangi vegna mótmælanna og deila yfirvöld nú um það hvernig sé best að leysa úr flækjunni sem myndast hefur. Lögreglan í Ottawa hefur gefið það út að hver sem tekur þátt í mótmælunum með því að stoppa umferð geti átt yfir höfði sér ákæru en nargir hafa varað við því að handtökur muni aðeins reita mótmælendur til frekari reiði. Mótmælendur safnast saman víða um heim Mótmæli bílstjóranna hafa gefið öðrum byr undir báða vængi. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist til dæmis með hópi vörubílstjóra í Bandaríkjunum sem hafa lagt á ráðin um að teppa umferð í stórborgum til að mótmæla bólusetningum. Vörubílstjórar hafa teppt umferð í Ottawa og víðar.AP/Justin Tang Ráðuneytið telur hættu á að bílstjórarnir muni tímasetja mótmæli sín þannig að þau hafi áhrif á Ofurskálina svokölluðu, úrslitaleik NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta, sem fer fram í Los Angeles á sunnudag og á stefnuræðu Joe Biden Bandaríkjaforseta 1. mars næstkomandi. Þá virðast bólusetningar- og sóttvarnaaðgerðaandstæðingar víða um heim hafa stóreflst við mótmælin í Kanada. Kröftug mótmæli hafa farið fram í Wellington í Nýja-Sjálandi undanfarna daga þar sem fjöldi fólks hefur verið handtekinn, og mótmælendur hafa safnast saman í Ástralíu, Frakklandi, Alaska og víða annars staðar í Evrópu. Fram kemur í frétt AP að fréttastofan hafi fundið minnst tug Facebook-hópa þar sem hvatt er til mótmæla til stuðnings bílstjórunum í Kanada. Í hópunum séu minnst hálf milljón manna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Tengdar fréttir Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. 10. febrúar 2022 11:17 Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. 7. febrúar 2022 06:51 Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt í höfuðborginni Ottawa og víða annars staðar, sérstaklega á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. Í Ottawa hefur neyðarástand verið í gildi frá því um helgina. Stjórnvöld í Kanada hafa þungar áhyggjur af þeim efnahagslegu áhrifum sem mótmælin munu hafa í för með sér og krefjast þess að þeir láti af þeim umsvifalaust. Bílstjórarnir teppa mikilvægar leiðir sem tengja löndin tvö og hyggjast halda því til streitu nema bólusetningarskylda í landinu verði afnumin. Mörg hundruð milljónir dala teppist á hverjum degi Bílstjórarnir teppa nú tvær mikilvægar umferðaræðar: Ambassador brú, sem tengir bandarísku borgina Detroit við Windwor í Ontario, og Coutts leiðina, sem tengir Montana við Alberta. Vörur að andvirði 300 milljóna dala, eða um 37 milljarða króna, eru fluttar um Ambassador brú eina á hverjum einasta degi. Ekkert lát er á mótmælunum í Kanada.AP/Justin Tang Eins og áður segir hafa mótmælin þegar haft mikil efnahagsleg áhrif og stöðvað flutning nauðsynlegra vara milli landamæranna. Tveir af stærstu bílaframleiðendum heims, Ford og Toyota, hafa þurft að skella í lás þar sem þeir fá ekki nauðsynlega varahluti. Þegar hafa 23 verið handteknir og áttatíu sakamálarannsóknir eru í gangi vegna mótmælanna og deila yfirvöld nú um það hvernig sé best að leysa úr flækjunni sem myndast hefur. Lögreglan í Ottawa hefur gefið það út að hver sem tekur þátt í mótmælunum með því að stoppa umferð geti átt yfir höfði sér ákæru en nargir hafa varað við því að handtökur muni aðeins reita mótmælendur til frekari reiði. Mótmælendur safnast saman víða um heim Mótmæli bílstjóranna hafa gefið öðrum byr undir báða vængi. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist til dæmis með hópi vörubílstjóra í Bandaríkjunum sem hafa lagt á ráðin um að teppa umferð í stórborgum til að mótmæla bólusetningum. Vörubílstjórar hafa teppt umferð í Ottawa og víðar.AP/Justin Tang Ráðuneytið telur hættu á að bílstjórarnir muni tímasetja mótmæli sín þannig að þau hafi áhrif á Ofurskálina svokölluðu, úrslitaleik NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta, sem fer fram í Los Angeles á sunnudag og á stefnuræðu Joe Biden Bandaríkjaforseta 1. mars næstkomandi. Þá virðast bólusetningar- og sóttvarnaaðgerðaandstæðingar víða um heim hafa stóreflst við mótmælin í Kanada. Kröftug mótmæli hafa farið fram í Wellington í Nýja-Sjálandi undanfarna daga þar sem fjöldi fólks hefur verið handtekinn, og mótmælendur hafa safnast saman í Ástralíu, Frakklandi, Alaska og víða annars staðar í Evrópu. Fram kemur í frétt AP að fréttastofan hafi fundið minnst tug Facebook-hópa þar sem hvatt er til mótmæla til stuðnings bílstjórunum í Kanada. Í hópunum séu minnst hálf milljón manna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Tengdar fréttir Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. 10. febrúar 2022 11:17 Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. 7. febrúar 2022 06:51 Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. 10. febrúar 2022 11:17
Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. 7. febrúar 2022 06:51
Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33