Sátt verði að ríkja um fyrirtæki sem rekin eru í þágu þjóðar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 13:47 Bankastjóri Landsbankans segist sperra eyrun þegar viðskiptaráðherra tali. Mikilvægt sé að sátt ríki um fyrirtæki sem eru rekin í þágu þjóðarinnar. VísirEinar/Vilhelm Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að það sé hennar helsta verkefni að reka bankann vel, tryggja aðgengi að fjármálaþjónustu á sanngjörnum kjörum en líka að tryggja að eign þjóðarinnar rýrni ekki í verði. Lilja Björk var innt eftir viðbrögðum við viðtali við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, viðskiptaráðherra, í Morgunblaði dagsins. Þar kallaði Lilja Dögg eftir því að bankar landsins deildu „ofurhagnaði“ sínum með heimilum og fyrirtækjum með því að greiða niður vexti til almennings. Geri þeir það ekki að eigin frumkvæði gæti þurft að endurvekja bankaskatt. Óábyrgt sé að ríkissjóður borgi allan reikninginn fyrir kórónuveirufaraldurinn. Lilja Björk segir að arðsemi sé vel í samræmi við aðra banka af sömu stærðargráðu og að tryggja verði að eign þjóðarinnar rýrni ekki í verði. Hún sperri eyrun þegar viðskiptaráðherra tali því mikilvægt sé að sátt ríki um fyrirtæki sem rekin eru í þágu þjóðarinnar. „Það sem ég vil helst segja er að hagnaður ársins hjá Landsbankanum er vissulega há tala en það verður að horfa á þetta í samhengi við stærð bankans og hvaðan við erum að koma og í fyrra var staðan ekki jafn góð. Það væri ákjósanlegra að það væri meiri stöðugleiki milli ára en við erum að koma úr COVID-tímabili og sem betur fer þá fór betur en á horfðist fyrir fyrirtæki og einstaklinga því ríkissjóður steig fast inn og var með mikla aðstoð.“ Sjá nánar: Kallar eftir því að bankarnir noti ofurhagnað til að létta undir með heimilum Landsbankinn hagnaðist um tæpa 29 milljarða króna árið 2021 og ætlar að greiða ríkissjóði 14,4 milljarða króna í arð en hann er í 98% eigu ríkisins. Verði tillagan samþykkt munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013-2022 samtals nema um 160,6 milljörðum króna. „Það sem við sjáum núna í hagnaði bankans og uppgjöri á þessu ár er mikill viðsnúningur því við höfum lagt fyrir í varúð – í gegnum COVID-tímabilið – sem við erum núna að snúa við og verður að teljast til tekna. Þess vegna er þessi tala mjög há.“ Lilja Björk segir að góður rekstur skili sér í góðum kjörum til viðskiptavina. „Við erum að reka bankann vel og skilum arðsemi sem er í samræmi við það sem bankar af okkar stærðargráðu og í okkar tilgangi ættu að vera að gera. Það er aðalatriðið og okkar verkefni er að reka bankann vel og tryggja þannig aðgengi að fjármálaþjónustu á sanngjörnum kjörum og tryggja það líka að þessi eign þjóðarinnar rýrni ekki í verði.“ Hún segir að rekstrarkostnaður hafi ekki aukist síðastliðin fimm ár og að hagkvæmni hafi aukist til muna. „Og þetta hefur leitt til þess að í þrjú ár höfum við geta boðið lægstu vextina af óverðtryggðum íbúðalánum til fólks. “ Arionbanki og Landsbanki hafa birt uppgjör fyrir árið 2021 en Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka segir að uppgjör bankans verði birt síðar í dag. Arionbanki hagnaðist þá um 28,6 milljarða króna á síðasta ári og hyggst greiða rúma 22 milljarða í arð til hluthafa. Bankinn er á markaði og stærstu einstöku eigendur eru lífeyrissjóðir og fjárfestingarfélög. Íslenskir bankar Seðlabankinn Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska krónan Tengdar fréttir Kallar eftir því að bankarnir noti „ofurhagnað“ til að létta undir heimilunum Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir bankana skila „ofurhagnaði“ og að þeir séu þess vegna í stöðu til að létta undir með heimilunum í landinu, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. 10. febrúar 2022 06:54 Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21 Seðlabankastjóri segir „algjör öfugmæli að tala um neyðarástand“ „Það þýðir ekki að tala um mikilvægi þess að ná niður verðbólgunni í einu orðinu en í því hinu að boða aðgerðir sem búa til brennsluefni fyrir hana með því að auka neysluna,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja. 9. febrúar 2022 19:55 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Lilja Björk var innt eftir viðbrögðum við viðtali við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, viðskiptaráðherra, í Morgunblaði dagsins. Þar kallaði Lilja Dögg eftir því að bankar landsins deildu „ofurhagnaði“ sínum með heimilum og fyrirtækjum með því að greiða niður vexti til almennings. Geri þeir það ekki að eigin frumkvæði gæti þurft að endurvekja bankaskatt. Óábyrgt sé að ríkissjóður borgi allan reikninginn fyrir kórónuveirufaraldurinn. Lilja Björk segir að arðsemi sé vel í samræmi við aðra banka af sömu stærðargráðu og að tryggja verði að eign þjóðarinnar rýrni ekki í verði. Hún sperri eyrun þegar viðskiptaráðherra tali því mikilvægt sé að sátt ríki um fyrirtæki sem rekin eru í þágu þjóðarinnar. „Það sem ég vil helst segja er að hagnaður ársins hjá Landsbankanum er vissulega há tala en það verður að horfa á þetta í samhengi við stærð bankans og hvaðan við erum að koma og í fyrra var staðan ekki jafn góð. Það væri ákjósanlegra að það væri meiri stöðugleiki milli ára en við erum að koma úr COVID-tímabili og sem betur fer þá fór betur en á horfðist fyrir fyrirtæki og einstaklinga því ríkissjóður steig fast inn og var með mikla aðstoð.“ Sjá nánar: Kallar eftir því að bankarnir noti ofurhagnað til að létta undir með heimilum Landsbankinn hagnaðist um tæpa 29 milljarða króna árið 2021 og ætlar að greiða ríkissjóði 14,4 milljarða króna í arð en hann er í 98% eigu ríkisins. Verði tillagan samþykkt munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013-2022 samtals nema um 160,6 milljörðum króna. „Það sem við sjáum núna í hagnaði bankans og uppgjöri á þessu ár er mikill viðsnúningur því við höfum lagt fyrir í varúð – í gegnum COVID-tímabilið – sem við erum núna að snúa við og verður að teljast til tekna. Þess vegna er þessi tala mjög há.“ Lilja Björk segir að góður rekstur skili sér í góðum kjörum til viðskiptavina. „Við erum að reka bankann vel og skilum arðsemi sem er í samræmi við það sem bankar af okkar stærðargráðu og í okkar tilgangi ættu að vera að gera. Það er aðalatriðið og okkar verkefni er að reka bankann vel og tryggja þannig aðgengi að fjármálaþjónustu á sanngjörnum kjörum og tryggja það líka að þessi eign þjóðarinnar rýrni ekki í verði.“ Hún segir að rekstrarkostnaður hafi ekki aukist síðastliðin fimm ár og að hagkvæmni hafi aukist til muna. „Og þetta hefur leitt til þess að í þrjú ár höfum við geta boðið lægstu vextina af óverðtryggðum íbúðalánum til fólks. “ Arionbanki og Landsbanki hafa birt uppgjör fyrir árið 2021 en Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka segir að uppgjör bankans verði birt síðar í dag. Arionbanki hagnaðist þá um 28,6 milljarða króna á síðasta ári og hyggst greiða rúma 22 milljarða í arð til hluthafa. Bankinn er á markaði og stærstu einstöku eigendur eru lífeyrissjóðir og fjárfestingarfélög.
Íslenskir bankar Seðlabankinn Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska krónan Tengdar fréttir Kallar eftir því að bankarnir noti „ofurhagnað“ til að létta undir heimilunum Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir bankana skila „ofurhagnaði“ og að þeir séu þess vegna í stöðu til að létta undir með heimilunum í landinu, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. 10. febrúar 2022 06:54 Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21 Seðlabankastjóri segir „algjör öfugmæli að tala um neyðarástand“ „Það þýðir ekki að tala um mikilvægi þess að ná niður verðbólgunni í einu orðinu en í því hinu að boða aðgerðir sem búa til brennsluefni fyrir hana með því að auka neysluna,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja. 9. febrúar 2022 19:55 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Kallar eftir því að bankarnir noti „ofurhagnað“ til að létta undir heimilunum Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir bankana skila „ofurhagnaði“ og að þeir séu þess vegna í stöðu til að létta undir með heimilunum í landinu, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. 10. febrúar 2022 06:54
Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21
Seðlabankastjóri segir „algjör öfugmæli að tala um neyðarástand“ „Það þýðir ekki að tala um mikilvægi þess að ná niður verðbólgunni í einu orðinu en í því hinu að boða aðgerðir sem búa til brennsluefni fyrir hana með því að auka neysluna,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja. 9. febrúar 2022 19:55
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent