Frelsari Verkalýðsins Gunnar Karl Ólafsson skrifar 9. febrúar 2022 13:01 Síðustu vikur hefur ömurleg birtingarmynd ofbeldis og ósanninda fengið að lifa óáreitt. Sólveig Anna hefur ekki sparað stóru orðin og þar er mörgum spurningum ósvarað. Fjölmiðlum hefur ekki tekist að sinna hlutverki sínu sem skildi þar sem að Sólveig hafnar ítrekað viðtölum hjá flest öllum miðlum landsins. Stundin hefur gefið henni mikla einhliða umfjöllun þar sem hún þarf ekki að svara einni gagnrýnni spurningu. Bjöguð er sú mynd sem að Sólveig teiknar upp sannleikurinn er greinilega ekki að vefjast fyrir henni. Hún hefur getað treyst því að enginn innan hreyfingarinnar svari hennar árásum og það sem er alvarlegast í þessu er að fólk er farið að taka bjöguðu myndinni sem sannleika. Það fær ekki lengur að standa án leiðréttingar. Sólveig hefur ranglega haldið því fram að enginn hafi náð betri árangri og samningum í verkalýðshreyfingunni síðan hún tók við og verkalýðshreyfingin hafi verið vakin af værum blundi. Hún hefur barist hátt og snjallt, en hverju hefur það skilað? Ef að við skoðum tímabilið frá því að kjarasamningar 2015 voru undirritaðir að þá var mánaðarleg aukning hærri nánast allt samningstímabilið. Kaupmáttaraukningin var einnig mun hærri. Þetta má skoða gaumgæfilega í gögnum frá hagstofu íslands. Þeir sem komu að þeim samningum unnu mikla vinnu með djarfar hugmyndir um bætt kjör láglaunafólks og vann að því saman sem heild. Þegar samningarnir voru í höfn fóru þeir aðilar ekki að hampa sjálfum sér eða persónu sinni fyrir þann árangur. Létu verkinn tala fyrir sig og hömpuðu samstilltri hreyfingu. Þeir samningar eru óumdeilanlega betri fyrir láglaunafólk landsins en lífskjarasamningarnir 2019. Verkalýðsbaráttan er ekki ein manneskja og það er enginn einn frelsari verkalýðsins. Saga hreyfingarinnar er sönnun þess hvað við getum gert þegar við tökum höndum saman. Myndin sem Sólveig teiknar upp af hreyfingunni er vægast sagt ógeðfelld árás á rúmlega 300 starfsmenn hreyfingarinnar. Þar reynir hún á ótrúverðugan máta að búa til gjá milli félaganna og félagsmanna og auglýsir sig svo sem lausnina á þeirri gjá. Deilt og drottnað er taktíkin, hún er frelsarinn og ekki skal hlustað á neitt annað. Til þess að trúa málflutningi Sólveigar og hennar fólks þarf maður að fara í ansi mikla hugarleikfimi. Fyrst þurfum við að trúa því að allt starfsfólk skrifstofu Eflingar sé ómögulegt fyrir að dirfast að biðja um mannsæmandi starfsumhverfi. Síðan að trúnaðarmenn skrifstofu Eflingar séu óheiðarlegir og illa innrættir fyrir að voga sér að sinna skyldu sinni og koma á framfæri áhyggjum starfsfólks. Eftir það skulum við einnig trúa því að starfsfólk ASÍ sinni ekki skyldum sínum og sé undir þumli auðvaldsins fyrir að reyna að hjálpa félaginu á fætur eftir afsögn stjórnenda. Einnig þurfum við að trúa því að sálfræðistofa hafi unnið óháða úttekt í annarlegum tilgangi. Síðast þurfum við svo að trúa því að stjórnir, trúnaðarmenn, starfsfólk og aðrir sem gegna trúnaðarstörfum allra félaganna beri ekki hag félagsmanna fyrir brjósti og vinni ekki í þágu þeirra. Til að ljúka þessu langar mér að senda styrk til þess starfsfólks sem hefur þurft að líða andlegt ofbeldi, gaslýsingar og linnulausar árásir. Frásagnir og vitnisburðir starfsfólks sem maður hefur talað við eða lesið um eru hræðilegar. Það gerði allt sem í þeirra valdi stóð til þess að vinna með og bæta vinnustaðinn innanhúss. Þeim var launað með herskáustu árás sem hefur átt sér stað á íslenskum vinnumarkaði og er það sorglegt að hún gerist innan verkalýðshreyfingarinnar. Þrátt fyrir þetta allt er ég er bjartsýnn á framtíð hreyfingarinnar og enginn efi er um að við munum halda áfram kröftugu starfi í þágu launafólks. Höfundur starfar innan hreyfingarinnar. Tengd skjöl Verkamaður_-_Hagstofa_Íslands_-_LokaXLSX47KBSækja skjal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hefur ömurleg birtingarmynd ofbeldis og ósanninda fengið að lifa óáreitt. Sólveig Anna hefur ekki sparað stóru orðin og þar er mörgum spurningum ósvarað. Fjölmiðlum hefur ekki tekist að sinna hlutverki sínu sem skildi þar sem að Sólveig hafnar ítrekað viðtölum hjá flest öllum miðlum landsins. Stundin hefur gefið henni mikla einhliða umfjöllun þar sem hún þarf ekki að svara einni gagnrýnni spurningu. Bjöguð er sú mynd sem að Sólveig teiknar upp sannleikurinn er greinilega ekki að vefjast fyrir henni. Hún hefur getað treyst því að enginn innan hreyfingarinnar svari hennar árásum og það sem er alvarlegast í þessu er að fólk er farið að taka bjöguðu myndinni sem sannleika. Það fær ekki lengur að standa án leiðréttingar. Sólveig hefur ranglega haldið því fram að enginn hafi náð betri árangri og samningum í verkalýðshreyfingunni síðan hún tók við og verkalýðshreyfingin hafi verið vakin af værum blundi. Hún hefur barist hátt og snjallt, en hverju hefur það skilað? Ef að við skoðum tímabilið frá því að kjarasamningar 2015 voru undirritaðir að þá var mánaðarleg aukning hærri nánast allt samningstímabilið. Kaupmáttaraukningin var einnig mun hærri. Þetta má skoða gaumgæfilega í gögnum frá hagstofu íslands. Þeir sem komu að þeim samningum unnu mikla vinnu með djarfar hugmyndir um bætt kjör láglaunafólks og vann að því saman sem heild. Þegar samningarnir voru í höfn fóru þeir aðilar ekki að hampa sjálfum sér eða persónu sinni fyrir þann árangur. Létu verkinn tala fyrir sig og hömpuðu samstilltri hreyfingu. Þeir samningar eru óumdeilanlega betri fyrir láglaunafólk landsins en lífskjarasamningarnir 2019. Verkalýðsbaráttan er ekki ein manneskja og það er enginn einn frelsari verkalýðsins. Saga hreyfingarinnar er sönnun þess hvað við getum gert þegar við tökum höndum saman. Myndin sem Sólveig teiknar upp af hreyfingunni er vægast sagt ógeðfelld árás á rúmlega 300 starfsmenn hreyfingarinnar. Þar reynir hún á ótrúverðugan máta að búa til gjá milli félaganna og félagsmanna og auglýsir sig svo sem lausnina á þeirri gjá. Deilt og drottnað er taktíkin, hún er frelsarinn og ekki skal hlustað á neitt annað. Til þess að trúa málflutningi Sólveigar og hennar fólks þarf maður að fara í ansi mikla hugarleikfimi. Fyrst þurfum við að trúa því að allt starfsfólk skrifstofu Eflingar sé ómögulegt fyrir að dirfast að biðja um mannsæmandi starfsumhverfi. Síðan að trúnaðarmenn skrifstofu Eflingar séu óheiðarlegir og illa innrættir fyrir að voga sér að sinna skyldu sinni og koma á framfæri áhyggjum starfsfólks. Eftir það skulum við einnig trúa því að starfsfólk ASÍ sinni ekki skyldum sínum og sé undir þumli auðvaldsins fyrir að reyna að hjálpa félaginu á fætur eftir afsögn stjórnenda. Einnig þurfum við að trúa því að sálfræðistofa hafi unnið óháða úttekt í annarlegum tilgangi. Síðast þurfum við svo að trúa því að stjórnir, trúnaðarmenn, starfsfólk og aðrir sem gegna trúnaðarstörfum allra félaganna beri ekki hag félagsmanna fyrir brjósti og vinni ekki í þágu þeirra. Til að ljúka þessu langar mér að senda styrk til þess starfsfólks sem hefur þurft að líða andlegt ofbeldi, gaslýsingar og linnulausar árásir. Frásagnir og vitnisburðir starfsfólks sem maður hefur talað við eða lesið um eru hræðilegar. Það gerði allt sem í þeirra valdi stóð til þess að vinna með og bæta vinnustaðinn innanhúss. Þeim var launað með herskáustu árás sem hefur átt sér stað á íslenskum vinnumarkaði og er það sorglegt að hún gerist innan verkalýðshreyfingarinnar. Þrátt fyrir þetta allt er ég er bjartsýnn á framtíð hreyfingarinnar og enginn efi er um að við munum halda áfram kröftugu starfi í þágu launafólks. Höfundur starfar innan hreyfingarinnar. Tengd skjöl Verkamaður_-_Hagstofa_Íslands_-_LokaXLSX47KBSækja skjal
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar