Hættustigi og óvissustigi aflýst á Vestfjörðum Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2022 10:10 Snjóflóð féllu úr hlíðinni ofan Flateyrar um síðustu helgi. Stöð 2/Arnar Hættustigi og óvissustigi hefur verið aflýst á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en óvissustig hefur verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því á sunnudag. Hættustigi hefur verið aflýst á Tröllaskaga og er óvissustig nú í gildi. Aðfaranótt mánudags féllu flóð ofan við Patreksfjörð og fóru kögglar af einu flóðinu yfir svæði þar sem framkvæmdir eru hafnar á nýjum varnargarði. Í morgun kom svo í ljós um 200 metra breitt snjóflóð í innanverðri skálinni í Brellum og annað lítið flóð í utanverðri skálinni. Veðurstofan greinir frá þessu en rýmingarreitur níu á Ísafirði var rýmdur um tíma, sem og sorpvinnslusvæðið við Funa. Tveir sveitabæir, annar í Skutulsfirði og hinn við Bolungarvík voru einnig rýmdir. Í gærmorgun féll flóð á rýmingarreit níu sem var rýmdur. Lýst yfir hættustigi í gær Á sunnanverðum Vestfjörðum var lýst yfir óvissustigi í gær og hættustigi í kjölfarið á Patreksfirði með rýmingu á ytri hluta rýmingareits fjögur. Að sögn ofanflóðavaktar Veðurstofunnar ver nýr varnargarður nú innri hluta rýmingareits fjögur og eru framkvæmdir hafnar á garði sem verja á ytri hlutann. Líkt og fyrr segir féllu flóð ofan við Patreksfjörð aðfaranótt mánudags og fóru kögglar af einu flóðinu yfir á umrætt framkvæmdasvæði. Veðrið er gengið niður á Vestfjörðum, lítil ofankoma en minniháttar skafrenningur í fjöllum. Gert er ráð fyrir að það dragi áfram úr vindi og ofankomu í dag og spáð er hæglætis veðri næstu daga. Veður Náttúruhamfarir Ísafjarðarbær Fjallabyggð Tengdar fréttir Vara við snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga Veðurstofa Íslands hefur varað við aukinni snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga þar sem allmörg snjóflóð hafa fallið undanfarna daga. 6. febrúar 2022 12:19 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Sjá meira
Aðfaranótt mánudags féllu flóð ofan við Patreksfjörð og fóru kögglar af einu flóðinu yfir svæði þar sem framkvæmdir eru hafnar á nýjum varnargarði. Í morgun kom svo í ljós um 200 metra breitt snjóflóð í innanverðri skálinni í Brellum og annað lítið flóð í utanverðri skálinni. Veðurstofan greinir frá þessu en rýmingarreitur níu á Ísafirði var rýmdur um tíma, sem og sorpvinnslusvæðið við Funa. Tveir sveitabæir, annar í Skutulsfirði og hinn við Bolungarvík voru einnig rýmdir. Í gærmorgun féll flóð á rýmingarreit níu sem var rýmdur. Lýst yfir hættustigi í gær Á sunnanverðum Vestfjörðum var lýst yfir óvissustigi í gær og hættustigi í kjölfarið á Patreksfirði með rýmingu á ytri hluta rýmingareits fjögur. Að sögn ofanflóðavaktar Veðurstofunnar ver nýr varnargarður nú innri hluta rýmingareits fjögur og eru framkvæmdir hafnar á garði sem verja á ytri hlutann. Líkt og fyrr segir féllu flóð ofan við Patreksfjörð aðfaranótt mánudags og fóru kögglar af einu flóðinu yfir á umrætt framkvæmdasvæði. Veðrið er gengið niður á Vestfjörðum, lítil ofankoma en minniháttar skafrenningur í fjöllum. Gert er ráð fyrir að það dragi áfram úr vindi og ofankomu í dag og spáð er hæglætis veðri næstu daga.
Veður Náttúruhamfarir Ísafjarðarbær Fjallabyggð Tengdar fréttir Vara við snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga Veðurstofa Íslands hefur varað við aukinni snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga þar sem allmörg snjóflóð hafa fallið undanfarna daga. 6. febrúar 2022 12:19 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Sjá meira
Vara við snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga Veðurstofa Íslands hefur varað við aukinni snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga þar sem allmörg snjóflóð hafa fallið undanfarna daga. 6. febrúar 2022 12:19