Skaust upp í loftið af pallbíl og fær tólf milljónir í bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. febrúar 2022 15:19 Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Tryggingarfélagið Sjóvá-Almennar þarf að greiða verkamanni sem starfaði hjá Reykjavíkurborg tólf milljónir króna í skaðabætur, eftir að hann féll af palli rafmagnsbíls er bílnum var ekið í holu, með þeim afleiðingum að verkamaðurinn skaust upp í loftið af pallinum og slasaðist. Slysið átti sér stað fyrir nokkrum árum. Gerðist það á lokuðu vinnusvæði í borginni. Þar var rafmagnsbíll með palli notaður til að flytja starfsmenn innan svæðisins. Verkamaðurinn lýsti slysinu á þann hátt að hann hafi verið beðinn um að setjast á pall bílsins. Yfirmaður hans og annar starfsmaður sátu í sætum bílsins. Bílnum var ekið eftir holóttum malarvegi. Á leiðinni var bílnum ekið ofan í holu á veginum, með þeim afleiðingum að verkamaðurinn skaust upp í loftið, af pallinum, beint á bakið. Dómkvaddir matsmenn mátu varanlega örorku mannsins 25 prósent eftir slysið. Krafðist maðurinn bóta á þeim grundvelli, alls tólf milljóna króna. Reykjavíkurborg var með ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá en tryggingafélagið hafnaði bótaskyldu í málinu. Tekist á um hvort honum hafi verið bannað að setjast á pallinn Fór málið því fyrir til dómstóla. Ekki var tekist á um að hvort að afleiðingar slyssins væru rétt metnar, heldur eingöngu hver bæri ábyrgð á því. Verkamaðurinn vildi meina að vinnuveitandinn bæri ábyrgð, en tryggingafélagið hélt því fram að hann sjálfur bæri ábyrgð á slysinu. Reykjavíkurborg var með ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá.Vísir/Hanna Taldi tryggingafélagið að brýnt hefði verið fyrir starfsmönnum að setjast ekki á umræddan pall, og var þar vísað til upplýsinga frá yfirverkstjóra mannsins þar sem kom fram að hann hefði áður áminnt verkamanninn fyrir að hafa tekið sér sæti á palli bílsins. Slysið hafi verið óhappatilvik sem enginn bæri skaðabótaábyrgð á. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að ágreiningurinn í málinu hafi í meginatriðum snúið um það hvort að annar starfsmaður hafi sagt verkamanninum að setjast á pallinn, eða hvort honum hafi áður verið bannað að setjast á pallinn. Fram kom í vitnisburði verkamannsins að hann hafi ekki vitað að bannað væri að sitja á pallinum. Annar starfsmaður, sem yfirverkstjórinn sagðist hafa falið að brýna fyrir starfsmönnum að sitja ekki á pallinum, gat ekki staðfest að verkamaðurinn hefði fengið þær upplýsingar. Slysið varð vegna þess að ekið var af stað án þess að gæta að hleðslu bílsins Í niðurstöðu héraðsdóms segir að rekja megi slysið til þess að ökumaður bílsins hafi ekið af stað með farþega á pallinum. Þátt í því átti aðgæsluleysi yfirverkstjórans, sem hefði getað komið í veg fyrir slysið með því að gæta að hleðslu bílsins sem hún sat í hjá undirmanni sínum áður en hann ók af stað af slíku gáleysi, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Verkamaðurinn er af erlendu bergi brotinn. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Vísir/Vilhelm. „Yfirverkstjóranum hefði enn fremur verið rétt að ganga úr skugga um að stefnandi, sem ekki talar íslensku, skildi þau fyrirmæli sem hún kveðst hafa gefið honum og fylgdi þeim. Yfirverkstjórinn og ökumaður bílsins voru starfsmenn fyrrum vinnuveitanda stefnanda, sem ber sem vinnuveitandi þeirra bótaábyrgð á framangreindri saknæmri háttsemi þeirra beggja,“ segir í dómi héraðsdóms. Féllst héraðsdómur því á að Reykjavíkurborg bæri skaðabótaábyrgð á slysinu og Sjóvá bæri að bæta tjónið. Þarf tryggingarfélagið því að greiða verkamanninum 12,3 milljónir króna. Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Slysið átti sér stað fyrir nokkrum árum. Gerðist það á lokuðu vinnusvæði í borginni. Þar var rafmagnsbíll með palli notaður til að flytja starfsmenn innan svæðisins. Verkamaðurinn lýsti slysinu á þann hátt að hann hafi verið beðinn um að setjast á pall bílsins. Yfirmaður hans og annar starfsmaður sátu í sætum bílsins. Bílnum var ekið eftir holóttum malarvegi. Á leiðinni var bílnum ekið ofan í holu á veginum, með þeim afleiðingum að verkamaðurinn skaust upp í loftið, af pallinum, beint á bakið. Dómkvaddir matsmenn mátu varanlega örorku mannsins 25 prósent eftir slysið. Krafðist maðurinn bóta á þeim grundvelli, alls tólf milljóna króna. Reykjavíkurborg var með ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá en tryggingafélagið hafnaði bótaskyldu í málinu. Tekist á um hvort honum hafi verið bannað að setjast á pallinn Fór málið því fyrir til dómstóla. Ekki var tekist á um að hvort að afleiðingar slyssins væru rétt metnar, heldur eingöngu hver bæri ábyrgð á því. Verkamaðurinn vildi meina að vinnuveitandinn bæri ábyrgð, en tryggingafélagið hélt því fram að hann sjálfur bæri ábyrgð á slysinu. Reykjavíkurborg var með ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá.Vísir/Hanna Taldi tryggingafélagið að brýnt hefði verið fyrir starfsmönnum að setjast ekki á umræddan pall, og var þar vísað til upplýsinga frá yfirverkstjóra mannsins þar sem kom fram að hann hefði áður áminnt verkamanninn fyrir að hafa tekið sér sæti á palli bílsins. Slysið hafi verið óhappatilvik sem enginn bæri skaðabótaábyrgð á. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að ágreiningurinn í málinu hafi í meginatriðum snúið um það hvort að annar starfsmaður hafi sagt verkamanninum að setjast á pallinn, eða hvort honum hafi áður verið bannað að setjast á pallinn. Fram kom í vitnisburði verkamannsins að hann hafi ekki vitað að bannað væri að sitja á pallinum. Annar starfsmaður, sem yfirverkstjórinn sagðist hafa falið að brýna fyrir starfsmönnum að sitja ekki á pallinum, gat ekki staðfest að verkamaðurinn hefði fengið þær upplýsingar. Slysið varð vegna þess að ekið var af stað án þess að gæta að hleðslu bílsins Í niðurstöðu héraðsdóms segir að rekja megi slysið til þess að ökumaður bílsins hafi ekið af stað með farþega á pallinum. Þátt í því átti aðgæsluleysi yfirverkstjórans, sem hefði getað komið í veg fyrir slysið með því að gæta að hleðslu bílsins sem hún sat í hjá undirmanni sínum áður en hann ók af stað af slíku gáleysi, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Verkamaðurinn er af erlendu bergi brotinn. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Vísir/Vilhelm. „Yfirverkstjóranum hefði enn fremur verið rétt að ganga úr skugga um að stefnandi, sem ekki talar íslensku, skildi þau fyrirmæli sem hún kveðst hafa gefið honum og fylgdi þeim. Yfirverkstjórinn og ökumaður bílsins voru starfsmenn fyrrum vinnuveitanda stefnanda, sem ber sem vinnuveitandi þeirra bótaábyrgð á framangreindri saknæmri háttsemi þeirra beggja,“ segir í dómi héraðsdóms. Féllst héraðsdómur því á að Reykjavíkurborg bæri skaðabótaábyrgð á slysinu og Sjóvá bæri að bæta tjónið. Þarf tryggingarfélagið því að greiða verkamanninum 12,3 milljónir króna.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira