Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. febrúar 2022 08:37 Sérsveit úkraínska þjóðvarðaliðsins æfir krísuástand vegna innrásar skammt frá yfirgefnu borginni Pripyat, í norðurhluta Úkraínu. AP/Mykola Tymchenko Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið og hefur eftir tveimur, ónafngreindum embættismönnum á vegum Bandaríkjastjórnar. Þeir ræddu við fjölmiðla með skilyrði um nafnleynd, en þeir færðu engar sönnur á þessa fullyrðingu sína. Talið er að um 100 þúsund Rússneskir hermenn séu nú við landamæri Rússlands að Úkraínu, en Rússland hefur ítrekað hafnað því að til standi að ráðast inn í nágrannaríki sitt í vestri. Embættismennirnir segja hins vegar að frá miðjum febrúar megi búast við því að jörð frjósi á svæðinu, sem geri Rússaher kleift að flytja enn meira af þungum hergögnum að landamærunum. Embættismennirnir sögðust byggja þetta mat sitt á upplýsingum og gögnum sem stjórnvöld hefðu safnað, en vildi ekki segja nánar frá því um hvaða gögn væri að ræða, þar sem þau væru viðkvæm. Rússar segja heræfing Embættismennirnir eru þá sagðir hafa varað við því að innrás Rússa í Úkraínu gæti kostað allt að 50 þúsund almenna borgara lífið. Þá kynni Kíev, höfuðborg Úkraínu, að falla í hendur innrásarhersins eftir aðeins nokkra daga. Í kjölfarið tæki við flóttamannakrísa í Evrópu þar sem milljónir myndu reyna að flýja frá Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa bætt við herafla sinn í Póllandi, til þess að styrkja varnir ríkja Atlantshafsbandalagsins ef til átaka kemur. Þannig lenti fyrsti hópur hermannanna í Rzeszów, í suðausturhluta Póllands, í gær. Stjórn Bidens Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt að 3.000 hermenn í heildina verði sendir til Austur-Evrópu. Rússar hafa aftur á móti sagt að viðvera hermanna þeirra við landamærin sé eingöngu vegna heræfinga, en úkraínsk stjórnvöld og bandamenn þeirra í vestri taka því með miklum fyrirvara, og telja Rússa undirbúa mögulega innrás. Rússland Bandaríkin Úkraína NATO Pólland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Telja Rússa undirbúa myndband sem átyllu fyrir innrás Embættismenn innan bandaríska njósnakerfisins telja að Rússar séu nú að undirbúa það að útbúa átyllu fyrir innrás í Úkraínu, þar á meðal tilbúið myndband sem sýni árás af hálfu Úkraínumanna. 3. febrúar 2022 23:01 Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið og hefur eftir tveimur, ónafngreindum embættismönnum á vegum Bandaríkjastjórnar. Þeir ræddu við fjölmiðla með skilyrði um nafnleynd, en þeir færðu engar sönnur á þessa fullyrðingu sína. Talið er að um 100 þúsund Rússneskir hermenn séu nú við landamæri Rússlands að Úkraínu, en Rússland hefur ítrekað hafnað því að til standi að ráðast inn í nágrannaríki sitt í vestri. Embættismennirnir segja hins vegar að frá miðjum febrúar megi búast við því að jörð frjósi á svæðinu, sem geri Rússaher kleift að flytja enn meira af þungum hergögnum að landamærunum. Embættismennirnir sögðust byggja þetta mat sitt á upplýsingum og gögnum sem stjórnvöld hefðu safnað, en vildi ekki segja nánar frá því um hvaða gögn væri að ræða, þar sem þau væru viðkvæm. Rússar segja heræfing Embættismennirnir eru þá sagðir hafa varað við því að innrás Rússa í Úkraínu gæti kostað allt að 50 þúsund almenna borgara lífið. Þá kynni Kíev, höfuðborg Úkraínu, að falla í hendur innrásarhersins eftir aðeins nokkra daga. Í kjölfarið tæki við flóttamannakrísa í Evrópu þar sem milljónir myndu reyna að flýja frá Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa bætt við herafla sinn í Póllandi, til þess að styrkja varnir ríkja Atlantshafsbandalagsins ef til átaka kemur. Þannig lenti fyrsti hópur hermannanna í Rzeszów, í suðausturhluta Póllands, í gær. Stjórn Bidens Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt að 3.000 hermenn í heildina verði sendir til Austur-Evrópu. Rússar hafa aftur á móti sagt að viðvera hermanna þeirra við landamærin sé eingöngu vegna heræfinga, en úkraínsk stjórnvöld og bandamenn þeirra í vestri taka því með miklum fyrirvara, og telja Rússa undirbúa mögulega innrás.
Rússland Bandaríkin Úkraína NATO Pólland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Telja Rússa undirbúa myndband sem átyllu fyrir innrás Embættismenn innan bandaríska njósnakerfisins telja að Rússar séu nú að undirbúa það að útbúa átyllu fyrir innrás í Úkraínu, þar á meðal tilbúið myndband sem sýni árás af hálfu Úkraínumanna. 3. febrúar 2022 23:01 Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Telja Rússa undirbúa myndband sem átyllu fyrir innrás Embættismenn innan bandaríska njósnakerfisins telja að Rússar séu nú að undirbúa það að útbúa átyllu fyrir innrás í Úkraínu, þar á meðal tilbúið myndband sem sýni árás af hálfu Úkraínumanna. 3. febrúar 2022 23:01
Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02