Erlendir miðlar fjalla um mögulegt hvalveiðibann Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. febrúar 2022 08:57 Hvalur verkaður í Hvalfirði árið 2018. Vísir/Vilhelm Stórir erlendir fjölmiðlar fjalla nú um möguleg endalok hvalveiða við Íslandsstrendur, eftir að Svandís Svavarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði fátt rökstyðja hvalveiðar. Núverandi veiðiheimildir renna út árið 2023 og ráðherrann lætur að því liggja að hvalveiðar verði óheimilar frá árinu 2024. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær sagði Svandís að hvalveiðarnar hefðu ekki haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir þjóðarbúið á síðustu árum. Lítið bendi til þess að efnahagslegur ávinningur sé af veiðunum, þar sem fyrirtæki sem hafi haft leyfi til veiðanna hafi lítið stundað þær. „Núverandi veiðiheimildir gilda út árið 2023. Að óbreyttu verður því engin veiði heimil á hvölum frá árinu 2024. Sýna þarf fram á að það sé efnahagslega réttlætanlegt að endurnýja veiðiheimildir. Í sögulegu samhengi hafa þessar veiðar haft neikvæð áhrif á útflutningshagsmuni landsins. Orðsporsáhættan sem fylgir því að viðhalda þessum veiðum áfram er talsverð þó að hún sé illmælanleg,“ skrifaði ráðherrann meðal annars. Aktívistar fagna Breska ríkisútvarpið er meðal þeirra miðla sem fjalla um málið og vísa í grein Svandísar. Þar er meðal annars tæpt á því að eftir að Japanir hófu aftur að veiða hvali í atvinnuskyni árið 2019, eftir þriggja áratuga pásu, hafi eftirspurn eftir íslenskum hval fallið umtalsvert og arðbærni veiðanna því minnkað. Ísland, Noregur og Japan eru þau lönd sem leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni. BBC hefur eftir Vanessu Williams-Grey, hjá bresku hvalaverndunarsamtökunum Whale and Dolphin Conversation, að um góðar fréttir sé að ræða. „Við tökum þessum fréttum augljóslega fagnandi, enda er kominn tími til. Íslenskir hvalveiðimenn hafa drepið hundruð hvala á síðustu árum, þrátt fyrir litla sem enga innlenda eftirspurn,“ sagði Williams-Grey. BBC bendir þá á að aðrar greinar sem tengjast hvölum við Íslandsstrendur hafi notið mun meiri velgengni en veiðarnar á síðustu árum. Þannig hafi hundruð þúsunda ferðamanna farið í hvalaskoðun hér á landi árið 2019. Meðal annarra erlendra fjölmiðla sem fjallað hafa um málið eru Al Jazeera og Guardian. Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær sagði Svandís að hvalveiðarnar hefðu ekki haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir þjóðarbúið á síðustu árum. Lítið bendi til þess að efnahagslegur ávinningur sé af veiðunum, þar sem fyrirtæki sem hafi haft leyfi til veiðanna hafi lítið stundað þær. „Núverandi veiðiheimildir gilda út árið 2023. Að óbreyttu verður því engin veiði heimil á hvölum frá árinu 2024. Sýna þarf fram á að það sé efnahagslega réttlætanlegt að endurnýja veiðiheimildir. Í sögulegu samhengi hafa þessar veiðar haft neikvæð áhrif á útflutningshagsmuni landsins. Orðsporsáhættan sem fylgir því að viðhalda þessum veiðum áfram er talsverð þó að hún sé illmælanleg,“ skrifaði ráðherrann meðal annars. Aktívistar fagna Breska ríkisútvarpið er meðal þeirra miðla sem fjalla um málið og vísa í grein Svandísar. Þar er meðal annars tæpt á því að eftir að Japanir hófu aftur að veiða hvali í atvinnuskyni árið 2019, eftir þriggja áratuga pásu, hafi eftirspurn eftir íslenskum hval fallið umtalsvert og arðbærni veiðanna því minnkað. Ísland, Noregur og Japan eru þau lönd sem leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni. BBC hefur eftir Vanessu Williams-Grey, hjá bresku hvalaverndunarsamtökunum Whale and Dolphin Conversation, að um góðar fréttir sé að ræða. „Við tökum þessum fréttum augljóslega fagnandi, enda er kominn tími til. Íslenskir hvalveiðimenn hafa drepið hundruð hvala á síðustu árum, þrátt fyrir litla sem enga innlenda eftirspurn,“ sagði Williams-Grey. BBC bendir þá á að aðrar greinar sem tengjast hvölum við Íslandsstrendur hafi notið mun meiri velgengni en veiðarnar á síðustu árum. Þannig hafi hundruð þúsunda ferðamanna farið í hvalaskoðun hér á landi árið 2019. Meðal annarra erlendra fjölmiðla sem fjallað hafa um málið eru Al Jazeera og Guardian.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði