Handboltakempa ætlar sér fyrsta sætið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2022 16:59 Heimir Örn Árnason gefur kost á sér í fyrsta sæti hjá Sjálfstæðisflokknum á Akureyri. Heimir Örn Árnason, fyrrverandi handboltakempa og stjórnandi í Naustaskóla á Akureyri, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Akureyri.net greinir frá og vísar til færslu Heimis á Facebook þar sem hann tilkynnir um pólitísk skref sín. „Ég hef brennandi áhuga á bæjarmálum og samfélagsmálum almennt. Allir þeir sem þekkja mig vel vita að ég er ákveðinn, sanngjarn og mikill keppnismaður. Mannleg samskipti er einn af mínum helstu styrkleikum og hefur það hjálpað mér mikið í öllum mínum störfum hingað til. Það hefur blundað í mér í mörg ár að bjóða mig fram í sveitarstjórnarkosningunum og nú ákvað ég að láta vaða,“ segir Heimir. „Ég tel mig eiga fullt erindi í bæjarstjórn Akureyrar. Ég hef víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og sjálfboðastörfum. Undanfarin fjögur ár hef ég starfað sem stjórnandi í Naustaskóla á Akureyri og eru fræðslumál og lýðheilsumál mér mjög kær. Einnig hef ég verið formaður unglingaráðs KA/Þór og KA í handknattleik undanfarin sex ár. Ég trúi að íþrótta- og tómstundamálin séu lykillinn að góðum forvörnum. Sem dæmi má nefna frábær uppgangur hjá kvennaliðum KA/Þór og Þór/KA í handknattleik og knattspyrnu. Þær hafa verið stórkostlegar fyrirmyndir sem hefur skilað sér í fleiri iðkendum og enn meiri áhuga á kvennaíþróttum í bænum. Við þurfum öflugar fyrirmyndir til að vita hvert við viljum stefna.“ Heimir verður 43 ára árinu og er giftur Mörthu Hermannsdóttur. „Við eigum tvo syni og eina dóttur. Hér hef ég átt heima í 35 ár og hér líður mér best. Ég vil leggja mitt að mörkum til að Akureyri verði áfram eftirsóknarverður staður til að búa á, hér sé áfram góð þjónusta, það séu ekki íþyngjandi álögur á fjölskyldufólk og hér sé eldri borgurum búið áhyggjulaust ævikvöld m.a. með byggingu á fleiri í íbúðarkjörnum fyrir 60 ára og eldri. Áfram sé öflugt íþrótta- og forvarnar starf og ég tel afskaplega mikilvægt að hér séu leik- og grunnskólar í fremstu röð og að hlúið sé vel að Háskólanum á Akureyri sem sprungið hefur út á síðustu árum með metnað og dugnað,“ segir Heimir og óskar eftir stuðningi. Sjálfstæðisflokkurinn efnir til prófkjörs um fjögur efstu sætin á Akureyri. Tveir af þremur núverandi bæjarfulltrúum, þeir Gunnar Gíslason og Eva Hrund Einarsdóttir, ætla ekki að gefa kost á sér til frekari starfa. Þórhallur Jónsson, þriðji bæjarfulltrúinn, gefur áfram kost á sér samkvæmt Akureyri.net, þó ekki í oddvitasætið. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Akureyri Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Akureyri.net greinir frá og vísar til færslu Heimis á Facebook þar sem hann tilkynnir um pólitísk skref sín. „Ég hef brennandi áhuga á bæjarmálum og samfélagsmálum almennt. Allir þeir sem þekkja mig vel vita að ég er ákveðinn, sanngjarn og mikill keppnismaður. Mannleg samskipti er einn af mínum helstu styrkleikum og hefur það hjálpað mér mikið í öllum mínum störfum hingað til. Það hefur blundað í mér í mörg ár að bjóða mig fram í sveitarstjórnarkosningunum og nú ákvað ég að láta vaða,“ segir Heimir. „Ég tel mig eiga fullt erindi í bæjarstjórn Akureyrar. Ég hef víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og sjálfboðastörfum. Undanfarin fjögur ár hef ég starfað sem stjórnandi í Naustaskóla á Akureyri og eru fræðslumál og lýðheilsumál mér mjög kær. Einnig hef ég verið formaður unglingaráðs KA/Þór og KA í handknattleik undanfarin sex ár. Ég trúi að íþrótta- og tómstundamálin séu lykillinn að góðum forvörnum. Sem dæmi má nefna frábær uppgangur hjá kvennaliðum KA/Þór og Þór/KA í handknattleik og knattspyrnu. Þær hafa verið stórkostlegar fyrirmyndir sem hefur skilað sér í fleiri iðkendum og enn meiri áhuga á kvennaíþróttum í bænum. Við þurfum öflugar fyrirmyndir til að vita hvert við viljum stefna.“ Heimir verður 43 ára árinu og er giftur Mörthu Hermannsdóttur. „Við eigum tvo syni og eina dóttur. Hér hef ég átt heima í 35 ár og hér líður mér best. Ég vil leggja mitt að mörkum til að Akureyri verði áfram eftirsóknarverður staður til að búa á, hér sé áfram góð þjónusta, það séu ekki íþyngjandi álögur á fjölskyldufólk og hér sé eldri borgurum búið áhyggjulaust ævikvöld m.a. með byggingu á fleiri í íbúðarkjörnum fyrir 60 ára og eldri. Áfram sé öflugt íþrótta- og forvarnar starf og ég tel afskaplega mikilvægt að hér séu leik- og grunnskólar í fremstu röð og að hlúið sé vel að Háskólanum á Akureyri sem sprungið hefur út á síðustu árum með metnað og dugnað,“ segir Heimir og óskar eftir stuðningi. Sjálfstæðisflokkurinn efnir til prófkjörs um fjögur efstu sætin á Akureyri. Tveir af þremur núverandi bæjarfulltrúum, þeir Gunnar Gíslason og Eva Hrund Einarsdóttir, ætla ekki að gefa kost á sér til frekari starfa. Þórhallur Jónsson, þriðji bæjarfulltrúinn, gefur áfram kost á sér samkvæmt Akureyri.net, þó ekki í oddvitasætið.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Akureyri Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira