Handboltakempa ætlar sér fyrsta sætið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2022 16:59 Heimir Örn Árnason gefur kost á sér í fyrsta sæti hjá Sjálfstæðisflokknum á Akureyri. Heimir Örn Árnason, fyrrverandi handboltakempa og stjórnandi í Naustaskóla á Akureyri, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Akureyri.net greinir frá og vísar til færslu Heimis á Facebook þar sem hann tilkynnir um pólitísk skref sín. „Ég hef brennandi áhuga á bæjarmálum og samfélagsmálum almennt. Allir þeir sem þekkja mig vel vita að ég er ákveðinn, sanngjarn og mikill keppnismaður. Mannleg samskipti er einn af mínum helstu styrkleikum og hefur það hjálpað mér mikið í öllum mínum störfum hingað til. Það hefur blundað í mér í mörg ár að bjóða mig fram í sveitarstjórnarkosningunum og nú ákvað ég að láta vaða,“ segir Heimir. „Ég tel mig eiga fullt erindi í bæjarstjórn Akureyrar. Ég hef víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og sjálfboðastörfum. Undanfarin fjögur ár hef ég starfað sem stjórnandi í Naustaskóla á Akureyri og eru fræðslumál og lýðheilsumál mér mjög kær. Einnig hef ég verið formaður unglingaráðs KA/Þór og KA í handknattleik undanfarin sex ár. Ég trúi að íþrótta- og tómstundamálin séu lykillinn að góðum forvörnum. Sem dæmi má nefna frábær uppgangur hjá kvennaliðum KA/Þór og Þór/KA í handknattleik og knattspyrnu. Þær hafa verið stórkostlegar fyrirmyndir sem hefur skilað sér í fleiri iðkendum og enn meiri áhuga á kvennaíþróttum í bænum. Við þurfum öflugar fyrirmyndir til að vita hvert við viljum stefna.“ Heimir verður 43 ára árinu og er giftur Mörthu Hermannsdóttur. „Við eigum tvo syni og eina dóttur. Hér hef ég átt heima í 35 ár og hér líður mér best. Ég vil leggja mitt að mörkum til að Akureyri verði áfram eftirsóknarverður staður til að búa á, hér sé áfram góð þjónusta, það séu ekki íþyngjandi álögur á fjölskyldufólk og hér sé eldri borgurum búið áhyggjulaust ævikvöld m.a. með byggingu á fleiri í íbúðarkjörnum fyrir 60 ára og eldri. Áfram sé öflugt íþrótta- og forvarnar starf og ég tel afskaplega mikilvægt að hér séu leik- og grunnskólar í fremstu röð og að hlúið sé vel að Háskólanum á Akureyri sem sprungið hefur út á síðustu árum með metnað og dugnað,“ segir Heimir og óskar eftir stuðningi. Sjálfstæðisflokkurinn efnir til prófkjörs um fjögur efstu sætin á Akureyri. Tveir af þremur núverandi bæjarfulltrúum, þeir Gunnar Gíslason og Eva Hrund Einarsdóttir, ætla ekki að gefa kost á sér til frekari starfa. Þórhallur Jónsson, þriðji bæjarfulltrúinn, gefur áfram kost á sér samkvæmt Akureyri.net, þó ekki í oddvitasætið. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Akureyri Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Sjá meira
Akureyri.net greinir frá og vísar til færslu Heimis á Facebook þar sem hann tilkynnir um pólitísk skref sín. „Ég hef brennandi áhuga á bæjarmálum og samfélagsmálum almennt. Allir þeir sem þekkja mig vel vita að ég er ákveðinn, sanngjarn og mikill keppnismaður. Mannleg samskipti er einn af mínum helstu styrkleikum og hefur það hjálpað mér mikið í öllum mínum störfum hingað til. Það hefur blundað í mér í mörg ár að bjóða mig fram í sveitarstjórnarkosningunum og nú ákvað ég að láta vaða,“ segir Heimir. „Ég tel mig eiga fullt erindi í bæjarstjórn Akureyrar. Ég hef víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og sjálfboðastörfum. Undanfarin fjögur ár hef ég starfað sem stjórnandi í Naustaskóla á Akureyri og eru fræðslumál og lýðheilsumál mér mjög kær. Einnig hef ég verið formaður unglingaráðs KA/Þór og KA í handknattleik undanfarin sex ár. Ég trúi að íþrótta- og tómstundamálin séu lykillinn að góðum forvörnum. Sem dæmi má nefna frábær uppgangur hjá kvennaliðum KA/Þór og Þór/KA í handknattleik og knattspyrnu. Þær hafa verið stórkostlegar fyrirmyndir sem hefur skilað sér í fleiri iðkendum og enn meiri áhuga á kvennaíþróttum í bænum. Við þurfum öflugar fyrirmyndir til að vita hvert við viljum stefna.“ Heimir verður 43 ára árinu og er giftur Mörthu Hermannsdóttur. „Við eigum tvo syni og eina dóttur. Hér hef ég átt heima í 35 ár og hér líður mér best. Ég vil leggja mitt að mörkum til að Akureyri verði áfram eftirsóknarverður staður til að búa á, hér sé áfram góð þjónusta, það séu ekki íþyngjandi álögur á fjölskyldufólk og hér sé eldri borgurum búið áhyggjulaust ævikvöld m.a. með byggingu á fleiri í íbúðarkjörnum fyrir 60 ára og eldri. Áfram sé öflugt íþrótta- og forvarnar starf og ég tel afskaplega mikilvægt að hér séu leik- og grunnskólar í fremstu röð og að hlúið sé vel að Háskólanum á Akureyri sem sprungið hefur út á síðustu árum með metnað og dugnað,“ segir Heimir og óskar eftir stuðningi. Sjálfstæðisflokkurinn efnir til prófkjörs um fjögur efstu sætin á Akureyri. Tveir af þremur núverandi bæjarfulltrúum, þeir Gunnar Gíslason og Eva Hrund Einarsdóttir, ætla ekki að gefa kost á sér til frekari starfa. Þórhallur Jónsson, þriðji bæjarfulltrúinn, gefur áfram kost á sér samkvæmt Akureyri.net, þó ekki í oddvitasætið.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Akureyri Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu