Einbeita sér að svæðinu þar sem olíubrákin fannst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2022 16:00 Oddur Árnason er yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Vísir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir leitina að flugvéli sem ekkert hefur spurst til síðan í gær í sjálfu sér hafa gengið vel. Líklega sé um að ræða fjölmennustu leitaraðgerðir Íslandssögunnar. Fókusinn sé á Þingvallavatni vegna vísbendinga frá flugleið, símagögnum og svo olíubrák sem fannst í vatninu í morgun. „Þetta er gríðarlega stórt verkefni. Við höfum ekki séð þennan fjölda björgunarsveitarmanna og viðbragðsaðila í leit áður á landinu. Ég held mér sé óhætt að fullyrða það. Þetta hefur í sjálfu sér gengið vel,“ segir Oddur. Hann segir verið að fókusa á vísbendingar þess efnis að flugvélin hafi lent í sunnanverðu Þingvallavatni. Búnaður með fjölgeislamælum sé nýtt til mæla botn vatnsins. Annars vegar er um að ræða kafbát og hins vegar annan slíkan sem flýtur ofan á vatninu. „Tækin gefa góða mynd af botninum og því sem þar er að finna.“ Útiloka ekki aðra möguleika Oddur leggur áherslu á að ekki megi útiloka að flugvélina sé að finna annars staðar. „Við þurfum að passa okkur á því að þó við teljum þetta vera líklegast þá getum við ekki fullyrt fyrr en við höfum fundið óyggjandi vísbendingar. Við erum að skoða alla flugleiðina,“ segir Oddur. Kristín Ólafsdóttir ræddi við Odd við Þingvallavatn á fjórða tímanum. Björgunarsveitarfólk gangi meðfram vatninu og skoði stórt svæði í kring. Fólk haldi leit áfram eins lengi og þurfi. „Það er mikið í húfi og menn munu ekki hætta fyrr en við finnum eitthvað.“ Hann segir björgunarsveitirnar akkeri þjóðarinnar, klárar í slaginn og standi sig frábærlega vel. Fylgst er með gangi mála í Vaktinni á Vísi. Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Samgönguslys Flugslys við Þingvallavatn Tengdar fréttir Flugmaðurinn sem leitað er reynslumikill og flýgur reglulega útsýnisflug Haraldur Diego, flugmaðurinn sem er einn þeirra fjögurra sem leitað hefur verið að í tæpan sólarhring, er reynslumikill í faginu. Hinir eru þrír erlendir ferðamenn. Flugvélin sem leitað er að er af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. 4. febrúar 2022 12:02 Olíubrák fannst á Þingvallavatni Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn. 4. febrúar 2022 06:26 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fókusinn sé á Þingvallavatni vegna vísbendinga frá flugleið, símagögnum og svo olíubrák sem fannst í vatninu í morgun. „Þetta er gríðarlega stórt verkefni. Við höfum ekki séð þennan fjölda björgunarsveitarmanna og viðbragðsaðila í leit áður á landinu. Ég held mér sé óhætt að fullyrða það. Þetta hefur í sjálfu sér gengið vel,“ segir Oddur. Hann segir verið að fókusa á vísbendingar þess efnis að flugvélin hafi lent í sunnanverðu Þingvallavatni. Búnaður með fjölgeislamælum sé nýtt til mæla botn vatnsins. Annars vegar er um að ræða kafbát og hins vegar annan slíkan sem flýtur ofan á vatninu. „Tækin gefa góða mynd af botninum og því sem þar er að finna.“ Útiloka ekki aðra möguleika Oddur leggur áherslu á að ekki megi útiloka að flugvélina sé að finna annars staðar. „Við þurfum að passa okkur á því að þó við teljum þetta vera líklegast þá getum við ekki fullyrt fyrr en við höfum fundið óyggjandi vísbendingar. Við erum að skoða alla flugleiðina,“ segir Oddur. Kristín Ólafsdóttir ræddi við Odd við Þingvallavatn á fjórða tímanum. Björgunarsveitarfólk gangi meðfram vatninu og skoði stórt svæði í kring. Fólk haldi leit áfram eins lengi og þurfi. „Það er mikið í húfi og menn munu ekki hætta fyrr en við finnum eitthvað.“ Hann segir björgunarsveitirnar akkeri þjóðarinnar, klárar í slaginn og standi sig frábærlega vel. Fylgst er með gangi mála í Vaktinni á Vísi.
Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Samgönguslys Flugslys við Þingvallavatn Tengdar fréttir Flugmaðurinn sem leitað er reynslumikill og flýgur reglulega útsýnisflug Haraldur Diego, flugmaðurinn sem er einn þeirra fjögurra sem leitað hefur verið að í tæpan sólarhring, er reynslumikill í faginu. Hinir eru þrír erlendir ferðamenn. Flugvélin sem leitað er að er af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. 4. febrúar 2022 12:02 Olíubrák fannst á Þingvallavatni Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn. 4. febrúar 2022 06:26 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Flugmaðurinn sem leitað er reynslumikill og flýgur reglulega útsýnisflug Haraldur Diego, flugmaðurinn sem er einn þeirra fjögurra sem leitað hefur verið að í tæpan sólarhring, er reynslumikill í faginu. Hinir eru þrír erlendir ferðamenn. Flugvélin sem leitað er að er af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. 4. febrúar 2022 12:02
Olíubrák fannst á Þingvallavatni Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn. 4. febrúar 2022 06:26