Hödd vísar því alfarið á bug að um forræðisdeilumál sé að ræða Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2022 10:56 Hödd segir það aumt yfirklór hjá Ragnari Gunnarssyni barnsföður hennar að vilja afgreiða deilu þeirra sem svo að um forræðisdeilu sé að ræða. Saga Sig Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur, segir að um aumt yfirklór barnsföður hennar sé að ræða þegar hann vill meina að deilur þeirra snúist um forræðisdeilumál. „Ég hringdi síðast nú í morgun til sýslumanns sem staðfesti að það er ekkert mál tengt forræðisdeilu opið hjá sér,“ segir Hödd í samtali við Vísi. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg, sem er með stærstu auglýsingastofum landsins, tilkynnti í morgun að hann ætlaði sér að stíga til hliðar. Tilefni þess er viðtal við Hödd í Vikunni sem birtist í morgun en þar sakar Hödd Ragnar um andlegt og líkamlegt ofbeldi. „Deilur okkar, sem varða forræði, eru í sínu rétta ferli. Ég mun stíga til hliðar úr starfi mínu sem framkvæmdastjóri hjá Brandenburg. Ég tel mér ekki fært að sinna því starfi fyllilega á sama tíma og ég tekst á við þetta mál með hagsmuni dóttur okkar að leiðarljósi.“ Hödd segir hér um aumt yfirklór sé að ræða af hálfu Ragnars og vísar því til föðurhúsanna. Deila þeirra snúist ekki um það, eins og áður sagði, heldur sé hún flókin og hafi farið úr böndunum fyrir mörgum árum. Þau Hödd og Ragnar voru í sambandi sem stóð í fimm ár eða frá 2011. Þau skildu 2016 og eiga eina dóttur saman sem nú er níu ára gömul. Í viðtali Vikunnar, sem er ítarlegt, lýsir Hödd sambandinu meðal annars svona: „Fyrir ellefu árum kynntist Hödd manni sem kom vel fyrir og var í góðri stöðu í fyrirtækinu sem hann vann hjá þá. Hún segist hafa séð rauð flögg mjög fljótlega eftir að sambandið hófst, jafnvel strax í byrjun. „Þetta var í raun ofbeldissamband strax,“ segir hún alvarleg. „Ef ég sagði eitthvað sem honum mislíkaði brást hann við með ofsareiði þar sem hann virtist algjörlega missa stjórn á sér. Hann öskraði og notaði fjölmörg ljót orð (innsk. blm.: sem blaðamanni finnast ekki passa á síður Vikunnar). Næstu daga eftir skapofsakastið sýndi hann mér algjöra þögn, en svo kom að því að hann hafði náð að róa sig og fór að tala við mig aftur. Hann baðst þó aldrei nokkurn tíma afsökunar á hegðun sinni og framkomu, heldur keypti hann annaðhvort gjafir handa mér eða sagði mér að fara að kaupa mér föt fyrir einhverja ákveðna upphæð. Því fylgdi líka alltaf mikill kvíði þar sem það brást aldrei að ofsareiðin tók aftur yfir þar sem honum fannst ég aldrei nógu þakklát fyrir það sem hann hafði gefið mér og sagði að ég kynni ekki að meta neitt sem hann gerði fyrir mig. Aftur var ég orðin vandamálið í lífi hans og fúkyrðaflaumurinn tók aftur við. Munstrið var líka það að hann bjó til rifrildi og sprengjur að tilefnislausu til að geta rokið út af heimilinu til að djamma eða hvað það nú var sem hann gerði, og kom oft ekki heim fyrr en undir morgun.“ MeToo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Sjá meira
„Ég hringdi síðast nú í morgun til sýslumanns sem staðfesti að það er ekkert mál tengt forræðisdeilu opið hjá sér,“ segir Hödd í samtali við Vísi. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg, sem er með stærstu auglýsingastofum landsins, tilkynnti í morgun að hann ætlaði sér að stíga til hliðar. Tilefni þess er viðtal við Hödd í Vikunni sem birtist í morgun en þar sakar Hödd Ragnar um andlegt og líkamlegt ofbeldi. „Deilur okkar, sem varða forræði, eru í sínu rétta ferli. Ég mun stíga til hliðar úr starfi mínu sem framkvæmdastjóri hjá Brandenburg. Ég tel mér ekki fært að sinna því starfi fyllilega á sama tíma og ég tekst á við þetta mál með hagsmuni dóttur okkar að leiðarljósi.“ Hödd segir hér um aumt yfirklór sé að ræða af hálfu Ragnars og vísar því til föðurhúsanna. Deila þeirra snúist ekki um það, eins og áður sagði, heldur sé hún flókin og hafi farið úr böndunum fyrir mörgum árum. Þau Hödd og Ragnar voru í sambandi sem stóð í fimm ár eða frá 2011. Þau skildu 2016 og eiga eina dóttur saman sem nú er níu ára gömul. Í viðtali Vikunnar, sem er ítarlegt, lýsir Hödd sambandinu meðal annars svona: „Fyrir ellefu árum kynntist Hödd manni sem kom vel fyrir og var í góðri stöðu í fyrirtækinu sem hann vann hjá þá. Hún segist hafa séð rauð flögg mjög fljótlega eftir að sambandið hófst, jafnvel strax í byrjun. „Þetta var í raun ofbeldissamband strax,“ segir hún alvarleg. „Ef ég sagði eitthvað sem honum mislíkaði brást hann við með ofsareiði þar sem hann virtist algjörlega missa stjórn á sér. Hann öskraði og notaði fjölmörg ljót orð (innsk. blm.: sem blaðamanni finnast ekki passa á síður Vikunnar). Næstu daga eftir skapofsakastið sýndi hann mér algjöra þögn, en svo kom að því að hann hafði náð að róa sig og fór að tala við mig aftur. Hann baðst þó aldrei nokkurn tíma afsökunar á hegðun sinni og framkomu, heldur keypti hann annaðhvort gjafir handa mér eða sagði mér að fara að kaupa mér föt fyrir einhverja ákveðna upphæð. Því fylgdi líka alltaf mikill kvíði þar sem það brást aldrei að ofsareiðin tók aftur yfir þar sem honum fannst ég aldrei nógu þakklát fyrir það sem hann hafði gefið mér og sagði að ég kynni ekki að meta neitt sem hann gerði fyrir mig. Aftur var ég orðin vandamálið í lífi hans og fúkyrðaflaumurinn tók aftur við. Munstrið var líka það að hann bjó til rifrildi og sprengjur að tilefnislausu til að geta rokið út af heimilinu til að djamma eða hvað það nú var sem hann gerði, og kom oft ekki heim fyrr en undir morgun.“
„Fyrir ellefu árum kynntist Hödd manni sem kom vel fyrir og var í góðri stöðu í fyrirtækinu sem hann vann hjá þá. Hún segist hafa séð rauð flögg mjög fljótlega eftir að sambandið hófst, jafnvel strax í byrjun. „Þetta var í raun ofbeldissamband strax,“ segir hún alvarleg. „Ef ég sagði eitthvað sem honum mislíkaði brást hann við með ofsareiði þar sem hann virtist algjörlega missa stjórn á sér. Hann öskraði og notaði fjölmörg ljót orð (innsk. blm.: sem blaðamanni finnast ekki passa á síður Vikunnar). Næstu daga eftir skapofsakastið sýndi hann mér algjöra þögn, en svo kom að því að hann hafði náð að róa sig og fór að tala við mig aftur. Hann baðst þó aldrei nokkurn tíma afsökunar á hegðun sinni og framkomu, heldur keypti hann annaðhvort gjafir handa mér eða sagði mér að fara að kaupa mér föt fyrir einhverja ákveðna upphæð. Því fylgdi líka alltaf mikill kvíði þar sem það brást aldrei að ofsareiðin tók aftur yfir þar sem honum fannst ég aldrei nógu þakklát fyrir það sem hann hafði gefið mér og sagði að ég kynni ekki að meta neitt sem hann gerði fyrir mig. Aftur var ég orðin vandamálið í lífi hans og fúkyrðaflaumurinn tók aftur við. Munstrið var líka það að hann bjó til rifrildi og sprengjur að tilefnislausu til að geta rokið út af heimilinu til að djamma eða hvað það nú var sem hann gerði, og kom oft ekki heim fyrr en undir morgun.“
MeToo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Sjá meira