Ólafur Þór vill leiða lista VG í Kópavogi Atli Ísleifsson skrifar 2. febrúar 2022 07:06 Ólafur Þór Gunnarsson var þingmaður Suðvesturkjördæmis, fyrir Vinstri græna, á árunum 2013 og svo 2017 til 2021. Alþingi Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og fyrrverandi þingmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til að leiða lista Vinstri grænna í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara 14. maí næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafi Þór, en hann var þingmaður Suðvesturkjördæmis fyrir Vinstri græna á árunum 2013 og svo frá 2017 til 2021. Er haft eftir honum að í bæjarstjórn séu teknar mikilvægar ákvarðanir sem snerti daglegt líf fólks. „Þar nægir að nefna leiksskóla og grunnskóla, skipulag hverfa og umhverfismál, æskulýðs og íþróttamál, auk málefna aldraðra, öryrkja og önnur velferðarmál. Þegar kemur að þessum mikilvægu málum eru því ákvarðanir mun nær fólki og því skiptir það okkur öll máli hvernig sveitarfélögum er stjórnað.” Ólafur Þór hefur áður starfað á þessum vettvangi og kveðst tilbúinn að takast á við þá áskorun að nýju. „Ég tel að stóru málin í vor muni snúa að húsnæðismálum og húsnæðisöryggi, umhverfismálum og skólamálum. Auðvitað munu allir málaflokkar sem heyra undir sveitarfélögin verða í deiglunni en þarna tel ég að þunginn muni verða mestur. Kópavogur mun á næstu árum halda áfram að þróast úr því að vera stór bær á íslenskan mælikvarða í að líkjast meira lítilli borg. Eftir því sem bærinn stækkar og verður fjölmennari verður það meiri áskorun að láta lýðræðið virka og veita bæjarbúum meiri aðkomu að ákvörðunum sem þá varða. Þeirri þróun vil ég taka þátt í og eiga samtal við bæjarbúa um hvernig þeir geta það einnig sem virkir þátttakendur. Stærri og flóknari verkefni kalla á meiri samvinnu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Samstarf á sviði félagsþjónustu, húsnæðisúrræða og umhverfis og skipulagsmála þarf að vera enn meira en áður. Öll sveitarfélögin verða að taka þátt í úrlausn húsnæðisvandans, bæði með betri þjónustu hvað varðar félagslegt húsnæði og með niðurgreiðslu húsnæðiskostnaðar til þeirra er þurfa. Enginn ætti að þurfa að nota meira en þriðjung ráðstöfunartekna til að tryggja sér öruggt húsnæði. Kópavogur er samfélag sem ég hef metnað til að gera betra og vil taka þátt í því með bæjarbúum. Hér hef ég búið mest alla mína tíð, þekki bæinn vel og innviði hans. Ég tel mig geta lagt mikið af mörkum við að gera Kópavog enn betri,” er haft eftir Ólafi Þór. Kópavogur Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafi Þór, en hann var þingmaður Suðvesturkjördæmis fyrir Vinstri græna á árunum 2013 og svo frá 2017 til 2021. Er haft eftir honum að í bæjarstjórn séu teknar mikilvægar ákvarðanir sem snerti daglegt líf fólks. „Þar nægir að nefna leiksskóla og grunnskóla, skipulag hverfa og umhverfismál, æskulýðs og íþróttamál, auk málefna aldraðra, öryrkja og önnur velferðarmál. Þegar kemur að þessum mikilvægu málum eru því ákvarðanir mun nær fólki og því skiptir það okkur öll máli hvernig sveitarfélögum er stjórnað.” Ólafur Þór hefur áður starfað á þessum vettvangi og kveðst tilbúinn að takast á við þá áskorun að nýju. „Ég tel að stóru málin í vor muni snúa að húsnæðismálum og húsnæðisöryggi, umhverfismálum og skólamálum. Auðvitað munu allir málaflokkar sem heyra undir sveitarfélögin verða í deiglunni en þarna tel ég að þunginn muni verða mestur. Kópavogur mun á næstu árum halda áfram að þróast úr því að vera stór bær á íslenskan mælikvarða í að líkjast meira lítilli borg. Eftir því sem bærinn stækkar og verður fjölmennari verður það meiri áskorun að láta lýðræðið virka og veita bæjarbúum meiri aðkomu að ákvörðunum sem þá varða. Þeirri þróun vil ég taka þátt í og eiga samtal við bæjarbúa um hvernig þeir geta það einnig sem virkir þátttakendur. Stærri og flóknari verkefni kalla á meiri samvinnu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Samstarf á sviði félagsþjónustu, húsnæðisúrræða og umhverfis og skipulagsmála þarf að vera enn meira en áður. Öll sveitarfélögin verða að taka þátt í úrlausn húsnæðisvandans, bæði með betri þjónustu hvað varðar félagslegt húsnæði og með niðurgreiðslu húsnæðiskostnaðar til þeirra er þurfa. Enginn ætti að þurfa að nota meira en þriðjung ráðstöfunartekna til að tryggja sér öruggt húsnæði. Kópavogur er samfélag sem ég hef metnað til að gera betra og vil taka þátt í því með bæjarbúum. Hér hef ég búið mest alla mína tíð, þekki bæinn vel og innviði hans. Ég tel mig geta lagt mikið af mörkum við að gera Kópavog enn betri,” er haft eftir Ólafi Þór.
Kópavogur Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði