Sýndi fram á meintan fáránleika aðgerða í beinni Vésteinn Örn Pétursson og Snorri Másson skrifa 1. febrúar 2022 20:01 Ísleifur er framkvæmdastjóri Senu. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Senu kallar eftir því að stjórnvöld afnemi eins metra fjarlægðarreglu á skipulögðum viðburðum. Hann er gagnrýninn á að ekki megi selja áfengi á viðburðum, meðan fólk geti farið gagngert á barinn til þess að drekka áfengi. Þetta kom fram í máli Ísleifs Þórhallssonar, framkvæmdastjóra Senu, sem rætt var við í beinni útsendingu frá Hörpu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Stjórnvöld eru núna að tala af bjartsýni og leyfa sér að gera það og leyfa sér greinilega að trúa því að við séum að komast út úr þessu. Þau voru að kynna áætlun til að aflétta og eru að hleypa öllu af stað, til dæmis börunum,“ sagði Ísleifur. Flöskuhálsinn sem drepur allt Nú mega 500 manns vera í hverju sóttvarnarhólfi á sitjandi viðburðum. Ísleifur segir útlit fyrir að stjórnvöld telji að það sé nóg til þess að hleypa menningarlífinu af stað, en sú sé hins vegar ekki raunin. „Þau átta sig ekki á því að eins metra reglan er flöskuhálsinn sem drepur allt.“ Ísleifur sagði það vonda tilhugsun að stjórnvöld teldu sig vera að gera nóg til þess að hleypa menningarlífinu af stað. „Við erum búin að vera í þessu í tvö ár og maður skyldi halda að stjórnvöld vissu hvað þyrfti og það hlýtur að vera á þeim að skilja hvaða afleiðingar reglurnar hafa sem þau setja Það er smá sjokkerandi tilhugsun ef þau halda að þau hafi verið að hleypa okkur af stað en skilja ekki að við erum stopp ennþá.“ Fólk helli í sig áður en haldið er upp tröppurnar í Hörpu Ísleifur telur það sæta furðu að barir megi vera opnir til miðnættis, en ekki megi selja áfengi á sitjandi viðburðum. Þannig mætti fólk gera sér ferð niður í miðbæ Reykjavíkur gagngert til að drekka áfengi en mætti hins vegar ekki koma á tónleika í Hörpu og kaupa sér áfengi þar. Máli sínu til stuðnings tók Ísleifur dæmi úr Hörpu, þar sem viðtalið við hann var tekið. „Það er veitingastaður þarna, hann má selja áfengi, þannig að ef þú ert hér í Hörpu máttu labba niður og kaupa þér áfengi en ef þú ferð upp tröppurnar máttu ekki kaupa áfengi. Þannig að þú þarft að hella í þig þarna áður en þú leggur af stað upp stigann,“ sagði Ísleifur. Hann sagði ákall sitt til stjórnvalda þá einfalt: „Fella burt þessa eins metra reglu strax.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Harpa Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ísleifs Þórhallssonar, framkvæmdastjóra Senu, sem rætt var við í beinni útsendingu frá Hörpu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Stjórnvöld eru núna að tala af bjartsýni og leyfa sér að gera það og leyfa sér greinilega að trúa því að við séum að komast út úr þessu. Þau voru að kynna áætlun til að aflétta og eru að hleypa öllu af stað, til dæmis börunum,“ sagði Ísleifur. Flöskuhálsinn sem drepur allt Nú mega 500 manns vera í hverju sóttvarnarhólfi á sitjandi viðburðum. Ísleifur segir útlit fyrir að stjórnvöld telji að það sé nóg til þess að hleypa menningarlífinu af stað, en sú sé hins vegar ekki raunin. „Þau átta sig ekki á því að eins metra reglan er flöskuhálsinn sem drepur allt.“ Ísleifur sagði það vonda tilhugsun að stjórnvöld teldu sig vera að gera nóg til þess að hleypa menningarlífinu af stað. „Við erum búin að vera í þessu í tvö ár og maður skyldi halda að stjórnvöld vissu hvað þyrfti og það hlýtur að vera á þeim að skilja hvaða afleiðingar reglurnar hafa sem þau setja Það er smá sjokkerandi tilhugsun ef þau halda að þau hafi verið að hleypa okkur af stað en skilja ekki að við erum stopp ennþá.“ Fólk helli í sig áður en haldið er upp tröppurnar í Hörpu Ísleifur telur það sæta furðu að barir megi vera opnir til miðnættis, en ekki megi selja áfengi á sitjandi viðburðum. Þannig mætti fólk gera sér ferð niður í miðbæ Reykjavíkur gagngert til að drekka áfengi en mætti hins vegar ekki koma á tónleika í Hörpu og kaupa sér áfengi þar. Máli sínu til stuðnings tók Ísleifur dæmi úr Hörpu, þar sem viðtalið við hann var tekið. „Það er veitingastaður þarna, hann má selja áfengi, þannig að ef þú ert hér í Hörpu máttu labba niður og kaupa þér áfengi en ef þú ferð upp tröppurnar máttu ekki kaupa áfengi. Þannig að þú þarft að hella í þig þarna áður en þú leggur af stað upp stigann,“ sagði Ísleifur. Hann sagði ákall sitt til stjórnvalda þá einfalt: „Fella burt þessa eins metra reglu strax.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Harpa Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira