Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. febrúar 2022 21:00 Katrín Ósk Ásgeirsdóttir. instagram Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. Svona var stemningin á börum Danmerkur á miðnætti þegar öllum samkomutamkörkunum var aflétt. Danir hafa kvatt grímuskylduna, kórónupassann og skertan opnunartíma skemmtistaða. Ástæðan er einföld: Covid-19 er ekki lengur skilgreindur sem sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi. Íslendingur sem búsettur er í Árósum segir að það hafi verið mikil spenna í loftinu þegar klukkan sló tólf á miðnætti. „Danir eru miklir djammarar þannig það var sárt fyrir þá að missa bæinn,“ sagði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, íbúi í Árósum. Starfsmenn kráa spenntir „Þetta er spennandi og yndislegt. Við hlökkum fyrst og fremst til þess að bjóða gesti okkar velkomna á ný,“ sagði Nicholas Hjortshøj, rekstraraðili. „Það var nú bara í gær á miðnætti sem var mjög mikið líf í bænum og manni leið eins og það væri föstudagur en það var mánudagur sem var mjög athyglisvert,“ sagði Katrín Ósk. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur vill aflétta í skrefum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir Dani á undan okkur í faraldrinum. Honum hugnast ekki að fara sömu leið og þeir og vill aflétta í skrefum. „Við erum komnir af stað í afléttingarferli og ég held að allir ættu að vera glaðir með það en ekki svona gramir yfir því að við séum ekki að gera eins og einhverjir aðrir,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Háskólanemar fagna Rúmlega 45 þúsund greindust smitaðir af kórónuveirunni í Danmörku í gær og er metfjöldi smita sleginn dag eftir dag. Katrín segir marga smeyka um framhaldið, sérstaklega eldra fólk - en almennt skynjar hún ánægju með ákvörðun stjórnvalda hjá þeim yngri og ætla háskólanemar að fagna í kvöld. „Það er svaka partí í kvöld, á þriðjudegi eins og Dönum sæmir, þá er háskólinn í Árósum að standa fyrir opunarpartí eins og þeir kalla það,“ sagði Katrín Ósk. Sjálf hlakkar Katrín til þess að hitta samnemendur með öðrum hætti en á Zoom. „Ég hugsa að ég kíki nú í partí í skólanum og fæ að sjá samnemendur mína í öðru ljósi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Samkomubann á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Svona var stemningin á börum Danmerkur á miðnætti þegar öllum samkomutamkörkunum var aflétt. Danir hafa kvatt grímuskylduna, kórónupassann og skertan opnunartíma skemmtistaða. Ástæðan er einföld: Covid-19 er ekki lengur skilgreindur sem sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi. Íslendingur sem búsettur er í Árósum segir að það hafi verið mikil spenna í loftinu þegar klukkan sló tólf á miðnætti. „Danir eru miklir djammarar þannig það var sárt fyrir þá að missa bæinn,“ sagði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, íbúi í Árósum. Starfsmenn kráa spenntir „Þetta er spennandi og yndislegt. Við hlökkum fyrst og fremst til þess að bjóða gesti okkar velkomna á ný,“ sagði Nicholas Hjortshøj, rekstraraðili. „Það var nú bara í gær á miðnætti sem var mjög mikið líf í bænum og manni leið eins og það væri föstudagur en það var mánudagur sem var mjög athyglisvert,“ sagði Katrín Ósk. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur vill aflétta í skrefum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir Dani á undan okkur í faraldrinum. Honum hugnast ekki að fara sömu leið og þeir og vill aflétta í skrefum. „Við erum komnir af stað í afléttingarferli og ég held að allir ættu að vera glaðir með það en ekki svona gramir yfir því að við séum ekki að gera eins og einhverjir aðrir,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Háskólanemar fagna Rúmlega 45 þúsund greindust smitaðir af kórónuveirunni í Danmörku í gær og er metfjöldi smita sleginn dag eftir dag. Katrín segir marga smeyka um framhaldið, sérstaklega eldra fólk - en almennt skynjar hún ánægju með ákvörðun stjórnvalda hjá þeim yngri og ætla háskólanemar að fagna í kvöld. „Það er svaka partí í kvöld, á þriðjudegi eins og Dönum sæmir, þá er háskólinn í Árósum að standa fyrir opunarpartí eins og þeir kalla það,“ sagði Katrín Ósk. Sjálf hlakkar Katrín til þess að hitta samnemendur með öðrum hætti en á Zoom. „Ég hugsa að ég kíki nú í partí í skólanum og fæ að sjá samnemendur mína í öðru ljósi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Samkomubann á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira