Dansinn við íslensku krónuna Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 15:01 Þegar íslensk vara eða þjónusta er seld erlendis, þar sem framleiðslukostnaður er að mestu eða öllu leyti í íslenskum krónum, þá skapast oft á tíðum vandamál í rekstri útflutningsfyrirtækja. Það er gömul saga og ný að gengissveiflur í bland við háan innlendan kostnað, einkum launakostnað, hafa skert samkeppnishæfni og sjálfbæran rekstur útflutningsgreina. Í litlu, einhæfu og opnu hagkerfi með eigin mynt má lítið út af bregða til að íslenska krónan sveiflist eins og strá í vindi og oft af ástæðum, sem ekki eru augljósar út á við. Fyrir staðbundin ferðaþjónustufyrirtæki getur því verið mikil áskorun að tryggja framlegð þeirra. Of sterk króna skammgóður vermir Þegar verðútreikningar í ferðaþjónustu fara fram, þá þarf að spá fyrir um gengið og önnur rekstrarskilyrði langt fram í tímann. Einhverjir myndu segja að þá væri best að hafa varann á og reikna alltaf með sterkri krónu - en það getur hins vegar valdið því að verð í erlendri mynt verður of hátt og hefur þá umsvifalaust áhrif á eftirspurn eftir ferðum til Íslands. Það er löngu sannað að það er bein fylgni á milli gengis íslensku krónunnar og eftirspurnar ferðamanna og ekki síður neyslu þeirra hér innanlands. Ragnar Þór og verðbólgan Því miður er verðbólgan nú komin á flug á Íslandi eins og í flestum öðrum vestrænum ríkjum. Krónan styrktist um 2-3% í janúar síðastliðnum, sem við aðrar aðstæður en nú, ynni gegn verðbólgu. Seðlabankinn hefur nýlega tvívegis gripið inn í styrkingarferlið enda verðbólgan ekki eina vandamálið sem við erum að kljást við þessa dagana. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur farið mikinn í fjölmiðlum undanfarið og meðal annars gagnrýnt þessi inngrip Seðlabankans, „þar sem útflutningsgreinarnar lepja nú ekki dauðann úr skel,“ eins og hann orðaði það í Bítinu í gærmorgun. Þáttastjórnandinn minnti hann síðan á ferðaþjónustuna, sem Ragnar vildi þá „taka út fyrir sviga,“ eins og hann orðaði það. Sterk króna bitnar fyrst á ferðaþjónustu Að taka stærstu útflutningsgrein þjóðarinnar (2019) út fyrir sviga í umræðum um hagstjórn, er einfaldlega ekki boðlegt hjá formanni eins stærsta verkalýðsfélags landsins. Það er sérstaklega ekki í boði, þar sem endurreisn ferðaþjónustunnar er af flestum talin forsenda þess að koma ríkisfjármálum og útflutningstekjum aftur á réttan kjöl. Forsenda þess að þúsundir fyrirtækja um land allt nái að rísa upp og skapa störf, verðmæti og betri lífskjör fyrir samfélagið. Ferðaþjónustufyrirtæki um allt land róa nú lífróður við að bæta rekstur sinn og efnahag eftir hörmungar undanfarinna tveggja ára. Rekstrarumhverfið er erfitt, launahækkanir þungar og kjaraviðræður framundan. Veruleg styrking íslensku krónunnar væri afleit fyrir allar útflutningsgreinar og fyrir lífskjör í landinu næstu misserin. Skynsamlegt að hemja styrkingu krónu Það er þakkarvert að Ragnar Þór skuli ekki fara með hagstjórn á Íslandi. Sem betur fer líka fyrir þá félagsmenn í VR sem starfa beint og óbeint í ferðaþjónustu og geta skaðast af svona málflutningi. Seðlabankinn er ekki einn um þá skoðun að nú sé skynsamlegt að hemja styrkingu krónunnar. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sagði í viðtali við RÚV í vikunni, að þótt vissulega megi búast við styrkingu krónu frekar en hitt, þá væri sterkari króna ekki heppileg á meðan ferðaþjónustan væri að koma undir sig fótunum. Í raun má kveða fastar að orði og segja að sterkari króna sé ferðaþjónustu stórhættuleg, við þær aðstæður sem nú ríkja - þegar allar þjóðir heims keppast við að fá til sín ferðamenn. Lítil, en dýrmæt markaðshlutdeild er ekki sjálfgefin. Versnandi samkeppnisstaða getur orðið dýrkeypt og kostnaðarsamt að vinna upp töpuð viðskipti. Af þessum sökum er mjög mikilvægt að Seðlabankinn haldi sömu stefnu og beiti inngripum ef þörf er á. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Verðlag Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Þegar íslensk vara eða þjónusta er seld erlendis, þar sem framleiðslukostnaður er að mestu eða öllu leyti í íslenskum krónum, þá skapast oft á tíðum vandamál í rekstri útflutningsfyrirtækja. Það er gömul saga og ný að gengissveiflur í bland við háan innlendan kostnað, einkum launakostnað, hafa skert samkeppnishæfni og sjálfbæran rekstur útflutningsgreina. Í litlu, einhæfu og opnu hagkerfi með eigin mynt má lítið út af bregða til að íslenska krónan sveiflist eins og strá í vindi og oft af ástæðum, sem ekki eru augljósar út á við. Fyrir staðbundin ferðaþjónustufyrirtæki getur því verið mikil áskorun að tryggja framlegð þeirra. Of sterk króna skammgóður vermir Þegar verðútreikningar í ferðaþjónustu fara fram, þá þarf að spá fyrir um gengið og önnur rekstrarskilyrði langt fram í tímann. Einhverjir myndu segja að þá væri best að hafa varann á og reikna alltaf með sterkri krónu - en það getur hins vegar valdið því að verð í erlendri mynt verður of hátt og hefur þá umsvifalaust áhrif á eftirspurn eftir ferðum til Íslands. Það er löngu sannað að það er bein fylgni á milli gengis íslensku krónunnar og eftirspurnar ferðamanna og ekki síður neyslu þeirra hér innanlands. Ragnar Þór og verðbólgan Því miður er verðbólgan nú komin á flug á Íslandi eins og í flestum öðrum vestrænum ríkjum. Krónan styrktist um 2-3% í janúar síðastliðnum, sem við aðrar aðstæður en nú, ynni gegn verðbólgu. Seðlabankinn hefur nýlega tvívegis gripið inn í styrkingarferlið enda verðbólgan ekki eina vandamálið sem við erum að kljást við þessa dagana. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur farið mikinn í fjölmiðlum undanfarið og meðal annars gagnrýnt þessi inngrip Seðlabankans, „þar sem útflutningsgreinarnar lepja nú ekki dauðann úr skel,“ eins og hann orðaði það í Bítinu í gærmorgun. Þáttastjórnandinn minnti hann síðan á ferðaþjónustuna, sem Ragnar vildi þá „taka út fyrir sviga,“ eins og hann orðaði það. Sterk króna bitnar fyrst á ferðaþjónustu Að taka stærstu útflutningsgrein þjóðarinnar (2019) út fyrir sviga í umræðum um hagstjórn, er einfaldlega ekki boðlegt hjá formanni eins stærsta verkalýðsfélags landsins. Það er sérstaklega ekki í boði, þar sem endurreisn ferðaþjónustunnar er af flestum talin forsenda þess að koma ríkisfjármálum og útflutningstekjum aftur á réttan kjöl. Forsenda þess að þúsundir fyrirtækja um land allt nái að rísa upp og skapa störf, verðmæti og betri lífskjör fyrir samfélagið. Ferðaþjónustufyrirtæki um allt land róa nú lífróður við að bæta rekstur sinn og efnahag eftir hörmungar undanfarinna tveggja ára. Rekstrarumhverfið er erfitt, launahækkanir þungar og kjaraviðræður framundan. Veruleg styrking íslensku krónunnar væri afleit fyrir allar útflutningsgreinar og fyrir lífskjör í landinu næstu misserin. Skynsamlegt að hemja styrkingu krónu Það er þakkarvert að Ragnar Þór skuli ekki fara með hagstjórn á Íslandi. Sem betur fer líka fyrir þá félagsmenn í VR sem starfa beint og óbeint í ferðaþjónustu og geta skaðast af svona málflutningi. Seðlabankinn er ekki einn um þá skoðun að nú sé skynsamlegt að hemja styrkingu krónunnar. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sagði í viðtali við RÚV í vikunni, að þótt vissulega megi búast við styrkingu krónu frekar en hitt, þá væri sterkari króna ekki heppileg á meðan ferðaþjónustan væri að koma undir sig fótunum. Í raun má kveða fastar að orði og segja að sterkari króna sé ferðaþjónustu stórhættuleg, við þær aðstæður sem nú ríkja - þegar allar þjóðir heims keppast við að fá til sín ferðamenn. Lítil, en dýrmæt markaðshlutdeild er ekki sjálfgefin. Versnandi samkeppnisstaða getur orðið dýrkeypt og kostnaðarsamt að vinna upp töpuð viðskipti. Af þessum sökum er mjög mikilvægt að Seðlabankinn haldi sömu stefnu og beiti inngripum ef þörf er á. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun