Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2022 13:35 Daníel Svavarsson aðalhagfræðingur Landsbankans. Vísir/Vilhelm Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands og hefur ekki verið hærri frá því í mars 2012. Daníel Svavarsson aðalhagfræðingur Landsbankans segir að einn liður vegi þyngst í þessu samhengi. „Það sem er að skýra að lang stærstum hluta verðbólgunnar í dag er húsnæðisliðurinn. Húsnæðisverð hækkaði mjög mikið í fyrra og það er að skýra langstærstan hlua af verðbólgunnni,“ segir Daníel. Hann segir að verðbólgan hafi líka verið að aukast erlendis. Ástæður aukningarinnar séu þó misjafnar. „Enn sem komið eru innfluttar vörur og bensín ekki að skýra nema um eitt prósent af 5,7 prósent verðbólgu. En það sem hefur verið að knýja verðbólgu erlendis er hækkun á orkuverði sem hefur ekki haft mikil áhrif hér á landi en hins vegar hefur húsnæðisliðurinn haft mun meiri áhrif hérna. En verðbólgan er að aukast bæði hér og erlendis en það er af mismunandi ástæðum,“ segir Daníel. Sveiflurnar hafi þó í gegnum tíðina verið ýktari hér en erlendis. „Ef við horfum aftur til áttunda og níunda áratugarins þá hefur verðbólgan sveiflast mun meira á Íslandi en annars staðar. En frá aldamótum hefur dregið verulega úr þessum sveiflum hér á Íslandi og sérstaklega frá bankahruninu þá hefur verðbólgan í sjálfu sér ekki verið að sveiflast mikið meira en erlendis en hún hefur verið hærri,“ segir Daníel. „Helstu viðskiptalönd okkar hafa verið að berjast við að ná verðbólgu uppí markmið en Seðlabankanum hefur tekist ágætlega að halda verðbólgunni stöðugri og nálægt markmiðinu. En svona sögulega séð yfir lengri tímabil hefur verðbólgan verið óstöðugari hér en í okkar helstu viðskiptalöndum en það hefur dregið úr því á síðustu árum.“ Efnahagsmál Neytendur Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Íslenska krónan Tengdar fréttir Beitti inngripum til að hægja á styrkingu krónunnar í annað sinn á árinu Seðlabanki Íslands greip inn á gjaldeyrismarkaði í gær þegar hann keypti gjaldeyri til að vega á móti gengishækkun krónunnar en hún hafði þá styrkst um hátt í eitt prósent í viðskiptum dagsins þegar bankinn kippti henni til baka, samkvæmt heimildum Innherja. 29. janúar 2022 11:03 Óttast frekari hækkun verðbólgu Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja mikla hækkun verðbólgu að undanförnu mikið áhyggjuefni. Sama staða sé uppi á teningnum úti í heimi en taka verði hækkun hérlendis alvarlega. 29. janúar 2022 11:00 Hækkun húsnæðislána gæti hlaupið á hundruðum þúsunda á ári Hækkun húsnæðislána á ársgrundvelli gæti hlaupið á mörg hundruð þúsund krónum nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og hærri stýrivextir yfirvofandi. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að fólk ætti að vera viðbúið því að staðan versni enn frekar. 28. janúar 2022 19:41 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Sjá meira
Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands og hefur ekki verið hærri frá því í mars 2012. Daníel Svavarsson aðalhagfræðingur Landsbankans segir að einn liður vegi þyngst í þessu samhengi. „Það sem er að skýra að lang stærstum hluta verðbólgunnar í dag er húsnæðisliðurinn. Húsnæðisverð hækkaði mjög mikið í fyrra og það er að skýra langstærstan hlua af verðbólgunnni,“ segir Daníel. Hann segir að verðbólgan hafi líka verið að aukast erlendis. Ástæður aukningarinnar séu þó misjafnar. „Enn sem komið eru innfluttar vörur og bensín ekki að skýra nema um eitt prósent af 5,7 prósent verðbólgu. En það sem hefur verið að knýja verðbólgu erlendis er hækkun á orkuverði sem hefur ekki haft mikil áhrif hér á landi en hins vegar hefur húsnæðisliðurinn haft mun meiri áhrif hérna. En verðbólgan er að aukast bæði hér og erlendis en það er af mismunandi ástæðum,“ segir Daníel. Sveiflurnar hafi þó í gegnum tíðina verið ýktari hér en erlendis. „Ef við horfum aftur til áttunda og níunda áratugarins þá hefur verðbólgan sveiflast mun meira á Íslandi en annars staðar. En frá aldamótum hefur dregið verulega úr þessum sveiflum hér á Íslandi og sérstaklega frá bankahruninu þá hefur verðbólgan í sjálfu sér ekki verið að sveiflast mikið meira en erlendis en hún hefur verið hærri,“ segir Daníel. „Helstu viðskiptalönd okkar hafa verið að berjast við að ná verðbólgu uppí markmið en Seðlabankanum hefur tekist ágætlega að halda verðbólgunni stöðugri og nálægt markmiðinu. En svona sögulega séð yfir lengri tímabil hefur verðbólgan verið óstöðugari hér en í okkar helstu viðskiptalöndum en það hefur dregið úr því á síðustu árum.“
Efnahagsmál Neytendur Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Íslenska krónan Tengdar fréttir Beitti inngripum til að hægja á styrkingu krónunnar í annað sinn á árinu Seðlabanki Íslands greip inn á gjaldeyrismarkaði í gær þegar hann keypti gjaldeyri til að vega á móti gengishækkun krónunnar en hún hafði þá styrkst um hátt í eitt prósent í viðskiptum dagsins þegar bankinn kippti henni til baka, samkvæmt heimildum Innherja. 29. janúar 2022 11:03 Óttast frekari hækkun verðbólgu Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja mikla hækkun verðbólgu að undanförnu mikið áhyggjuefni. Sama staða sé uppi á teningnum úti í heimi en taka verði hækkun hérlendis alvarlega. 29. janúar 2022 11:00 Hækkun húsnæðislána gæti hlaupið á hundruðum þúsunda á ári Hækkun húsnæðislána á ársgrundvelli gæti hlaupið á mörg hundruð þúsund krónum nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og hærri stýrivextir yfirvofandi. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að fólk ætti að vera viðbúið því að staðan versni enn frekar. 28. janúar 2022 19:41 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Sjá meira
Beitti inngripum til að hægja á styrkingu krónunnar í annað sinn á árinu Seðlabanki Íslands greip inn á gjaldeyrismarkaði í gær þegar hann keypti gjaldeyri til að vega á móti gengishækkun krónunnar en hún hafði þá styrkst um hátt í eitt prósent í viðskiptum dagsins þegar bankinn kippti henni til baka, samkvæmt heimildum Innherja. 29. janúar 2022 11:03
Óttast frekari hækkun verðbólgu Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja mikla hækkun verðbólgu að undanförnu mikið áhyggjuefni. Sama staða sé uppi á teningnum úti í heimi en taka verði hækkun hérlendis alvarlega. 29. janúar 2022 11:00
Hækkun húsnæðislána gæti hlaupið á hundruðum þúsunda á ári Hækkun húsnæðislána á ársgrundvelli gæti hlaupið á mörg hundruð þúsund krónum nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og hærri stýrivextir yfirvofandi. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að fólk ætti að vera viðbúið því að staðan versni enn frekar. 28. janúar 2022 19:41
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent