„Þetta er spennandi og stórt verkefni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. janúar 2022 12:07 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur verið orðuð við formannsstöðu SÁÁ eftir afsögn Einars Hermannssonar í vikunni. Hún staðfestir að aðilar innan samtakanna hafi komið að máli við sig varðandi formannsstöðuna. Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður SÁÁ í vikunni eftir að sagt var frá því að hann hefði svarað auglýsingu á netinu fyrir nokkrum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Þetta er annað stóra málið sem kemur upp hjá samtökunum á síðustu vikum en um miðjan janúar var greint frá því að eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands hefði krafið SÁÁ um tæpar 175 milljóna endurgreiðslu vegna tilhæfulausra reikninga. Það mál er nú til rannsóknar. Gustað hefur um SÁÁ á undanförnum vikum.Vísir/Vilhelm Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sem nú starfar sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, staðfestir í samtali við fréttastofu að hún hafi fengið hvatningu til þess að bjóða sig fram. Hún á sæti í aðalstjórn SÁÁ. „Fólk innan samtakanna sem er áhugasamt um þessi mál hefur talað við mig. Ég er bara að hugsa mitt mál og ætla að taka mér minn tíma. Þetta er spennandi og stórt verkefni,“ sagði Þóra Kristín. Hún sagði að ekki væri búið að boða til aðalfundar samtakanna og að formaður væri kosinn þar. „Ef til þess kemur mun ég bjóða mig fram á aðalfundi og leggja það í dóm félagsmanna hvort þeir vilji mig í þetta embætti,“ sagði Þóra og bætti við að mögulega þyrfti að gera ákveðnar breytingar innan samtakanna. „Mögulega myndi ég gera breytingar. Ég myndi væntanlega ekki starfa þarna innanhúss heldur þætti mér eðlilegra að ráða framkvæmdastjóra sem myndi starfa undir formanni og stjórn samtakanna að þeim breytingum sem þurfa að fara í hönd.“ Ólga innan SÁÁ Félagasamtök Mál Einars Hermannssonar Fíkn Tengdar fréttir Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður SÁÁ í vikunni eftir að sagt var frá því að hann hefði svarað auglýsingu á netinu fyrir nokkrum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Þetta er annað stóra málið sem kemur upp hjá samtökunum á síðustu vikum en um miðjan janúar var greint frá því að eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands hefði krafið SÁÁ um tæpar 175 milljóna endurgreiðslu vegna tilhæfulausra reikninga. Það mál er nú til rannsóknar. Gustað hefur um SÁÁ á undanförnum vikum.Vísir/Vilhelm Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sem nú starfar sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, staðfestir í samtali við fréttastofu að hún hafi fengið hvatningu til þess að bjóða sig fram. Hún á sæti í aðalstjórn SÁÁ. „Fólk innan samtakanna sem er áhugasamt um þessi mál hefur talað við mig. Ég er bara að hugsa mitt mál og ætla að taka mér minn tíma. Þetta er spennandi og stórt verkefni,“ sagði Þóra Kristín. Hún sagði að ekki væri búið að boða til aðalfundar samtakanna og að formaður væri kosinn þar. „Ef til þess kemur mun ég bjóða mig fram á aðalfundi og leggja það í dóm félagsmanna hvort þeir vilji mig í þetta embætti,“ sagði Þóra og bætti við að mögulega þyrfti að gera ákveðnar breytingar innan samtakanna. „Mögulega myndi ég gera breytingar. Ég myndi væntanlega ekki starfa þarna innanhúss heldur þætti mér eðlilegra að ráða framkvæmdastjóra sem myndi starfa undir formanni og stjórn samtakanna að þeim breytingum sem þurfa að fara í hönd.“
Ólga innan SÁÁ Félagasamtök Mál Einars Hermannssonar Fíkn Tengdar fréttir Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38
Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57