Verðbólgan kalli á umbyltingu í húsnæðismálum Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2022 13:15 Drífa Snædal segir allar spár um húsnæðisþörfina úreltar. Snúa þurfi frá þeirri stefnu að fjárfestar ráði húsnæðismarkaðnum og byggja þess í stað miðað við þarfir vinnandi fólks. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambandsins segir mikla hækkun verðbólgu að undanförnu renna frekari stoðum undir breytta stefnu í húsnæðismálum. Byggja þurfi fyrir vinnandi fólk en ekki vertaka. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. Fastlega má því búast við að Seðlabankinn hækki meginvexti sína á vaxtaákvörðunardegi hinn 9. febrúar næst komandi en þeir eru tvö prósent í dag. Þensla á húsnæðismarkaði kyndir enn undir verðbólgunni því án húsnæðisliðar mælist verðbólgan 3,7 prósent síðustu tólf mánuðina. Drífa Snædal forseti Alþýðusamandsins segir þörf á stefnubreytingu í húsnæðismálum. Forseti Alþýðusambandsins óttast stefnuleysi stjórnvalda í húsnæðismálum.Vísir/Vilhelm „Þetta er verra en við óttuðumst. Við erum búin að vekja athygli stjórnvalda á þessu og gerðum það fyrir áramót. Það er að segja að við værum að sigla inn í dýrtíð og það þyrfti að taka á þessu,“ segir Drífa. Staðan í húsnæðismálum valdi sérstökum áhyggjum. „Þessi gjaldþrotastefna að húsnæðismarkaðurinn sé byggður upp fyrir fjárfesta en ekki fyrir venjulegt fólk og með húsnæðisöryggi þess að markmiði.“ ASÍ leggi áherslu á að allir sammælast um að byggja upp húsnæðismarkað á félagslegum grunni. Það verði yfirlýst markmið að fólk greiði ekki meira en 25 prósent af launum í húsnæðiskostnað. „Það er að segja; að breyta algerlega viðhorfi þannig að hinn frjálsi markaður stýri ekki húsnæðismarkaðnum. Heldur þarfir vinnandi fólks og alls almennings,“ segir Drífa. Forseti Alþýðusambandsins segir lóðaskort vera helsa flöskuhálsinn á húsnæðismarkaðnum í dag. Eini ljósi punkturinn í húsnæðismálum undanfarin ár hafi verið uppbygging almennra íbúða á vegum verkalýðsfélaganna.Vísir/Vilhelm Þetta verði stóra málið í þeim kjaraviðræðum sem nú væru í undirbúningi vegna almennra kjarasamninga sem renni sitt skeið í haust. „Ég óttast að það sé ekkert plan í gangi hjá stjórnvöldum um að taka á húsnæðismarkaðnum með mynduglegum hætti. Það þýðir að við þurfum þá að beita þeim mun meiri þrýstingi til að umpóla markmiðum húsnæðismarkaðrins,“ segir forseti ASÍ. Sveitarfélögin þyrftu líka að bregðast við því flöskuhálsinn í dag væri skortur á lóðum. „Allar spár um húsnæðisþörfina eru að hækka þessa dagana. Þannig að það er eins gott að fara að spýta í lófana. Þær lóðir sem eru tilbúnar til bygginga ná engan veginn að dekka þetta,“ segir Drífa Snædal. Efnahagsmál Kjaramál Húsnæðismál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29 Íþyngjandi húsnæðiskostnaður venjan frekar en undantekning Húsnæði er einn helsti útgjaldaliður heimila. Greiðslubyrði fólks af húsnæðiskostnaði skiptir því lykilmáli fyrir velmegun þess. Sú greiðslubyrði er mismunandi eftir hópum en mest meðal tekjulágra og ungra leigjenda. 27. janúar 2022 11:30 Félagsbústaðir geta vel útrýmt biðlistum, bara ef þeir vilja Um daginn benti ég að Félagsbústaðir eru ekki óhagnaðardrifið félag. Það er rekið með góðum hagnaði sem byggir á því að fasteignaverð hækkar langt umfram almennt verðlag. Þessa maskínu þekkja flestir. 17. nóvember 2021 07:00 Aldrei selst fleiri íbúðir en í fyrra og verðið hækkaði mikið Metfjöldi íbúða seldist á síðasta ári og var fjölgunin milli ára töluvert yfir meðaltali fyrri ára á þessari öld og íbúðaverð hækkaði um 18,4 prósent. Fasteignasali reiknar með áframhaldandi skorti á íbúðarhúsnæði á allra næstu misserum. 21. janúar 2022 20:15 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Fastlega má því búast við að Seðlabankinn hækki meginvexti sína á vaxtaákvörðunardegi hinn 9. febrúar næst komandi en þeir eru tvö prósent í dag. Þensla á húsnæðismarkaði kyndir enn undir verðbólgunni því án húsnæðisliðar mælist verðbólgan 3,7 prósent síðustu tólf mánuðina. Drífa Snædal forseti Alþýðusamandsins segir þörf á stefnubreytingu í húsnæðismálum. Forseti Alþýðusambandsins óttast stefnuleysi stjórnvalda í húsnæðismálum.Vísir/Vilhelm „Þetta er verra en við óttuðumst. Við erum búin að vekja athygli stjórnvalda á þessu og gerðum það fyrir áramót. Það er að segja að við værum að sigla inn í dýrtíð og það þyrfti að taka á þessu,“ segir Drífa. Staðan í húsnæðismálum valdi sérstökum áhyggjum. „Þessi gjaldþrotastefna að húsnæðismarkaðurinn sé byggður upp fyrir fjárfesta en ekki fyrir venjulegt fólk og með húsnæðisöryggi þess að markmiði.“ ASÍ leggi áherslu á að allir sammælast um að byggja upp húsnæðismarkað á félagslegum grunni. Það verði yfirlýst markmið að fólk greiði ekki meira en 25 prósent af launum í húsnæðiskostnað. „Það er að segja; að breyta algerlega viðhorfi þannig að hinn frjálsi markaður stýri ekki húsnæðismarkaðnum. Heldur þarfir vinnandi fólks og alls almennings,“ segir Drífa. Forseti Alþýðusambandsins segir lóðaskort vera helsa flöskuhálsinn á húsnæðismarkaðnum í dag. Eini ljósi punkturinn í húsnæðismálum undanfarin ár hafi verið uppbygging almennra íbúða á vegum verkalýðsfélaganna.Vísir/Vilhelm Þetta verði stóra málið í þeim kjaraviðræðum sem nú væru í undirbúningi vegna almennra kjarasamninga sem renni sitt skeið í haust. „Ég óttast að það sé ekkert plan í gangi hjá stjórnvöldum um að taka á húsnæðismarkaðnum með mynduglegum hætti. Það þýðir að við þurfum þá að beita þeim mun meiri þrýstingi til að umpóla markmiðum húsnæðismarkaðrins,“ segir forseti ASÍ. Sveitarfélögin þyrftu líka að bregðast við því flöskuhálsinn í dag væri skortur á lóðum. „Allar spár um húsnæðisþörfina eru að hækka þessa dagana. Þannig að það er eins gott að fara að spýta í lófana. Þær lóðir sem eru tilbúnar til bygginga ná engan veginn að dekka þetta,“ segir Drífa Snædal.
Efnahagsmál Kjaramál Húsnæðismál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29 Íþyngjandi húsnæðiskostnaður venjan frekar en undantekning Húsnæði er einn helsti útgjaldaliður heimila. Greiðslubyrði fólks af húsnæðiskostnaði skiptir því lykilmáli fyrir velmegun þess. Sú greiðslubyrði er mismunandi eftir hópum en mest meðal tekjulágra og ungra leigjenda. 27. janúar 2022 11:30 Félagsbústaðir geta vel útrýmt biðlistum, bara ef þeir vilja Um daginn benti ég að Félagsbústaðir eru ekki óhagnaðardrifið félag. Það er rekið með góðum hagnaði sem byggir á því að fasteignaverð hækkar langt umfram almennt verðlag. Þessa maskínu þekkja flestir. 17. nóvember 2021 07:00 Aldrei selst fleiri íbúðir en í fyrra og verðið hækkaði mikið Metfjöldi íbúða seldist á síðasta ári og var fjölgunin milli ára töluvert yfir meðaltali fyrri ára á þessari öld og íbúðaverð hækkaði um 18,4 prósent. Fasteignasali reiknar með áframhaldandi skorti á íbúðarhúsnæði á allra næstu misserum. 21. janúar 2022 20:15 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29
Íþyngjandi húsnæðiskostnaður venjan frekar en undantekning Húsnæði er einn helsti útgjaldaliður heimila. Greiðslubyrði fólks af húsnæðiskostnaði skiptir því lykilmáli fyrir velmegun þess. Sú greiðslubyrði er mismunandi eftir hópum en mest meðal tekjulágra og ungra leigjenda. 27. janúar 2022 11:30
Félagsbústaðir geta vel útrýmt biðlistum, bara ef þeir vilja Um daginn benti ég að Félagsbústaðir eru ekki óhagnaðardrifið félag. Það er rekið með góðum hagnaði sem byggir á því að fasteignaverð hækkar langt umfram almennt verðlag. Þessa maskínu þekkja flestir. 17. nóvember 2021 07:00
Aldrei selst fleiri íbúðir en í fyrra og verðið hækkaði mikið Metfjöldi íbúða seldist á síðasta ári og var fjölgunin milli ára töluvert yfir meðaltali fyrri ára á þessari öld og íbúðaverð hækkaði um 18,4 prósent. Fasteignasali reiknar með áframhaldandi skorti á íbúðarhúsnæði á allra næstu misserum. 21. janúar 2022 20:15