Geð- og atferlisraskanir sjötta algengasta dánarorsök Íslendinga Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 26. janúar 2022 19:00 Árið 2020 létust 106 einstaklingar hér á landi þar sem dánarorsök var skilgreind sem geð- og atferlisröskun. Geð- og atferlisraskanir eru þar með sjötta algengasta dánarorsök Íslendinga samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis. Sama ár létust 47 einstaklingar vegna sjálfsvíga og 37 vegna lyfjanotkunar. Færri innlagnar pláss á geðdeildum Í skýrslu um heilsufar og heilbrigðisþjónustu frá árinu 2021 kom fram að 7,5% af innlögnum á sjúkrahús árið 2019 voru vegna geð- og atferlisraskana. Þrátt fyrir þetta stóra hlutfall innlagna var ákveðið að fækka innlagnarplássum um tíu á geðdeildum Landspítala. Forsvarsmenn Landspítala rökstyðja þessa lokun með skorti á læknum og hjúkrunarfræðingum á spítalanum. Sömu sögu er að segja með skort á starfsfólki hjá geðheilsuteymum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Lyfjuð þjóð Það er gömul saga og ný að Íslendingar séu leiðandi á Norðurlöndum í hvers kyns lyfjanotkun. Árið 2018 var fimmta hver kona á Íslandi á þunglyndislyfjum og ellefu þúsund einstaklingar á svefnlyfjum. Notkun hættulegra verkjalyfja eins og Oxycontin hefur svo aukist til muna á síðustu árum. Árið 2011 fengu 500 manns lyfið uppáskrifað en á síðasta ári voru það 3500 einstaklingar sem fengu sama lyf. Á hjúkrunarheimilum eru einstaklingar 73% einstaklinga á geðlyfi að staðaldri. Þá er einungis rúmlega fjórðungur ekki á geðlyfjum. Árið 2017 voru íslensk börn á öllum aldri að nota margfalt meira magn af geðlyfjum en börn nágrannaþjóða samkvæmt Embætti landlæknis. Fyrsta meðferð við flestum kvíðaröskunum er samtalsmeðferð en ekki lyfjagjöf og kann það að benda til þess að við séum á rangri leið, með því að setja met í geðlyfja og svefnlyfjanotkun á Norðurlöndum. Bregðumst við neyðarástandi Hér á landi eru alltof mörg ótímabær dauðsföll vegna verkjalyfja eða annarra lyfja. Það er kominn tími til að stjórnvöld beiti sér fyrir því að draga úr lyfjanotkun Íslendinga og setji fjármagn í úrræði við hæfi sem dæmi fullfjármagna niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu eða hvers kyns aukin úrræði við geð- og fíknivanda. Við þurfum að bregðast hratt og örugglega við þeim dauðsföllum sem að skilgreind eru sem andlát vegna geð- og atferlisraskana. Þau ótímabæru dauðsföll sem við stöndum frammi fyrir þarf að bregðast við þar sem að þessi málaflokkur hefur verið vanræktur of lengi og því þarf að breyta strax. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Fíkn Alþingi Heilbrigðismál Píratar Geðheilbrigði Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Árið 2020 létust 106 einstaklingar hér á landi þar sem dánarorsök var skilgreind sem geð- og atferlisröskun. Geð- og atferlisraskanir eru þar með sjötta algengasta dánarorsök Íslendinga samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis. Sama ár létust 47 einstaklingar vegna sjálfsvíga og 37 vegna lyfjanotkunar. Færri innlagnar pláss á geðdeildum Í skýrslu um heilsufar og heilbrigðisþjónustu frá árinu 2021 kom fram að 7,5% af innlögnum á sjúkrahús árið 2019 voru vegna geð- og atferlisraskana. Þrátt fyrir þetta stóra hlutfall innlagna var ákveðið að fækka innlagnarplássum um tíu á geðdeildum Landspítala. Forsvarsmenn Landspítala rökstyðja þessa lokun með skorti á læknum og hjúkrunarfræðingum á spítalanum. Sömu sögu er að segja með skort á starfsfólki hjá geðheilsuteymum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Lyfjuð þjóð Það er gömul saga og ný að Íslendingar séu leiðandi á Norðurlöndum í hvers kyns lyfjanotkun. Árið 2018 var fimmta hver kona á Íslandi á þunglyndislyfjum og ellefu þúsund einstaklingar á svefnlyfjum. Notkun hættulegra verkjalyfja eins og Oxycontin hefur svo aukist til muna á síðustu árum. Árið 2011 fengu 500 manns lyfið uppáskrifað en á síðasta ári voru það 3500 einstaklingar sem fengu sama lyf. Á hjúkrunarheimilum eru einstaklingar 73% einstaklinga á geðlyfi að staðaldri. Þá er einungis rúmlega fjórðungur ekki á geðlyfjum. Árið 2017 voru íslensk börn á öllum aldri að nota margfalt meira magn af geðlyfjum en börn nágrannaþjóða samkvæmt Embætti landlæknis. Fyrsta meðferð við flestum kvíðaröskunum er samtalsmeðferð en ekki lyfjagjöf og kann það að benda til þess að við séum á rangri leið, með því að setja met í geðlyfja og svefnlyfjanotkun á Norðurlöndum. Bregðumst við neyðarástandi Hér á landi eru alltof mörg ótímabær dauðsföll vegna verkjalyfja eða annarra lyfja. Það er kominn tími til að stjórnvöld beiti sér fyrir því að draga úr lyfjanotkun Íslendinga og setji fjármagn í úrræði við hæfi sem dæmi fullfjármagna niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu eða hvers kyns aukin úrræði við geð- og fíknivanda. Við þurfum að bregðast hratt og örugglega við þeim dauðsföllum sem að skilgreind eru sem andlát vegna geð- og atferlisraskana. Þau ótímabæru dauðsföll sem við stöndum frammi fyrir þarf að bregðast við þar sem að þessi málaflokkur hefur verið vanræktur of lengi og því þarf að breyta strax. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun