Svar við yfirlýsingu formanns VM Guðmundur Ragnarsson skrifar 26. janúar 2022 09:00 Það er sorglegt að sjá formann stéttarfélags hrökkva í sama farið og Samherji við að verja sig. Ítrekað er látið líta út fyrir að verið sé að ráðast á starfsfólk VM til að draga athygli frá réttmætri gagnrýni minni og annarra. Starfsfólk VM kemur þessari umræðu ekkert við. Eins og hlutirnir hafa gengið fyrir sig hjá VM undanfarin ár er með ólíkindum að sjá hvernig lög félagsins hafa ítrekað verið brotin, fjármunir greiddir út án heimilda og unnið eftir ólöglegum aðalfundasamþykktum. Það alvarlegasta er þó að í raun er verið að leggja félagið niður að stórum hluta bak við tjöldin – án vitundar félagsmanna. Svona lagað á ekki að geta gerst innan stéttarfélags án aðkomu félagsmanna. Hvað er í gangi? Húsakaup félagsins á nýju húsnæði voru samþykkt á aðalfundi 2019. Þar voru veittar 100 milljónir í kaupin á þeim forsendum að forkaupsákvæði væri á húseigninni. Þetta umstang endaði hins vegar í allt öðru húsnæði en aðalfundarsamþykktin hljóðaði upp á.Í framhaldi af þessum gjörningi hafa stjórnarmenn árangurslaust kallað eftir því hvert raunverulegt kostnaðarverð er orðið á nýja húsnæðinu sem fjárfest var í. Þessar tölur hafa ekki fengist uppgefnar. Heyrst hefur að kostnaðurinn sé jafnvel kominn yfir 300 milljónir.Þá hafa stjórnarmenn einnig kallað eftir samþykktum fyrir öllum þessum útgjöldum.Það virðast ekki vera til aðal- eða stjórnarfundarsamþykktir fyrir viðbótar útgjöldunum við húsakaupin sem lög félagsins gera mikla kröfu um enda eru þetta fjármunir félagsmanna. Furðulegast af öllu er þó félagið 2F sem VM hefur sameinast án þess að stjórnarmenn virðist vita fyllilega fyrir hvað það stendur. Búið er að færa yfir í 2F að minnsta kosti fjóra starfsmenn VM, þar á meðal starfsmann kjarasviðs VM, eftir því sem mér skilst. Þeir starfsmenn eru ekki lengur á vegum VM eða undir stjórn félagsins. Mér vitanlega hafa engar umræður um þennan gjörning átt sér stað innan félagsins, hvorki á aðalfundum né hefur fulltrúaráði félagsins verið kynnt þetta. Fulltrúaráðið á að vera stjórn félagsins til ráðgjafar og stefnumótunar samkvæmt 14. gr. laga félagsins um það. Í fréttablaði félagsins, sem kom út fyrir síðustu jól, er ekki minnst á þetta félag. Hugmyndir hafa líka verið settar fram um að sameina fleiri einingar að mér skilst. Á hvaða vegferð og í hvaða umboði er núverandi formaður VM búinn að keyra þetta mál áfram? Fátt er um svör. Hins vegar er unnið að því á fullu að ljúka stofnun og mannaráðningum inn í 2F áður en félagsmönnum VM verða kynntar breytingarnar! Hvernig þessi gjörningur er kominn svona lagt án aðkomu eða ákvörðunartöku félagsmanna er mér algerlega óskiljanlegt. Samkvæmt yfirlýsingu formanns VM hafa allir félagsmenn verið upplýstir um 2F.Í 34. grein laga VM er hins vegar tekið skýrt fram að bera þarf sameiningu sem þessa undir aðalfund og þarf þar sama hlutfall greiddra atkvæða og við lagabreytingar til að breytingin taki gildi. Félagsmenn VM verða að geta treyst því að formaður félagsins vinni af heilindum og upplýsi félagsmenn um þær breytingar sem verið er að gera. Formanni, sem starfar ekki af heilindum og gegnsæi, er ekki treystandi til að gæta hagsmuna félagsmanna sinna. Þá erum við illa stödd Ef stéttarfélag á að vera þess megnugt að gagnrýna óréttlæti, spillingu og ósæmilegt framferði í samfélaginu, verður það sjálft að sýna fordæmi með fyrirmyndar vinnubrögðum, hlýðni við eigin lög og að allt sé öllum opið og aðgengilegt. Takist okkur ekki að halda vörð um þessi gildi erum við á villigötum. Ef siðleysi og virðingarleysi fyrir okkar eigin lögum fær að þrífast innan verkalýðshreyfingarinnar, erum við illa stödd sem samfélag. Félag eins og VM er eign félagsmanna og starfar fyrir þá en er ekki til fyrir formann eða ótiltekna gæðinga. Einn af hornsteinum í starfsemi stéttarfélaga er meðferð fjármuna félagsins. Til viðbótar húsakaupunum voru öll lög um meðferð fjármuna félagsins samkvæmt 21. grein einnig brotin á síðasta aðalfundi VM við afgreiðslu á heimildum fyrir byggingu sumarhúsa fyrir orlofssjóð VM. Hvernig sjá félagsmenn fyrir sér formann er virðir ekki lög félags sem hann stýrir gagnrýna til dæmis fyrirtæki í SFS fyrir svindl og svínarí eða annað sem spillt er í samfélaginu? Fullyrðingar núverandi formanns VM um að hann hafi ráðið sig inn á lægri laun en ég var á sem formaður eru alrangar. Það get ég fullyrt. Hann ætti líka að upplýsa félagsmenn um síðustu launahækkun sína og tímasetningu hennar. Sjálfur heiti ég því hins vegar að lækka laun formanns VM verði ég kosinn formaður félagsins. Félagakveðja, Guðmundur Ragnarsson fv. formaður VM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sorglegt að sjá formann stéttarfélags hrökkva í sama farið og Samherji við að verja sig. Ítrekað er látið líta út fyrir að verið sé að ráðast á starfsfólk VM til að draga athygli frá réttmætri gagnrýni minni og annarra. Starfsfólk VM kemur þessari umræðu ekkert við. Eins og hlutirnir hafa gengið fyrir sig hjá VM undanfarin ár er með ólíkindum að sjá hvernig lög félagsins hafa ítrekað verið brotin, fjármunir greiddir út án heimilda og unnið eftir ólöglegum aðalfundasamþykktum. Það alvarlegasta er þó að í raun er verið að leggja félagið niður að stórum hluta bak við tjöldin – án vitundar félagsmanna. Svona lagað á ekki að geta gerst innan stéttarfélags án aðkomu félagsmanna. Hvað er í gangi? Húsakaup félagsins á nýju húsnæði voru samþykkt á aðalfundi 2019. Þar voru veittar 100 milljónir í kaupin á þeim forsendum að forkaupsákvæði væri á húseigninni. Þetta umstang endaði hins vegar í allt öðru húsnæði en aðalfundarsamþykktin hljóðaði upp á.Í framhaldi af þessum gjörningi hafa stjórnarmenn árangurslaust kallað eftir því hvert raunverulegt kostnaðarverð er orðið á nýja húsnæðinu sem fjárfest var í. Þessar tölur hafa ekki fengist uppgefnar. Heyrst hefur að kostnaðurinn sé jafnvel kominn yfir 300 milljónir.Þá hafa stjórnarmenn einnig kallað eftir samþykktum fyrir öllum þessum útgjöldum.Það virðast ekki vera til aðal- eða stjórnarfundarsamþykktir fyrir viðbótar útgjöldunum við húsakaupin sem lög félagsins gera mikla kröfu um enda eru þetta fjármunir félagsmanna. Furðulegast af öllu er þó félagið 2F sem VM hefur sameinast án þess að stjórnarmenn virðist vita fyllilega fyrir hvað það stendur. Búið er að færa yfir í 2F að minnsta kosti fjóra starfsmenn VM, þar á meðal starfsmann kjarasviðs VM, eftir því sem mér skilst. Þeir starfsmenn eru ekki lengur á vegum VM eða undir stjórn félagsins. Mér vitanlega hafa engar umræður um þennan gjörning átt sér stað innan félagsins, hvorki á aðalfundum né hefur fulltrúaráði félagsins verið kynnt þetta. Fulltrúaráðið á að vera stjórn félagsins til ráðgjafar og stefnumótunar samkvæmt 14. gr. laga félagsins um það. Í fréttablaði félagsins, sem kom út fyrir síðustu jól, er ekki minnst á þetta félag. Hugmyndir hafa líka verið settar fram um að sameina fleiri einingar að mér skilst. Á hvaða vegferð og í hvaða umboði er núverandi formaður VM búinn að keyra þetta mál áfram? Fátt er um svör. Hins vegar er unnið að því á fullu að ljúka stofnun og mannaráðningum inn í 2F áður en félagsmönnum VM verða kynntar breytingarnar! Hvernig þessi gjörningur er kominn svona lagt án aðkomu eða ákvörðunartöku félagsmanna er mér algerlega óskiljanlegt. Samkvæmt yfirlýsingu formanns VM hafa allir félagsmenn verið upplýstir um 2F.Í 34. grein laga VM er hins vegar tekið skýrt fram að bera þarf sameiningu sem þessa undir aðalfund og þarf þar sama hlutfall greiddra atkvæða og við lagabreytingar til að breytingin taki gildi. Félagsmenn VM verða að geta treyst því að formaður félagsins vinni af heilindum og upplýsi félagsmenn um þær breytingar sem verið er að gera. Formanni, sem starfar ekki af heilindum og gegnsæi, er ekki treystandi til að gæta hagsmuna félagsmanna sinna. Þá erum við illa stödd Ef stéttarfélag á að vera þess megnugt að gagnrýna óréttlæti, spillingu og ósæmilegt framferði í samfélaginu, verður það sjálft að sýna fordæmi með fyrirmyndar vinnubrögðum, hlýðni við eigin lög og að allt sé öllum opið og aðgengilegt. Takist okkur ekki að halda vörð um þessi gildi erum við á villigötum. Ef siðleysi og virðingarleysi fyrir okkar eigin lögum fær að þrífast innan verkalýðshreyfingarinnar, erum við illa stödd sem samfélag. Félag eins og VM er eign félagsmanna og starfar fyrir þá en er ekki til fyrir formann eða ótiltekna gæðinga. Einn af hornsteinum í starfsemi stéttarfélaga er meðferð fjármuna félagsins. Til viðbótar húsakaupunum voru öll lög um meðferð fjármuna félagsins samkvæmt 21. grein einnig brotin á síðasta aðalfundi VM við afgreiðslu á heimildum fyrir byggingu sumarhúsa fyrir orlofssjóð VM. Hvernig sjá félagsmenn fyrir sér formann er virðir ekki lög félags sem hann stýrir gagnrýna til dæmis fyrirtæki í SFS fyrir svindl og svínarí eða annað sem spillt er í samfélaginu? Fullyrðingar núverandi formanns VM um að hann hafi ráðið sig inn á lægri laun en ég var á sem formaður eru alrangar. Það get ég fullyrt. Hann ætti líka að upplýsa félagsmenn um síðustu launahækkun sína og tímasetningu hennar. Sjálfur heiti ég því hins vegar að lækka laun formanns VM verði ég kosinn formaður félagsins. Félagakveðja, Guðmundur Ragnarsson fv. formaður VM.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar