Karabatic fékk leyfi til að spila gegn Íslandi þrátt fyrir jákvætt covid próf Atli Arason skrifar 23. janúar 2022 23:14 Nikola Karabatic í baráttu gegn Ými Erni Gíslassyni og Elliða Snæ Viðarssyni í leiknum í gær EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Nikola Karabatic, leikmaður Frakka, spilaði leikinn gegn Íslandi í gær en það var aðeins tveimur dögum eftir að hann greindist jákvæður í kórónaveiru prófi. Það er danska sjónvarpsstöðin TV 2 SPORT sem greinir frá þessu í dag. Karabatic var með jákvætt sýni í sýnatökum sem teknar voru eftir sigur Frakka á Hollendingum á fimmtudagskvöldinu, tæpum 48 tímum fyrir leikinn mikilvæga gegn Íslandi. Þetta staðfesti EHF, Evrópska handknattleiks sambandið, í samtali við TV 2. Þrátt fyrir jákvætt sýni fékk Karabatic leyfi frá EHF til þess að spila leikinn gegn Íslandi sem íslensku strákarnir unnu 29-21. Á þessu er skýring samkvæmt þeim svörum sem TV 2 SPORT er með í höndunum frá EHF. „Nikola Karabatic fékk Covid-19 sýkingu í desember og hann getur enn þá reynst jákvæður á Covid prófum. Á jákvæða prófi Frakkans frá fimmtudeginum voru CT-gildin hans svo há að aðstæðurnar voru metnar á þann hátt að ekki væri hætta á sýkingu,“ segir í svörum EHF til TV 2. TV 2 tekur fram að ekki væri vitað hversu há CT-gildin voru, sem mæld voru í Karabatic. CT-gildi segir til um hversu mikið magn af vírus viðkomandi einstaklingur er með í sér. Því hærra gildi, því minna magn af vírus er í einstaklingnum. Samkvæmt sóttvarnarreglum EHF sem tóku gildi í ágúst 2021, nánar tiltekið í grein 4.3.2, þá má leikmaður sem áður hefur greinst með Covid-19 sýkingu, ekki spila keppnisleik nema CT-gildi leikmannsins séu yfir 30. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sjá meira
Karabatic var með jákvætt sýni í sýnatökum sem teknar voru eftir sigur Frakka á Hollendingum á fimmtudagskvöldinu, tæpum 48 tímum fyrir leikinn mikilvæga gegn Íslandi. Þetta staðfesti EHF, Evrópska handknattleiks sambandið, í samtali við TV 2. Þrátt fyrir jákvætt sýni fékk Karabatic leyfi frá EHF til þess að spila leikinn gegn Íslandi sem íslensku strákarnir unnu 29-21. Á þessu er skýring samkvæmt þeim svörum sem TV 2 SPORT er með í höndunum frá EHF. „Nikola Karabatic fékk Covid-19 sýkingu í desember og hann getur enn þá reynst jákvæður á Covid prófum. Á jákvæða prófi Frakkans frá fimmtudeginum voru CT-gildin hans svo há að aðstæðurnar voru metnar á þann hátt að ekki væri hætta á sýkingu,“ segir í svörum EHF til TV 2. TV 2 tekur fram að ekki væri vitað hversu há CT-gildin voru, sem mæld voru í Karabatic. CT-gildi segir til um hversu mikið magn af vírus viðkomandi einstaklingur er með í sér. Því hærra gildi, því minna magn af vírus er í einstaklingnum. Samkvæmt sóttvarnarreglum EHF sem tóku gildi í ágúst 2021, nánar tiltekið í grein 4.3.2, þá má leikmaður sem áður hefur greinst með Covid-19 sýkingu, ekki spila keppnisleik nema CT-gildi leikmannsins séu yfir 30.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sjá meira