Gera þurfi gangskör í að uppræta stafrænt kynferðisofbeldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. janúar 2022 20:35 Sophie Mortimer vann að einu stærsta stafræna kynferðisbrotamáli sögunnar. Vísir/Arnar Halldórsson Ungar stúlkur verða fyrir ofbeldi á netinu í sívaxandi mæli. Breskur sérfræðingur í stafrænu kynferðisofbeldi segir að ríki heims þurfi að gera gangskör að því að uppræta ofbeldi af þessu tagi enda hafi þau alla burði til þess. Talið er að um fjögur prósent landsmanna verði fyrir stafrænu kynferðisofbeldi eða fái hótun um slíkt. Ríkislögreglustjóri fór nýverið í herferð gegn slíkum ofbeldisbrotum gagnvart unglingum en talið er að ungar stúlkur verði í auknum mæli fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. „Það er viðhorfsbreyting sem er enn þá þörf og ég hugsa að á meðan við búum ekki við kynjajafnrétti þá munum við halda áfram að sjá brot sem byggja á því að fólk af ákveðnu kyni, í þessu tilviki konur, eru teknar meira fyrir,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, stjórnarformaður NORDREF, sem stóð fyrir málþingi um málaflokkinn. Rætt var við Þórdísi Elvu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Braut á 2000 manneskjum Á málþinginu lýsti Sophie Mortimer, yfirmaður Revenge Porn Helpline í Bretlandi, rannsókn sinni í einu stærsta stafræna kynferðisbrotamáli sögunnar, þar sem einn gerandi braut á rúmlega tvö þúsund manneskjum, allt niður í átta mánaða börn. „Hann hafði misnotað fjölmargar berskjaldaðar, ungar konur sem hann nálgaðist í gegnum Netið. Hann bauð þeim peninga og þóttist vera „sykurpabbi“ og tældi þær til að senda sér vægar nektarmyndir. Hann notaði svo myndirnar til að lokka þær til að afhenda sér sífellt grófara myndefni. Þegar ég segi gróft þá á ég við miklu grófara efni en þú gætir ímyndað þér. Því var ætlað að valda þessum ungu konum hámarksþjáningu og niðurlægingu,“ segir Sophie. Á að vera hægt að fjarlægja allt efni Gerandinn var í fyrra dæmdur í 32 ára fangelsi en Sophie telur að það muni taka mörg ár að fjarlægja allar myndir sem manninum tókst að dreifa á netinu. Hún segir að ekki megi líta á þetta sem einangrað tilvik, því á meðan eftirspurnin sé til staðar verði framboðið það líka. Um sé að ræða gríðarlegt samfélagsmein, sem vel eigi að vera hægt að uppræta. „Jafnvel þó efnið sé fjarlægt er hægt að setja það aftur inn. Því er hlaðið upp á ný og hægt að deila því aftur. Slíkt er eðli Netsins og ég neita að trúa því að við getum ekki fjarlægt allt slíkt efni. Ég tel okkur geta það og við eigum að leggja allt kapp á að gera það.“ Einnig var fjallað um svokallaða Incel-hópa á netinu en stærsta Incel-samfélag heims er hýst hér á landi. Umfjöllunina má sjá í spilaranum hér að neðan. Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Talið er að um fjögur prósent landsmanna verði fyrir stafrænu kynferðisofbeldi eða fái hótun um slíkt. Ríkislögreglustjóri fór nýverið í herferð gegn slíkum ofbeldisbrotum gagnvart unglingum en talið er að ungar stúlkur verði í auknum mæli fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. „Það er viðhorfsbreyting sem er enn þá þörf og ég hugsa að á meðan við búum ekki við kynjajafnrétti þá munum við halda áfram að sjá brot sem byggja á því að fólk af ákveðnu kyni, í þessu tilviki konur, eru teknar meira fyrir,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, stjórnarformaður NORDREF, sem stóð fyrir málþingi um málaflokkinn. Rætt var við Þórdísi Elvu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Braut á 2000 manneskjum Á málþinginu lýsti Sophie Mortimer, yfirmaður Revenge Porn Helpline í Bretlandi, rannsókn sinni í einu stærsta stafræna kynferðisbrotamáli sögunnar, þar sem einn gerandi braut á rúmlega tvö þúsund manneskjum, allt niður í átta mánaða börn. „Hann hafði misnotað fjölmargar berskjaldaðar, ungar konur sem hann nálgaðist í gegnum Netið. Hann bauð þeim peninga og þóttist vera „sykurpabbi“ og tældi þær til að senda sér vægar nektarmyndir. Hann notaði svo myndirnar til að lokka þær til að afhenda sér sífellt grófara myndefni. Þegar ég segi gróft þá á ég við miklu grófara efni en þú gætir ímyndað þér. Því var ætlað að valda þessum ungu konum hámarksþjáningu og niðurlægingu,“ segir Sophie. Á að vera hægt að fjarlægja allt efni Gerandinn var í fyrra dæmdur í 32 ára fangelsi en Sophie telur að það muni taka mörg ár að fjarlægja allar myndir sem manninum tókst að dreifa á netinu. Hún segir að ekki megi líta á þetta sem einangrað tilvik, því á meðan eftirspurnin sé til staðar verði framboðið það líka. Um sé að ræða gríðarlegt samfélagsmein, sem vel eigi að vera hægt að uppræta. „Jafnvel þó efnið sé fjarlægt er hægt að setja það aftur inn. Því er hlaðið upp á ný og hægt að deila því aftur. Slíkt er eðli Netsins og ég neita að trúa því að við getum ekki fjarlægt allt slíkt efni. Ég tel okkur geta það og við eigum að leggja allt kapp á að gera það.“ Einnig var fjallað um svokallaða Incel-hópa á netinu en stærsta Incel-samfélag heims er hýst hér á landi. Umfjöllunina má sjá í spilaranum hér að neðan.
Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira