Vonast eftir því besta en búa sig undir það versta Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2022 16:12 Úkraínskir sjálfboðaliðar æfa sig í almenningsgarði í Kænugarði. AP/Efrem Lukatsky Íbúar borgarinnar Kharkiv, sem er sú næst stærsta í Úkraínu, vonast eftir því besta en búa sig undir það versta. Borgin er í austurhluta landsins, skammt frá landamærum Rússlands þar sem tugir þúsunda hermanna eru staddir. Yfirvöld og íbúar Úkraínu óttast að Rússar geri innrás í landið á næstunni og Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Kharkiv mögulega eitt af skotmörkum Rússa. Kharkiv er mikil iðnaðarborg en þar eru meðal annars verksmiðjur þar sem traktorar, skriðdrekar og flugvélar eru framleiddar. Það eru fleiri sem óttast innrás í Úkraínu en fregnir hafa borist af því að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi skipað fjölskyldum starfsmanna sendiráðsins í Úkraínu að yfirgefa landið. Um níutíu tonn af hernaðarbirgðum frá Bandaríkjunum bárust til Úkraínu í dag. Þar á meðal eru vopn og skotfæri fyrir menn á víglínunum. Eystrasaltsríkin hafa einnig sagst ætla að senda Úkraínumönnum vopn sem hönnuð eru til að granda flugvélum og þyrlum annars vegar og skriðdrekum hins vegar. Ráðamenn í Rússlandi segjast ekki ætla að gera aðra innrás í Úkraínu. Þeir krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafsbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Kröfurnar hafa náð yfir ríki sem gengu til liðs við NATO eftir árið 1997. Kröfurnar náðu þó ekki fyrr en í gær yfir Rúmeníu og Búlgaríu, sem bæði eru í Atlantshafsbandalaginu. Ríkisstjórnar þeirra landa hafa ekki tekið kröfum vel og segja óásættanlegt að ráðamenn í Rússlandi ætli sé að stjórna utanríkismálum annarra fullvalda ríkja. Rúmenar sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem kröfur Rússa voru sagðar óásættanlegar og ekki væri tilefni til að ræða þær. Þá sögðu Búlgarar að Rússar ættu að virða utanríkisstefnu Búlgaríu. Forsvarsmenn NATO hafa sagt að ekki komi til greina að verða við kröfum Rússa. Sjá einnig: Rússar búast við svörum við kröfum sínum í næstu viku Hin áðurnefnda Kharkiv er í um 42 kílómetra fjarlægð frá landamærum Rússlands. Blaðamaður Reuters ræddi nýverið við íbúa þar sem segjast margir ætla að berjast gegn Rússum komi til innrásar. Aðrir segjast ætla að flýja. Igor Terekhov, borgarstjóri, hefur sagt að hann muni aldrei leyfa Rússum að taka borgina, þar sem um 1,4 milljónir manna búa. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin. Einn viðmælandi Reuters í Kharkiv sagði líkti stöðunni þá við ástandið núna. „Engum datt í hug að þetta gæti gerst á Krímskaga. Enginn gat ímyndað sér það. Ég vil ekki trúa því að þetta geti gerst hér en við vitum ekki hvað gerist næst.“ Úkraína Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Stjóri Sameinuðu þjóðanna segir heiminn fara versnandi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn að mörgu leyti verri síðan hann hóf fyrsta kjörtímabil sitt fyrir fimm árum. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar, veðurfarsbreytinga og aukinnar spennu ríkja á milli. 21. janúar 2022 10:23 „Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Forseti Úkraínu svaraði Bandaríkjaforseta fyrr í dag og segir að það sé ekkert sem hægt sé að kalla minniháttar árás; rétt eins og það séu engin minniháttar mannaföll eða lítilsháttar hryggð vegna ástvinamissis. 20. janúar 2022 21:48 „Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15 Allt gæti farið úr böndunum hjá Rússum Prófessor í stjórnmálaheimspeki segir afleiðingar af mögulegri innrás Rússa í Úkraínu geta verið grafalvarlegar. Þegar spenna sé orðin eins mikil og nú þurfi lítið til að allt fari úr böndunum og stríð eða jafnvel styrjöld brjótist út. 20. janúar 2022 13:09 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Sjá meira
Yfirvöld og íbúar Úkraínu óttast að Rússar geri innrás í landið á næstunni og Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Kharkiv mögulega eitt af skotmörkum Rússa. Kharkiv er mikil iðnaðarborg en þar eru meðal annars verksmiðjur þar sem traktorar, skriðdrekar og flugvélar eru framleiddar. Það eru fleiri sem óttast innrás í Úkraínu en fregnir hafa borist af því að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi skipað fjölskyldum starfsmanna sendiráðsins í Úkraínu að yfirgefa landið. Um níutíu tonn af hernaðarbirgðum frá Bandaríkjunum bárust til Úkraínu í dag. Þar á meðal eru vopn og skotfæri fyrir menn á víglínunum. Eystrasaltsríkin hafa einnig sagst ætla að senda Úkraínumönnum vopn sem hönnuð eru til að granda flugvélum og þyrlum annars vegar og skriðdrekum hins vegar. Ráðamenn í Rússlandi segjast ekki ætla að gera aðra innrás í Úkraínu. Þeir krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafsbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Kröfurnar hafa náð yfir ríki sem gengu til liðs við NATO eftir árið 1997. Kröfurnar náðu þó ekki fyrr en í gær yfir Rúmeníu og Búlgaríu, sem bæði eru í Atlantshafsbandalaginu. Ríkisstjórnar þeirra landa hafa ekki tekið kröfum vel og segja óásættanlegt að ráðamenn í Rússlandi ætli sé að stjórna utanríkismálum annarra fullvalda ríkja. Rúmenar sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem kröfur Rússa voru sagðar óásættanlegar og ekki væri tilefni til að ræða þær. Þá sögðu Búlgarar að Rússar ættu að virða utanríkisstefnu Búlgaríu. Forsvarsmenn NATO hafa sagt að ekki komi til greina að verða við kröfum Rússa. Sjá einnig: Rússar búast við svörum við kröfum sínum í næstu viku Hin áðurnefnda Kharkiv er í um 42 kílómetra fjarlægð frá landamærum Rússlands. Blaðamaður Reuters ræddi nýverið við íbúa þar sem segjast margir ætla að berjast gegn Rússum komi til innrásar. Aðrir segjast ætla að flýja. Igor Terekhov, borgarstjóri, hefur sagt að hann muni aldrei leyfa Rússum að taka borgina, þar sem um 1,4 milljónir manna búa. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin. Einn viðmælandi Reuters í Kharkiv sagði líkti stöðunni þá við ástandið núna. „Engum datt í hug að þetta gæti gerst á Krímskaga. Enginn gat ímyndað sér það. Ég vil ekki trúa því að þetta geti gerst hér en við vitum ekki hvað gerist næst.“
Úkraína Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Stjóri Sameinuðu þjóðanna segir heiminn fara versnandi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn að mörgu leyti verri síðan hann hóf fyrsta kjörtímabil sitt fyrir fimm árum. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar, veðurfarsbreytinga og aukinnar spennu ríkja á milli. 21. janúar 2022 10:23 „Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Forseti Úkraínu svaraði Bandaríkjaforseta fyrr í dag og segir að það sé ekkert sem hægt sé að kalla minniháttar árás; rétt eins og það séu engin minniháttar mannaföll eða lítilsháttar hryggð vegna ástvinamissis. 20. janúar 2022 21:48 „Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15 Allt gæti farið úr böndunum hjá Rússum Prófessor í stjórnmálaheimspeki segir afleiðingar af mögulegri innrás Rússa í Úkraínu geta verið grafalvarlegar. Þegar spenna sé orðin eins mikil og nú þurfi lítið til að allt fari úr böndunum og stríð eða jafnvel styrjöld brjótist út. 20. janúar 2022 13:09 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Sjá meira
Stjóri Sameinuðu þjóðanna segir heiminn fara versnandi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn að mörgu leyti verri síðan hann hóf fyrsta kjörtímabil sitt fyrir fimm árum. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar, veðurfarsbreytinga og aukinnar spennu ríkja á milli. 21. janúar 2022 10:23
„Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Forseti Úkraínu svaraði Bandaríkjaforseta fyrr í dag og segir að það sé ekkert sem hægt sé að kalla minniháttar árás; rétt eins og það séu engin minniháttar mannaföll eða lítilsháttar hryggð vegna ástvinamissis. 20. janúar 2022 21:48
„Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15
Allt gæti farið úr böndunum hjá Rússum Prófessor í stjórnmálaheimspeki segir afleiðingar af mögulegri innrás Rússa í Úkraínu geta verið grafalvarlegar. Þegar spenna sé orðin eins mikil og nú þurfi lítið til að allt fari úr böndunum og stríð eða jafnvel styrjöld brjótist út. 20. janúar 2022 13:09