Einar Örn smitaður og lýsir næstu leikjum af hótelherberginu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. janúar 2022 14:07 Íþróttafréttamaðurinn Einar Örn Jónsson hefur lýst leikjum við góðan orðstír. Hann hyggst færa starfsstöð sína inn á hótelherbergi greinist hann jákvæður á PCR-prófi. RÚV Íþróttafréttamaðurinn Einar Örn Jónsson er líklega kominn í hóp covid-smitaðra í Ungverjalandi en hann greindist jákvæður á hraðprófi í morgun. Hann spyr þó að leikslokum og segir að talsvert sé um að hraðprófin gefi falskar niðurstöður. „Ég er bara að fara í PCR-próf núna og svo kemur þetta í ljós,“ segir Einar Örn í samtali við Vísi. Smituðum fjölgar ört í íslenska hópnum. Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, greindist jákvæður á hraðprófi í dag en hann bíður sömuleiðis eftir niðurstöðu úr PCR prófi. Sex íslenskir landsliðsmenn hafa greinst smitaðir síðustu daga auk leikmanna annarra þjóða. Aðspurður segist Einar Örn ekki kenna sér meins. Hans sé hins vegar raddlaus sem hann telur þó frekar skýrast af mikilli raddbeitingu í lýsingu sinni á leik Íslands og Danmerkur í gær. Þá vill hann bíða með hvers kyns yfirlýsingar að svo stöddu og bindur vonir við að hafa fengið falskar niðurstöður úr hraðprófinu. Hvað lýsingar hans varðar, muni það ekki koma að sök – hann muni einfaldlega færa starfsstöð sína inn á hótelherbergi og lýsa leikjunum þaðan. Þeir sem þegar hafa smitast af Covid19 eru þeir Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson, Aron Pálmarsson, Bjarki Má Elísson og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Í dag koma þeir Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson til móts við liðið og líklega þarf að hringja í fleiri ljósi stöðunnar. Uppfært klukkan 16:00 Einar Örn hefur fengið jákvæða niðurstöðu úr PCR-prófinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Björgvin Páll ósáttur: „Þetta er EM til skammar“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vandar mótshöldurum á EM ekki kveðjurnar í færslu á Twitter. 21. janúar 2022 13:26 „Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar“ Framkvæmdastjóri HSÍ segir ljóst að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Ungverjalandi þar sem Evrópumótið í handbolta fer fram en sex leikmenn íslenska liðsins og sjúkraþjálfari hafa nú greinst smitaðir. Búið er að herða sóttvarnir hjá liðinu og vonir bundnar við að fleiri greinist ekki smitaðir á næstu dögum. Framkvæmdastjóri HSÍ telur engar líkur á því að mótinu verði frestað. 21. janúar 2022 13:10 Sjúkraþjálfarinn líka kominn með Covid Eins og við mátti búast komu því miður fleiri slæm tíðindi er herbúðum strákanna okkar í dag. 21. janúar 2022 12:57 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Sjá meira
„Ég er bara að fara í PCR-próf núna og svo kemur þetta í ljós,“ segir Einar Örn í samtali við Vísi. Smituðum fjölgar ört í íslenska hópnum. Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, greindist jákvæður á hraðprófi í dag en hann bíður sömuleiðis eftir niðurstöðu úr PCR prófi. Sex íslenskir landsliðsmenn hafa greinst smitaðir síðustu daga auk leikmanna annarra þjóða. Aðspurður segist Einar Örn ekki kenna sér meins. Hans sé hins vegar raddlaus sem hann telur þó frekar skýrast af mikilli raddbeitingu í lýsingu sinni á leik Íslands og Danmerkur í gær. Þá vill hann bíða með hvers kyns yfirlýsingar að svo stöddu og bindur vonir við að hafa fengið falskar niðurstöður úr hraðprófinu. Hvað lýsingar hans varðar, muni það ekki koma að sök – hann muni einfaldlega færa starfsstöð sína inn á hótelherbergi og lýsa leikjunum þaðan. Þeir sem þegar hafa smitast af Covid19 eru þeir Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson, Aron Pálmarsson, Bjarki Má Elísson og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Í dag koma þeir Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson til móts við liðið og líklega þarf að hringja í fleiri ljósi stöðunnar. Uppfært klukkan 16:00 Einar Örn hefur fengið jákvæða niðurstöðu úr PCR-prófinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Björgvin Páll ósáttur: „Þetta er EM til skammar“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vandar mótshöldurum á EM ekki kveðjurnar í færslu á Twitter. 21. janúar 2022 13:26 „Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar“ Framkvæmdastjóri HSÍ segir ljóst að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Ungverjalandi þar sem Evrópumótið í handbolta fer fram en sex leikmenn íslenska liðsins og sjúkraþjálfari hafa nú greinst smitaðir. Búið er að herða sóttvarnir hjá liðinu og vonir bundnar við að fleiri greinist ekki smitaðir á næstu dögum. Framkvæmdastjóri HSÍ telur engar líkur á því að mótinu verði frestað. 21. janúar 2022 13:10 Sjúkraþjálfarinn líka kominn með Covid Eins og við mátti búast komu því miður fleiri slæm tíðindi er herbúðum strákanna okkar í dag. 21. janúar 2022 12:57 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Sjá meira
Björgvin Páll ósáttur: „Þetta er EM til skammar“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vandar mótshöldurum á EM ekki kveðjurnar í færslu á Twitter. 21. janúar 2022 13:26
„Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar“ Framkvæmdastjóri HSÍ segir ljóst að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Ungverjalandi þar sem Evrópumótið í handbolta fer fram en sex leikmenn íslenska liðsins og sjúkraþjálfari hafa nú greinst smitaðir. Búið er að herða sóttvarnir hjá liðinu og vonir bundnar við að fleiri greinist ekki smitaðir á næstu dögum. Framkvæmdastjóri HSÍ telur engar líkur á því að mótinu verði frestað. 21. janúar 2022 13:10
Sjúkraþjálfarinn líka kominn með Covid Eins og við mátti búast komu því miður fleiri slæm tíðindi er herbúðum strákanna okkar í dag. 21. janúar 2022 12:57