Færri þurfa að leggjast inn vegna veirunnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. janúar 2022 18:00 Þrátt fyrir að færri hafi lagst inn vegna veirunnar undanfarna daga er álagið enn mikið á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Þeim hefur fækkað verulega síðustu daga sem hafa þurft að leggjast inn á Landspítalann vegna kórónuveirunnar. Þá eru veikindi þeirra sem þurft hafa að leggjast inn minni en áður. Í gær greindust 1.302 með kórónuveiruna innanlands en um helmingur var í sóttkví. Þá eru 32 nú á sjúkrahúsi með Covid-19, en voru 33 í gær. Þeim hefur fækkað síðustu daga sem þurft hafa að leggjast inn í Landspítalann vegna Covid-19 og verið tveir á dag. Þegar mest var fyrr í mánuðinum þurftu ellefu að leggjast inn á spítalann á einum degi. Þá hefur innlagnarhlutfallið í aldurshópnum 50 til 74 ára farið úr 6-8% hjá óbólusettum niður í undir 1% á þessum tíma. Í svörum frá Landspítalanum kemur fram að nú sé staðan sú að fleiri liggi nú inni með Covid-19 en þeir sem hafi verið lagðir inn vegna Covid-19. Þá séu veikindi þeirra sem nú leggjast inn minni en áður. Þrátt fyrir að færri leggist inn á spítalann vegna veirunnar er staðan enn erfið á spítalanum að mati stjórnenda. Fjöldi starfsmanna er í sóttkví og einangrun og mikið álag fylgir þeim sjúklingum sem eru með veiruna og þurfa að leggjast inn. Ekki tekin óþarfa áhætta Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að létta á samkomutakmörkunum að svo stöddu. „Við erum búin að vera með þessar takmarkanir núna í gangi í tæpa viku og það er líka verið að skamma okkur fyrir það ef við erum að hringla mikið. Annað hvort að herða of fljótt eða séum alltaf að breyta. Þannig að þessar takmarkanir gilda í tvær vikur og ég held að það sé best að reyna að taka þetta svolítið í skrefum.“ Hann vill engu að síður skoða að halda áfram með að slaka á reglum um einangrun, sóttkví og sýnatöku. Þá kemur til greina að börn sem eru tvíbólusett sleppi við sóttkví. „Við ætlum bara að fikra okkur áfram og gera þetta eins vel og við getum þannig að við séum ekki að reyna að taka neina óþarfa áhættu en ég held að það sé algjörlega nauðsynlegt að við gerum það og svörum þeirri breytingum sem við erum að sjá á faraldrinum á þann veg.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir „Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallar eftir því að sóttvarnatakmarkanir verði endurskoðaðar í ljósi stöðu faraldursins. Ekki þurfi að bíða eftir frekari gögnum til að sjá að þróunin sé á réttri leið og ekki lengur þörf á hörðustu samkomutakmörkunum. 19. janúar 2022 21:59 Algjörlega óraunhæft að komast niður í 500 smit Tveir læknar Landspítalans eru sammála um að það sé heldur óraunhæft markmið að ná daglegum fjölda smitaðra niður í 500 manns eins og sóttvarnalæknir sagði að markmiðið væri á fundi velferðarnefndar Alþingis síðasta þriðjudag. 18. janúar 2022 20:31 Um þriðjungur Covid-smitaðra á Landspítala ekki inni vegna Covid Um þriðjungur þeirra sem liggja inni á Landspítala í einangrun með Covid-19 eru þar vegna annarra veikinda eða meiðsla. Nýtt spálíkan er væntanlegt frá spítalanum sem gæti orðið til þess að sóttvarnalæknir endurskoði samkomutakmarkanir. 17. janúar 2022 19:31 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Í gær greindust 1.302 með kórónuveiruna innanlands en um helmingur var í sóttkví. Þá eru 32 nú á sjúkrahúsi með Covid-19, en voru 33 í gær. Þeim hefur fækkað síðustu daga sem þurft hafa að leggjast inn í Landspítalann vegna Covid-19 og verið tveir á dag. Þegar mest var fyrr í mánuðinum þurftu ellefu að leggjast inn á spítalann á einum degi. Þá hefur innlagnarhlutfallið í aldurshópnum 50 til 74 ára farið úr 6-8% hjá óbólusettum niður í undir 1% á þessum tíma. Í svörum frá Landspítalanum kemur fram að nú sé staðan sú að fleiri liggi nú inni með Covid-19 en þeir sem hafi verið lagðir inn vegna Covid-19. Þá séu veikindi þeirra sem nú leggjast inn minni en áður. Þrátt fyrir að færri leggist inn á spítalann vegna veirunnar er staðan enn erfið á spítalanum að mati stjórnenda. Fjöldi starfsmanna er í sóttkví og einangrun og mikið álag fylgir þeim sjúklingum sem eru með veiruna og þurfa að leggjast inn. Ekki tekin óþarfa áhætta Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að létta á samkomutakmörkunum að svo stöddu. „Við erum búin að vera með þessar takmarkanir núna í gangi í tæpa viku og það er líka verið að skamma okkur fyrir það ef við erum að hringla mikið. Annað hvort að herða of fljótt eða séum alltaf að breyta. Þannig að þessar takmarkanir gilda í tvær vikur og ég held að það sé best að reyna að taka þetta svolítið í skrefum.“ Hann vill engu að síður skoða að halda áfram með að slaka á reglum um einangrun, sóttkví og sýnatöku. Þá kemur til greina að börn sem eru tvíbólusett sleppi við sóttkví. „Við ætlum bara að fikra okkur áfram og gera þetta eins vel og við getum þannig að við séum ekki að reyna að taka neina óþarfa áhættu en ég held að það sé algjörlega nauðsynlegt að við gerum það og svörum þeirri breytingum sem við erum að sjá á faraldrinum á þann veg.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir „Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallar eftir því að sóttvarnatakmarkanir verði endurskoðaðar í ljósi stöðu faraldursins. Ekki þurfi að bíða eftir frekari gögnum til að sjá að þróunin sé á réttri leið og ekki lengur þörf á hörðustu samkomutakmörkunum. 19. janúar 2022 21:59 Algjörlega óraunhæft að komast niður í 500 smit Tveir læknar Landspítalans eru sammála um að það sé heldur óraunhæft markmið að ná daglegum fjölda smitaðra niður í 500 manns eins og sóttvarnalæknir sagði að markmiðið væri á fundi velferðarnefndar Alþingis síðasta þriðjudag. 18. janúar 2022 20:31 Um þriðjungur Covid-smitaðra á Landspítala ekki inni vegna Covid Um þriðjungur þeirra sem liggja inni á Landspítala í einangrun með Covid-19 eru þar vegna annarra veikinda eða meiðsla. Nýtt spálíkan er væntanlegt frá spítalanum sem gæti orðið til þess að sóttvarnalæknir endurskoði samkomutakmarkanir. 17. janúar 2022 19:31 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallar eftir því að sóttvarnatakmarkanir verði endurskoðaðar í ljósi stöðu faraldursins. Ekki þurfi að bíða eftir frekari gögnum til að sjá að þróunin sé á réttri leið og ekki lengur þörf á hörðustu samkomutakmörkunum. 19. janúar 2022 21:59
Algjörlega óraunhæft að komast niður í 500 smit Tveir læknar Landspítalans eru sammála um að það sé heldur óraunhæft markmið að ná daglegum fjölda smitaðra niður í 500 manns eins og sóttvarnalæknir sagði að markmiðið væri á fundi velferðarnefndar Alþingis síðasta þriðjudag. 18. janúar 2022 20:31
Um þriðjungur Covid-smitaðra á Landspítala ekki inni vegna Covid Um þriðjungur þeirra sem liggja inni á Landspítala í einangrun með Covid-19 eru þar vegna annarra veikinda eða meiðsla. Nýtt spálíkan er væntanlegt frá spítalanum sem gæti orðið til þess að sóttvarnalæknir endurskoði samkomutakmarkanir. 17. janúar 2022 19:31
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent