Allt gæti farið úr böndunum hjá Rússum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. janúar 2022 13:09 Jón Ólafsson, hefur sérhæft sig í málefnum Rússlands. Hann er prófessor við Háskóla Íslands. vísir/arnar Prófessor í stjórnmálaheimspeki segir afleiðingar af mögulegri innrás Rússa í Úkraínu geta verið grafalvarlegar. Þegar spenna sé orðin eins mikil og nú þurfi lítið til að allt fari úr böndunum og stríð eða jafnvel styrjöld brjótist út. Rússar fóru að færa meira herlið að landamærum Úkraínu fyrir um tveimur mánuðum. Síðan hefur spenna magnast mjög á svæðinu og sífellt fleiri fréttir berast af því að Rússar búi sig undir innrás í landið. Joe Biden Bandaríkjaforseti gekk svo langt í gær að segja að hann teldi víst að Rússar myndu taka það skref. Jón Ólafsson, stjórnmálaheimspekiprófessor við Háskóla Íslands sem hefur sérhæft sig í málefnum Rússlands, telur ólíklegt að Bandaríkjaforseti hafi endilega mikið fyrir sér í sínum yfirlýsingum en vilji skerpa betur á alvarleika stöðunnar fyrir alþjóðasamfélaginu. Gígantískt skref að ráðast inn í landið Hann segir þó að mjög margt bendi til að Rússar séu tilbúnari nú en nokkru sinni fyrr að ráðast inn í Úkraínu. „Það að fara inn í Úkraínu með herlið er alveg gígantískt skref fyrir Rússa,“ segir Jón. Þeir hafi til dæmis aldrei viðurkennt að hafa ráðist á Úkraínumenn og þegar þeir tóku Krímskaga 2014 var sú aðgerð máluð upp sem björgunaraðgerð fyrir fólkið þar. Úkraínskur hermaður tilbúinn í átök við landamærin. Rússar hafa komið 100 þúsund hermönnum fyrir á svæðinu.ap/Andriy Dubchak Ef Rússar gengju svo langt segir Jón ómögulegt að spá fyrir um hvort önnur lönd myndu blanda sér í stríðið. „Nú spá því flestir að í raun myndu Vesturlönd ekki ganga svo langt en þetta er bara svo alvarlegt mál, þetta er svo stór breyting á þessu viðkvæma samkomulagi um landamæri sem hefur verið að smáriðlast síðan kalda stríðinu lauk að afleiðingarnar eru bara ófyrirsjáanlegar,“ segir Jón. Er þá ekki hætta á því að heimsstyrjöld brjótist jafnvel út? „Ætli það... En svona spenna getur samt farið úr böndunum. Það er það sem er alltaf stóra hættan í þessu,“ segir Jón. Úkraína Rússland Hernaður NATO Bandaríkin Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Rússar fóru að færa meira herlið að landamærum Úkraínu fyrir um tveimur mánuðum. Síðan hefur spenna magnast mjög á svæðinu og sífellt fleiri fréttir berast af því að Rússar búi sig undir innrás í landið. Joe Biden Bandaríkjaforseti gekk svo langt í gær að segja að hann teldi víst að Rússar myndu taka það skref. Jón Ólafsson, stjórnmálaheimspekiprófessor við Háskóla Íslands sem hefur sérhæft sig í málefnum Rússlands, telur ólíklegt að Bandaríkjaforseti hafi endilega mikið fyrir sér í sínum yfirlýsingum en vilji skerpa betur á alvarleika stöðunnar fyrir alþjóðasamfélaginu. Gígantískt skref að ráðast inn í landið Hann segir þó að mjög margt bendi til að Rússar séu tilbúnari nú en nokkru sinni fyrr að ráðast inn í Úkraínu. „Það að fara inn í Úkraínu með herlið er alveg gígantískt skref fyrir Rússa,“ segir Jón. Þeir hafi til dæmis aldrei viðurkennt að hafa ráðist á Úkraínumenn og þegar þeir tóku Krímskaga 2014 var sú aðgerð máluð upp sem björgunaraðgerð fyrir fólkið þar. Úkraínskur hermaður tilbúinn í átök við landamærin. Rússar hafa komið 100 þúsund hermönnum fyrir á svæðinu.ap/Andriy Dubchak Ef Rússar gengju svo langt segir Jón ómögulegt að spá fyrir um hvort önnur lönd myndu blanda sér í stríðið. „Nú spá því flestir að í raun myndu Vesturlönd ekki ganga svo langt en þetta er bara svo alvarlegt mál, þetta er svo stór breyting á þessu viðkvæma samkomulagi um landamæri sem hefur verið að smáriðlast síðan kalda stríðinu lauk að afleiðingarnar eru bara ófyrirsjáanlegar,“ segir Jón. Er þá ekki hætta á því að heimsstyrjöld brjótist jafnvel út? „Ætli það... En svona spenna getur samt farið úr böndunum. Það er það sem er alltaf stóra hættan í þessu,“ segir Jón.
Úkraína Rússland Hernaður NATO Bandaríkin Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira