Allt gæti farið úr böndunum hjá Rússum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. janúar 2022 13:09 Jón Ólafsson, hefur sérhæft sig í málefnum Rússlands. Hann er prófessor við Háskóla Íslands. vísir/arnar Prófessor í stjórnmálaheimspeki segir afleiðingar af mögulegri innrás Rússa í Úkraínu geta verið grafalvarlegar. Þegar spenna sé orðin eins mikil og nú þurfi lítið til að allt fari úr böndunum og stríð eða jafnvel styrjöld brjótist út. Rússar fóru að færa meira herlið að landamærum Úkraínu fyrir um tveimur mánuðum. Síðan hefur spenna magnast mjög á svæðinu og sífellt fleiri fréttir berast af því að Rússar búi sig undir innrás í landið. Joe Biden Bandaríkjaforseti gekk svo langt í gær að segja að hann teldi víst að Rússar myndu taka það skref. Jón Ólafsson, stjórnmálaheimspekiprófessor við Háskóla Íslands sem hefur sérhæft sig í málefnum Rússlands, telur ólíklegt að Bandaríkjaforseti hafi endilega mikið fyrir sér í sínum yfirlýsingum en vilji skerpa betur á alvarleika stöðunnar fyrir alþjóðasamfélaginu. Gígantískt skref að ráðast inn í landið Hann segir þó að mjög margt bendi til að Rússar séu tilbúnari nú en nokkru sinni fyrr að ráðast inn í Úkraínu. „Það að fara inn í Úkraínu með herlið er alveg gígantískt skref fyrir Rússa,“ segir Jón. Þeir hafi til dæmis aldrei viðurkennt að hafa ráðist á Úkraínumenn og þegar þeir tóku Krímskaga 2014 var sú aðgerð máluð upp sem björgunaraðgerð fyrir fólkið þar. Úkraínskur hermaður tilbúinn í átök við landamærin. Rússar hafa komið 100 þúsund hermönnum fyrir á svæðinu.ap/Andriy Dubchak Ef Rússar gengju svo langt segir Jón ómögulegt að spá fyrir um hvort önnur lönd myndu blanda sér í stríðið. „Nú spá því flestir að í raun myndu Vesturlönd ekki ganga svo langt en þetta er bara svo alvarlegt mál, þetta er svo stór breyting á þessu viðkvæma samkomulagi um landamæri sem hefur verið að smáriðlast síðan kalda stríðinu lauk að afleiðingarnar eru bara ófyrirsjáanlegar,“ segir Jón. Er þá ekki hætta á því að heimsstyrjöld brjótist jafnvel út? „Ætli það... En svona spenna getur samt farið úr böndunum. Það er það sem er alltaf stóra hættan í þessu,“ segir Jón. Úkraína Rússland Hernaður NATO Bandaríkin Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Rússar fóru að færa meira herlið að landamærum Úkraínu fyrir um tveimur mánuðum. Síðan hefur spenna magnast mjög á svæðinu og sífellt fleiri fréttir berast af því að Rússar búi sig undir innrás í landið. Joe Biden Bandaríkjaforseti gekk svo langt í gær að segja að hann teldi víst að Rússar myndu taka það skref. Jón Ólafsson, stjórnmálaheimspekiprófessor við Háskóla Íslands sem hefur sérhæft sig í málefnum Rússlands, telur ólíklegt að Bandaríkjaforseti hafi endilega mikið fyrir sér í sínum yfirlýsingum en vilji skerpa betur á alvarleika stöðunnar fyrir alþjóðasamfélaginu. Gígantískt skref að ráðast inn í landið Hann segir þó að mjög margt bendi til að Rússar séu tilbúnari nú en nokkru sinni fyrr að ráðast inn í Úkraínu. „Það að fara inn í Úkraínu með herlið er alveg gígantískt skref fyrir Rússa,“ segir Jón. Þeir hafi til dæmis aldrei viðurkennt að hafa ráðist á Úkraínumenn og þegar þeir tóku Krímskaga 2014 var sú aðgerð máluð upp sem björgunaraðgerð fyrir fólkið þar. Úkraínskur hermaður tilbúinn í átök við landamærin. Rússar hafa komið 100 þúsund hermönnum fyrir á svæðinu.ap/Andriy Dubchak Ef Rússar gengju svo langt segir Jón ómögulegt að spá fyrir um hvort önnur lönd myndu blanda sér í stríðið. „Nú spá því flestir að í raun myndu Vesturlönd ekki ganga svo langt en þetta er bara svo alvarlegt mál, þetta er svo stór breyting á þessu viðkvæma samkomulagi um landamæri sem hefur verið að smáriðlast síðan kalda stríðinu lauk að afleiðingarnar eru bara ófyrirsjáanlegar,“ segir Jón. Er þá ekki hætta á því að heimsstyrjöld brjótist jafnvel út? „Ætli það... En svona spenna getur samt farið úr böndunum. Það er það sem er alltaf stóra hættan í þessu,“ segir Jón.
Úkraína Rússland Hernaður NATO Bandaríkin Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira