Kæra starfshætti SÁÁ til héraðssaksóknara Eiður Þór Árnason skrifar 17. janúar 2022 17:23 Héraðssaksóknari vildi ekki veita frekari upplýsingar um stöðu málsins að svo stöddu. vísir/vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur borist kæra frá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands vegna máls sem varðar starfshætti SÁÁ. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi en kæran barst embættinu í seinustu viku. Embætti landlæknis og Persónuvernd hefur sömuleiðis verið tilkynnt um málið. Stundin greindi fyrst frá. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir króna í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefndin telur tilhæfulausa. Sjúkratryggingar gera aðallega athugasemdir við að ungmennadeild SÁÁ á Vogi hafi verið vannýtt, að göngudeild SÁÁ hafi verið lokað árið 2020 og vegna þess sem Sjúkratryggingar segja ranga reikninga ráðgjafa vegna viðtala við skjólstæðinga. Málið verið lengi í vinnslu SÁÁ hafnar athugasemdum Sjúkratrygginga og telur Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, misskilnings gæta hjá eftirlitsdeildinni. „Maður er mjög hryggur yfir þessari niðurstöðu [eftirlitsdeildar SÍ]. Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín hvernig þetta er sem kemur frá eftirlitinu, sagði Einar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Málið á sér langan aðdraganda og hefur verið lengi í vinnslu hjá eftirlitsdeild SÍ. Samkvæmt heimildum Vísis er málið afar viðkvæmt og hefur verið rætt meðal æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Samkvæmt gögnum sem Vísir hefur undir höndum gæti verið um saknæmt athæfi að ræða og ef fram fer sem horfir gæti málið komið til kasta ýmissa stjórnsýslueininga. Einar Hermannsson, formaður SÁÁ.Vísir/Vilhelm Eigi ekki stoð í raunveruleikanum Alvarlegasta gagnrýni eftirlitsdeildarinnar lýtur að reikningum vegna viðtala við skjólstæðinga og fullyrðir deildin að símtöl hafi verið hringd að frumkvæði ráðgjafa en rukkað fyrir þau sem ráðgjafasímtöl. Einar sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að þessi ásökun eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. „Öll þessi símtöl sem voru hringd voru annað hvort að beiðni skjólstæðinga eða þá að viðhalda sambandi við skjólstæðing.“ María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga, sagði í samtali við fréttastofu að stofnunin hafi verið í miklum samskiptum við SÁÁ vegna athugunarinnar. „Þetta mál er enn þá í vinnslu og okkur finnst mikilvægt að því ljúki sem fyrst enda um mjög mikilvæga starfsemi að ræða,“ sagði María. Einar sagði í Bítinu í morgun að málinu væri ekki lokið heldur eigi SÁÁ eftir að setjast niður með forstjóra Sjúkratrygginga og fara yfir málið. Þau hjá SÁÁ hafi sent svör á föstudaginn síðastliðinn og engin lokaniðurstaða sé komin í málið. „Þetta er bara skoðun eftirlitsnefndar. Ég hef fulla trú á að þetta leysist. Það er kveðið á um það í lögum að við eigum að veita sem bestu þjónustuna.“ Vísir hefur sent fyrirspurn á forstjóra Sjúkratrygginga Íslands og óskað eftir frekari gögnum. Stjórnsýsla Fíkn Heilbrigðismál SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Tengdar fréttir „Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín“ Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, telur misskilnings gæta hjá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands sem hefur krafið SÁÁ um 175 milljónir króna vegna tilhæfulausra reikninga. 17. janúar 2022 11:44 Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. 14. janúar 2022 11:44 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Embætti landlæknis og Persónuvernd hefur sömuleiðis verið tilkynnt um málið. Stundin greindi fyrst frá. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir króna í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefndin telur tilhæfulausa. Sjúkratryggingar gera aðallega athugasemdir við að ungmennadeild SÁÁ á Vogi hafi verið vannýtt, að göngudeild SÁÁ hafi verið lokað árið 2020 og vegna þess sem Sjúkratryggingar segja ranga reikninga ráðgjafa vegna viðtala við skjólstæðinga. Málið verið lengi í vinnslu SÁÁ hafnar athugasemdum Sjúkratrygginga og telur Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, misskilnings gæta hjá eftirlitsdeildinni. „Maður er mjög hryggur yfir þessari niðurstöðu [eftirlitsdeildar SÍ]. Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín hvernig þetta er sem kemur frá eftirlitinu, sagði Einar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Málið á sér langan aðdraganda og hefur verið lengi í vinnslu hjá eftirlitsdeild SÍ. Samkvæmt heimildum Vísis er málið afar viðkvæmt og hefur verið rætt meðal æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Samkvæmt gögnum sem Vísir hefur undir höndum gæti verið um saknæmt athæfi að ræða og ef fram fer sem horfir gæti málið komið til kasta ýmissa stjórnsýslueininga. Einar Hermannsson, formaður SÁÁ.Vísir/Vilhelm Eigi ekki stoð í raunveruleikanum Alvarlegasta gagnrýni eftirlitsdeildarinnar lýtur að reikningum vegna viðtala við skjólstæðinga og fullyrðir deildin að símtöl hafi verið hringd að frumkvæði ráðgjafa en rukkað fyrir þau sem ráðgjafasímtöl. Einar sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að þessi ásökun eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. „Öll þessi símtöl sem voru hringd voru annað hvort að beiðni skjólstæðinga eða þá að viðhalda sambandi við skjólstæðing.“ María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga, sagði í samtali við fréttastofu að stofnunin hafi verið í miklum samskiptum við SÁÁ vegna athugunarinnar. „Þetta mál er enn þá í vinnslu og okkur finnst mikilvægt að því ljúki sem fyrst enda um mjög mikilvæga starfsemi að ræða,“ sagði María. Einar sagði í Bítinu í morgun að málinu væri ekki lokið heldur eigi SÁÁ eftir að setjast niður með forstjóra Sjúkratrygginga og fara yfir málið. Þau hjá SÁÁ hafi sent svör á föstudaginn síðastliðinn og engin lokaniðurstaða sé komin í málið. „Þetta er bara skoðun eftirlitsnefndar. Ég hef fulla trú á að þetta leysist. Það er kveðið á um það í lögum að við eigum að veita sem bestu þjónustuna.“ Vísir hefur sent fyrirspurn á forstjóra Sjúkratrygginga Íslands og óskað eftir frekari gögnum.
Stjórnsýsla Fíkn Heilbrigðismál SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Tengdar fréttir „Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín“ Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, telur misskilnings gæta hjá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands sem hefur krafið SÁÁ um 175 milljónir króna vegna tilhæfulausra reikninga. 17. janúar 2022 11:44 Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. 14. janúar 2022 11:44 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
„Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín“ Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, telur misskilnings gæta hjá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands sem hefur krafið SÁÁ um 175 milljónir króna vegna tilhæfulausra reikninga. 17. janúar 2022 11:44
Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. 14. janúar 2022 11:44