Áramótaheit og orkuskiptin Halla Hrund Logadóttir skrifar 17. janúar 2022 15:31 Það er janúar. Svellkaldur niðdimmur mánuður sem við gjarnan nýtum til að íhuga framtíðina og hvert við viljum fara. Setjum okkur markmið. Áramótaheit. Og vinnum svo markvisst að því að ná þeim. Að minnsta kosti á fyrstu dögum ársins. Yfirleitt eru ýmis ljón í veginum. Hindranir sem þarf að yfirstíga til að komast í mark. Nýverið setti ríkisstjórnin orkuskiptin á dagskrá í nýjum stjórnarsáttmála. Eins konar áramótaheit um að Ísland nái loftslagsskuldbindingum og verði fyrsta „olíulausa“ landið. Það er mikilvægt og gjöfult markmið sem getur fært Íslandi mörg tækifæri. Það gerir hagkerfið loftslagsvænna. Það sparar gjaldeyristekjur. Það getur styrkt nýsköpun og tæknivæðingu. En eins og með önnur áramótaheiti þá eru ljónin á ferli og hindranir til staðar. Ein af þeim stærstu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir er sú að það er ekki öruggt að laus orka, hvort sem er úr nýjum eða eldri virkjunum, rati í orkuskiptin innanlands. Í regluverki orkugeirans er markmiðið að hæstbjóðandi kaupi orkuna. Og hæstbjóðandi, þegar eftirspurn er mikil, er ekki endilega rafbílaeigandi í Kópavogi, gróðurhús á Suðurlandi eða fiskimjölsverksmiðja sem hefur fjárfest í að rafvæða innviði sína. Hæstbjóðandi orkunnar er heldur ekki endilega samfélög á köldum svæðum, s.s. í Bolungarvík og á Snæfellsnesi, sem nota olíu sem varaafl, ef þau fá ekki græna orku. Það er semsagt ekki gefið að meiri orkuframleiðsla eða auknar fjárfestingar í flutningskerfinu skili sér beint í árangur í orkuskiptum og gefi tækifæri til að ná áramótaheitinu. Til þess þarf margt að ávinnast. Kortleggja þarf orkumarkaðinn sjálfan og skapa lagaumgjörð svo að orkan rati í orkuskiptin og árangur náist. Ef það er markmiðið. Við eigum verðmæt en takmörkuð gæði. Orkan okkar er endurnýjanleg en ekki óendanleg. Betri útfærsla laga og regluverks er grunnurinn að því að hljóð og mynd fari saman; orkan og orkuskiptin, eins og oft er sagt í umræðunni. Þannig eigum við möguleika á að sigra ljónin í veginum. Það er kjarni málsins. Höfundur er Orkumálastjóri og aðjúnkt við Harvard háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Halla Hrund Logadóttir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Það er janúar. Svellkaldur niðdimmur mánuður sem við gjarnan nýtum til að íhuga framtíðina og hvert við viljum fara. Setjum okkur markmið. Áramótaheit. Og vinnum svo markvisst að því að ná þeim. Að minnsta kosti á fyrstu dögum ársins. Yfirleitt eru ýmis ljón í veginum. Hindranir sem þarf að yfirstíga til að komast í mark. Nýverið setti ríkisstjórnin orkuskiptin á dagskrá í nýjum stjórnarsáttmála. Eins konar áramótaheit um að Ísland nái loftslagsskuldbindingum og verði fyrsta „olíulausa“ landið. Það er mikilvægt og gjöfult markmið sem getur fært Íslandi mörg tækifæri. Það gerir hagkerfið loftslagsvænna. Það sparar gjaldeyristekjur. Það getur styrkt nýsköpun og tæknivæðingu. En eins og með önnur áramótaheiti þá eru ljónin á ferli og hindranir til staðar. Ein af þeim stærstu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir er sú að það er ekki öruggt að laus orka, hvort sem er úr nýjum eða eldri virkjunum, rati í orkuskiptin innanlands. Í regluverki orkugeirans er markmiðið að hæstbjóðandi kaupi orkuna. Og hæstbjóðandi, þegar eftirspurn er mikil, er ekki endilega rafbílaeigandi í Kópavogi, gróðurhús á Suðurlandi eða fiskimjölsverksmiðja sem hefur fjárfest í að rafvæða innviði sína. Hæstbjóðandi orkunnar er heldur ekki endilega samfélög á köldum svæðum, s.s. í Bolungarvík og á Snæfellsnesi, sem nota olíu sem varaafl, ef þau fá ekki græna orku. Það er semsagt ekki gefið að meiri orkuframleiðsla eða auknar fjárfestingar í flutningskerfinu skili sér beint í árangur í orkuskiptum og gefi tækifæri til að ná áramótaheitinu. Til þess þarf margt að ávinnast. Kortleggja þarf orkumarkaðinn sjálfan og skapa lagaumgjörð svo að orkan rati í orkuskiptin og árangur náist. Ef það er markmiðið. Við eigum verðmæt en takmörkuð gæði. Orkan okkar er endurnýjanleg en ekki óendanleg. Betri útfærsla laga og regluverks er grunnurinn að því að hljóð og mynd fari saman; orkan og orkuskiptin, eins og oft er sagt í umræðunni. Þannig eigum við möguleika á að sigra ljónin í veginum. Það er kjarni málsins. Höfundur er Orkumálastjóri og aðjúnkt við Harvard háskóla.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar