Síauknir refsiskattar á íbúa vegna orkuskipta Ágústa Ágústsdóttir skrifar 16. janúar 2022 18:30 Þann 13. janúar síðastliðinn á hinum árlega skattadegi, talaði fjármálaráðherra um að aðrar leiðir til að skattleggja notkun ökutækja væru í skoðun. Tekjur af eldsneytisgjöldum hefðu lækkað verulega síðustu ár og við því þyrfti að bregðast. Að leita yrði nýrra leiða og að búa yrði til nýtt tekjulíkan, vegna þeirra tekna sem tapast þegar sífellt færri aka á farartækjum sem ganga fyrir bensíni eða olíu. Eitt stærsta verkefni nýs kjörtímabils í skatta- og gjaldamálum sé að koma á laggirnar framtíðartekjuöflunarkerfi vegna umferðar og orkuskipta. Ein leiðin væri t.d. að skattleggja út frá aflestri á kílómetrastöðu. Það eru einkennileg vinnubrögð að setja þá stefnu í framkvæmd að leggja refsiskatta á þær bifreiðar sem nota jarðefnaeldsneyti með því að hækka eldsneytisgjald (og það oftar en einu sinni) og kalla það græna hvata sem eigi að vísa mönnum í rétta átt, þ.e. að fjárfesta í rafmagnsbílum. Umbun þeirra sem ákveða að gera slíkt er sú að að þurfa ekki að borga eðlilega bifreiðaskatta eins og allir aðrir og virðisaukaskattur er felldur niður. Allt í lagi, það má halda því fram að þessi ákveðna umbun geti kallast hvati. En í kjarnanum er það enginn hvati þegar tapinu úr ríkissjóði vegna hans er mætt með því að hækka skattana á þá sem geta ekki eða hafa ekki val um slíkt. Rúsínan í pylsuendanum er svo umrædd yfirlýsing Bjarna Ben, að vegna þess hve tekjur ríkissjóðs hafa minnkað, vegna einmitt fjölda fjárfestinga í rafmagnsbílum að tilstuðlan grænu hvatanna, þá þurfi að mæta því með enn öðrum refsisköttum á bílaeigendur. Og hverjir ætli muni koma verst út úr skattlagningu aflesturs á kílómetrastöðu ? Enn og aftur verður það landsbyggðin sem mun blæða mest. Íbúar á landsbyggðinni og þá sérstaklega í dreifbýli þurfa að aka lengstu vegalengdir allra. Og það er ekki bara vegna atvinnu. Inn í þetta koma miklar vegalengdir vegna heilbrigðisþjónustu, verslunarferða, íþróttaiðkunar barna o.fl. Og þeir sem telja að ekkert mál sé að samræma ferðir, þá er það ekki svo einfalt. Nú þegar gerir fólk það eins og mögulegt er. Margar fjölskyldur komast ekki hjá því að eiga tvær bifreiðar og ekki er hægt að segja að almenningssamgöngur á landsbyggðinni séu til staðar sem raunverulegur hvati til fækkunar í bílaflotanum. Svo skulum við ekki gleyma því sem nýlega gekk í gegn en það var lokun skoðunarstöðva í minni dreifbýlum, sem þýðir að mikill fjöldi íbúa þarf að aka milli 300 - 400 km leið til að koma bílnum á skoðunarstöð. Sem þýðir óumflýjanlega að fólk þarf að taka sér frí frá vinnu. Svo ekki sé nú minnst á ef bifreiðin fær endurskoðun. Við skulum endilega refsa fólki ofan í þetta með sérstökum skatti á ekinn kílómeter. Eingöngu snillingar gætu látið sér detta jafnmikla flónsku í hug og þetta. Landsbyggðin er háð vöruflutningum á milli landshluta þar sem kostnaður hefur hækkað gríðarlega á stuttum tíma. Og hverjir eru það sem bera þann kostnað ? Það eru íbúarnir og minnstu fyrirtækin. Á meðan stærstu fyrirtækin fá um 80% afslátt af flutningsgjöldum er hinum aukna kostnaði velt yfir á herðar almennings og lítilla fyrirtækja. Undir þessu getur enginn staðið til lengdar. Það leyndi sér á engan hátt hvaða sess landsbyggðin hefur í raun, í augum nýstofnaðrar ríkisstjórnar eftir alþingiskostningar í haust. Ráðherraval flokkanna lagði þau spil skýrt á borðið fyrir alþjóð að sjá. Á því leikur enginn vafi lengur að sitjandi ríkisstjórn hefur algjörlega tapað sýninni á mikilvægi þess að halda landinu í byggð utan suðvesturhornsins. Auðvaldsskjöldurinn er þeirra skjaldamerki og leiðarvísir í þeirri vegferð að greiða veginn fyrir stóru risana að gleypa þá litlu. Það er algjörlega siðlaust með öllu að beita íbúa ítrekuðum refsisköttum vegna þeirrar stefnu sem tekin hefur verið er kemur að orkuskiptum í landinu. Það er sérkennileg frelsisbarátta hjá lýðræðisþjóð að tala um land óháð jarðefnaeldsneyti þegar við erum á sama tíma að sigla inn í hendurnar á þjóðum eins og Kína t.d. sem nú þegar hefur náð a.m.k. 80% yfirráðum yfir þeim námum í heiminum sem framleiða þá sjaldgæfu jarðmálma sem við vesturlandabúar þurfum á að halda til að viðhalda þeim “græna” stimpli sem við keppumst við að monta okkur af eins og það sé heil ólympíugrein út af fyrir sig. Við íslendingar eigum heimsmet í svo mörgu. Af hverju ekki í refsisköttum líka ? Höfundur er sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi og skipaði 4. sæti Miðflokksins í norðausturkjördæmi fyrir síðustu alþingiskostningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Orkuskipti Skattar og tollar Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þann 13. janúar síðastliðinn á hinum árlega skattadegi, talaði fjármálaráðherra um að aðrar leiðir til að skattleggja notkun ökutækja væru í skoðun. Tekjur af eldsneytisgjöldum hefðu lækkað verulega síðustu ár og við því þyrfti að bregðast. Að leita yrði nýrra leiða og að búa yrði til nýtt tekjulíkan, vegna þeirra tekna sem tapast þegar sífellt færri aka á farartækjum sem ganga fyrir bensíni eða olíu. Eitt stærsta verkefni nýs kjörtímabils í skatta- og gjaldamálum sé að koma á laggirnar framtíðartekjuöflunarkerfi vegna umferðar og orkuskipta. Ein leiðin væri t.d. að skattleggja út frá aflestri á kílómetrastöðu. Það eru einkennileg vinnubrögð að setja þá stefnu í framkvæmd að leggja refsiskatta á þær bifreiðar sem nota jarðefnaeldsneyti með því að hækka eldsneytisgjald (og það oftar en einu sinni) og kalla það græna hvata sem eigi að vísa mönnum í rétta átt, þ.e. að fjárfesta í rafmagnsbílum. Umbun þeirra sem ákveða að gera slíkt er sú að að þurfa ekki að borga eðlilega bifreiðaskatta eins og allir aðrir og virðisaukaskattur er felldur niður. Allt í lagi, það má halda því fram að þessi ákveðna umbun geti kallast hvati. En í kjarnanum er það enginn hvati þegar tapinu úr ríkissjóði vegna hans er mætt með því að hækka skattana á þá sem geta ekki eða hafa ekki val um slíkt. Rúsínan í pylsuendanum er svo umrædd yfirlýsing Bjarna Ben, að vegna þess hve tekjur ríkissjóðs hafa minnkað, vegna einmitt fjölda fjárfestinga í rafmagnsbílum að tilstuðlan grænu hvatanna, þá þurfi að mæta því með enn öðrum refsisköttum á bílaeigendur. Og hverjir ætli muni koma verst út úr skattlagningu aflesturs á kílómetrastöðu ? Enn og aftur verður það landsbyggðin sem mun blæða mest. Íbúar á landsbyggðinni og þá sérstaklega í dreifbýli þurfa að aka lengstu vegalengdir allra. Og það er ekki bara vegna atvinnu. Inn í þetta koma miklar vegalengdir vegna heilbrigðisþjónustu, verslunarferða, íþróttaiðkunar barna o.fl. Og þeir sem telja að ekkert mál sé að samræma ferðir, þá er það ekki svo einfalt. Nú þegar gerir fólk það eins og mögulegt er. Margar fjölskyldur komast ekki hjá því að eiga tvær bifreiðar og ekki er hægt að segja að almenningssamgöngur á landsbyggðinni séu til staðar sem raunverulegur hvati til fækkunar í bílaflotanum. Svo skulum við ekki gleyma því sem nýlega gekk í gegn en það var lokun skoðunarstöðva í minni dreifbýlum, sem þýðir að mikill fjöldi íbúa þarf að aka milli 300 - 400 km leið til að koma bílnum á skoðunarstöð. Sem þýðir óumflýjanlega að fólk þarf að taka sér frí frá vinnu. Svo ekki sé nú minnst á ef bifreiðin fær endurskoðun. Við skulum endilega refsa fólki ofan í þetta með sérstökum skatti á ekinn kílómeter. Eingöngu snillingar gætu látið sér detta jafnmikla flónsku í hug og þetta. Landsbyggðin er háð vöruflutningum á milli landshluta þar sem kostnaður hefur hækkað gríðarlega á stuttum tíma. Og hverjir eru það sem bera þann kostnað ? Það eru íbúarnir og minnstu fyrirtækin. Á meðan stærstu fyrirtækin fá um 80% afslátt af flutningsgjöldum er hinum aukna kostnaði velt yfir á herðar almennings og lítilla fyrirtækja. Undir þessu getur enginn staðið til lengdar. Það leyndi sér á engan hátt hvaða sess landsbyggðin hefur í raun, í augum nýstofnaðrar ríkisstjórnar eftir alþingiskostningar í haust. Ráðherraval flokkanna lagði þau spil skýrt á borðið fyrir alþjóð að sjá. Á því leikur enginn vafi lengur að sitjandi ríkisstjórn hefur algjörlega tapað sýninni á mikilvægi þess að halda landinu í byggð utan suðvesturhornsins. Auðvaldsskjöldurinn er þeirra skjaldamerki og leiðarvísir í þeirri vegferð að greiða veginn fyrir stóru risana að gleypa þá litlu. Það er algjörlega siðlaust með öllu að beita íbúa ítrekuðum refsisköttum vegna þeirrar stefnu sem tekin hefur verið er kemur að orkuskiptum í landinu. Það er sérkennileg frelsisbarátta hjá lýðræðisþjóð að tala um land óháð jarðefnaeldsneyti þegar við erum á sama tíma að sigla inn í hendurnar á þjóðum eins og Kína t.d. sem nú þegar hefur náð a.m.k. 80% yfirráðum yfir þeim námum í heiminum sem framleiða þá sjaldgæfu jarðmálma sem við vesturlandabúar þurfum á að halda til að viðhalda þeim “græna” stimpli sem við keppumst við að monta okkur af eins og það sé heil ólympíugrein út af fyrir sig. Við íslendingar eigum heimsmet í svo mörgu. Af hverju ekki í refsisköttum líka ? Höfundur er sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi og skipaði 4. sæti Miðflokksins í norðausturkjördæmi fyrir síðustu alþingiskostningar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun