„Spáin núna ætti eiginlega að heita vondur, verri, verstur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 13. janúar 2022 20:32 Hildur Helgadóttir verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala Vísir/Egill Bjartsýnasta spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 virðist nú vera að rætast. Verkefnastjóri hjá farsóttanefnd Landspítala segir orðalagið um bjartsýna spá villandi og telur nauðsynlegt að herða takmarkanir. Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri hjá farsóttanefnd Landspítala, segir ástandið á spítalanum slæmt. Samkvæmt bjartsýnisspá var gert ráð fyrir að tæplega sextíu sjúklingar yrðu inniliggjandi á Landspítala vegna kórónuveirunnar fyrir 20. janúar næstkomandi. Svartsýnasta spá spítalans gerði hins vegar ráð fyrir að allt að níutíu manns yrðu inniliggjandi. „Það er raunveruleg þörf vegna þess að þetta orðfæri að tala um bjartsýna spá er í raun og veru ekki gott, það er mismunandi. Spáin núna ætti eiginlega að heita vondur, verri, verstur. Og vonda spáin, sem er þá þessi svokallaða bjartsýnisspá, hún gerir ráð fyrir milli fimmtíu til sextíu inniliggjandi eftir viku og tíu á gjörgæslu og það er allt of mikið,“ segir Hildur. Aðspurð telur Hildur að auknar takmarkanir þurfi til að Landspítali ráði við álagið. Að óbreyttu stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. „Það er okkar mat að það sé það eina sem hægt er að gera. Það er að kæla niður samfélagið, það er að minnka umferðina, og það er til þess að ná smitunum niður úr þessum 1200 því þau leið til allt of margra innlagna. Þannig að við þurfum að ná þeim niður í svona 500 og það verður ekki gert öðruvísi en með hertum takmörkunum,“ segir Hildur Helgadóttir verkefnastjóri hjá farsóttanefnd Landspítala. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag en vill ekkert gefa upp um innihald þess að svo stöddu. Talið hefur verið líklegt sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir vegna faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Spítalinn þoli ekki tvo daga í viðbót í óbreyttu ástandi Sóttvarnalæknir segir að óbreyttu stefna í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Búast megi við yfir þúsund smitum á dag út mánuðinn sem Landspítalinn segist engan veginn ráða við. Stjórnvöld framlengdu samkomutakmarkanir um þrjár vikur í dag. 11. janúar 2022 19:56 „Náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu“ Formaður Læknafélags Íslands og formaður Félags hjúkrunarfræðinga kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við því mikla álagi sem sé á heilbrigðisstarfsfólk, til dæmis með tímabundnum álagsgreiðslum í faraldrinum. Ekki sé hægt að leggja það á fólk árum og mánuðum saman að einangra sig og vinni ítrekað langt um fram eðlilega vinnuskyldu. 13. janúar 2022 19:16 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri hjá farsóttanefnd Landspítala, segir ástandið á spítalanum slæmt. Samkvæmt bjartsýnisspá var gert ráð fyrir að tæplega sextíu sjúklingar yrðu inniliggjandi á Landspítala vegna kórónuveirunnar fyrir 20. janúar næstkomandi. Svartsýnasta spá spítalans gerði hins vegar ráð fyrir að allt að níutíu manns yrðu inniliggjandi. „Það er raunveruleg þörf vegna þess að þetta orðfæri að tala um bjartsýna spá er í raun og veru ekki gott, það er mismunandi. Spáin núna ætti eiginlega að heita vondur, verri, verstur. Og vonda spáin, sem er þá þessi svokallaða bjartsýnisspá, hún gerir ráð fyrir milli fimmtíu til sextíu inniliggjandi eftir viku og tíu á gjörgæslu og það er allt of mikið,“ segir Hildur. Aðspurð telur Hildur að auknar takmarkanir þurfi til að Landspítali ráði við álagið. Að óbreyttu stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. „Það er okkar mat að það sé það eina sem hægt er að gera. Það er að kæla niður samfélagið, það er að minnka umferðina, og það er til þess að ná smitunum niður úr þessum 1200 því þau leið til allt of margra innlagna. Þannig að við þurfum að ná þeim niður í svona 500 og það verður ekki gert öðruvísi en með hertum takmörkunum,“ segir Hildur Helgadóttir verkefnastjóri hjá farsóttanefnd Landspítala. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag en vill ekkert gefa upp um innihald þess að svo stöddu. Talið hefur verið líklegt sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir vegna faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Spítalinn þoli ekki tvo daga í viðbót í óbreyttu ástandi Sóttvarnalæknir segir að óbreyttu stefna í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Búast megi við yfir þúsund smitum á dag út mánuðinn sem Landspítalinn segist engan veginn ráða við. Stjórnvöld framlengdu samkomutakmarkanir um þrjár vikur í dag. 11. janúar 2022 19:56 „Náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu“ Formaður Læknafélags Íslands og formaður Félags hjúkrunarfræðinga kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við því mikla álagi sem sé á heilbrigðisstarfsfólk, til dæmis með tímabundnum álagsgreiðslum í faraldrinum. Ekki sé hægt að leggja það á fólk árum og mánuðum saman að einangra sig og vinni ítrekað langt um fram eðlilega vinnuskyldu. 13. janúar 2022 19:16 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Spítalinn þoli ekki tvo daga í viðbót í óbreyttu ástandi Sóttvarnalæknir segir að óbreyttu stefna í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Búast megi við yfir þúsund smitum á dag út mánuðinn sem Landspítalinn segist engan veginn ráða við. Stjórnvöld framlengdu samkomutakmarkanir um þrjár vikur í dag. 11. janúar 2022 19:56
„Náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu“ Formaður Læknafélags Íslands og formaður Félags hjúkrunarfræðinga kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við því mikla álagi sem sé á heilbrigðisstarfsfólk, til dæmis með tímabundnum álagsgreiðslum í faraldrinum. Ekki sé hægt að leggja það á fólk árum og mánuðum saman að einangra sig og vinni ítrekað langt um fram eðlilega vinnuskyldu. 13. janúar 2022 19:16