Ákærðir fyrstir fyrir uppreisn vegna árásarinnar á þingið Samúel Karl Ólason skrifar 13. janúar 2022 22:01 Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfgasamtakanna Oath Keepers. AP/Susan Walsh Stofnandi og leiðtogi hægri-öfgasamtakanna Oath Keepers hefur verið handtekinn og ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Auk Stewart Rhodes hafa minnst tíu aðrir meðlimir og félagar samtakanna verið handteknir. Mennirnir eru sakaðir um samsæri varðandi uppreisnaráróður (e. sedition). Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er þetta í fyrsta sinn sem kærum sem þessum er beitt í tengslum við árásina á þinghúsið. Ákærum sem þessum var síðast beitt árið 2010 gegn hópi manna sem voru ákærðir fyrir að ætla að reyna að velta stjórnvöldum Bandaríkjanna úr sessi. Þeir voru sýknaðir af uppreisnarákærum. Síðast þegar menn voru sakfelldir fyrir uppreisn var eftir árás fjögurra manna frá Púertó Ríkó á þinghúsið árið 1954. Þeir ruddust þar inn og hófu skothríð. Fimm þingmenn særðust í þeirri árás. Eins og frægt er réðust stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar í fyrra. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna sem Trump hafði tapað nokkrum mánuðum áður. Það var á grunni fjölmargra lyga Trumps og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur gegn Joe Biden. Mál mannanna sem um ræðir fór fyrir svokallaðan ákærudómstól þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og ákveða hvort tilefni sé til þess að beita ákærum. Að þessu sinni töldu kviðdómendurnir svo vera. Sjá einnig: Fara í hart gegn öfgahópum vegna árásarinnar á þinghúsið Aðrir meðlimir Oath Keepers og sambærilegra samtaka sem heita Proud Boys hafa meðal annars verið ákærðir fyrir að brjóta sér leið inn í þinghúsið og fyrir að koma nokkrum vopnuðum meðlimum fyrir a hóteli nærri Washington. Sá hópur átti að virka sem nokkurs konar viðbragðshópur ef þörf væri á. Nokkuð fleiri en sjö hundruð manns hafa verið handtekin vegna árásarinnar á þinghúsið en dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sagt að þetta sé umfangsmesta rannsókn Bandaríkjanna hingað til. Rhodes sjálfur fór ekki inn í þinghúsið en hann er sakaður um að hafa hjálpað til við að mynda þá atburðarás sem átti sér stað. Rhodes er meðal annars sakaður um að hafa hvatt fylgjendur sína til að fara til Washington og láta Trump vita að „fólkið stæði bak við hann“. Þá sagði hann meðlimum Oath Keepers þeir ættu að vera tilbúnir til að berjast gegn Antifa og ættu sömuleiðis að búa sig undir það að afar vopnaðir inn í þinghúsið. Samkvæmt dómsskjölum sagði Rhodes að Oath Keepers myndu verja Trump, því hann væri réttkjörinn forseti og hann þyrfti að bjarga Bandaríkjunum. „Því ef við þið gerið það ekki strákar, munið þið þurfa að taka þátt í blóðugri borgarastyrjöld og blóðugri, þið getið kallað það uppreisn, stríð eða bardaga,“ ku Rhodes hafa sagt. Hann á einnig að hafa sent skilaboð til meðlima Oath Keepers á 6. janúar um að Trump hafi ekki virst ætla að grípa til aðgerða. Því þyrftu föðurlandsvinir eins og þeir að taka málin í eigin hendur. Rhodes er fyrrverandi hermaður með lögfræðigráðu frá Yale. Samkvæmt frétt New York Times hefur hann verið til rannsóknar rá því í vor er hann ræddi við útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Rhodes og aðrir meðlimir Oath Keepers hafa sagt að markmið þeirra hefði ekki verið að fara inn í þinghúsið. Rhodes hefur sagt að þeir sem gerðu það hafi farið gegn skipunum hans. Minnst fjórir meðlimir samtakanna hafa þó sagt í vitnisburði að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir staðfestingu úrslitanna. Það hafi staðið til að fara inn í þinghúsið. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Kallar eftir breytingum á þingi og nýjum kosningalögum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag að hann væri hlynntur því að fella niður regluna um aukinn meirihluta í öldungadeildinni, svo Demókratar gætu komið nýjum kosningalögum þar í gegn. Hann sagði það nauðsynlegt til að vernda „hjarta og sál“ lýðræðisins í Bandaríkjunum. 11. janúar 2022 23:24 Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6. janúar 2022 14:14 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Mennirnir eru sakaðir um samsæri varðandi uppreisnaráróður (e. sedition). Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er þetta í fyrsta sinn sem kærum sem þessum er beitt í tengslum við árásina á þinghúsið. Ákærum sem þessum var síðast beitt árið 2010 gegn hópi manna sem voru ákærðir fyrir að ætla að reyna að velta stjórnvöldum Bandaríkjanna úr sessi. Þeir voru sýknaðir af uppreisnarákærum. Síðast þegar menn voru sakfelldir fyrir uppreisn var eftir árás fjögurra manna frá Púertó Ríkó á þinghúsið árið 1954. Þeir ruddust þar inn og hófu skothríð. Fimm þingmenn særðust í þeirri árás. Eins og frægt er réðust stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar í fyrra. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna sem Trump hafði tapað nokkrum mánuðum áður. Það var á grunni fjölmargra lyga Trumps og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur gegn Joe Biden. Mál mannanna sem um ræðir fór fyrir svokallaðan ákærudómstól þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og ákveða hvort tilefni sé til þess að beita ákærum. Að þessu sinni töldu kviðdómendurnir svo vera. Sjá einnig: Fara í hart gegn öfgahópum vegna árásarinnar á þinghúsið Aðrir meðlimir Oath Keepers og sambærilegra samtaka sem heita Proud Boys hafa meðal annars verið ákærðir fyrir að brjóta sér leið inn í þinghúsið og fyrir að koma nokkrum vopnuðum meðlimum fyrir a hóteli nærri Washington. Sá hópur átti að virka sem nokkurs konar viðbragðshópur ef þörf væri á. Nokkuð fleiri en sjö hundruð manns hafa verið handtekin vegna árásarinnar á þinghúsið en dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sagt að þetta sé umfangsmesta rannsókn Bandaríkjanna hingað til. Rhodes sjálfur fór ekki inn í þinghúsið en hann er sakaður um að hafa hjálpað til við að mynda þá atburðarás sem átti sér stað. Rhodes er meðal annars sakaður um að hafa hvatt fylgjendur sína til að fara til Washington og láta Trump vita að „fólkið stæði bak við hann“. Þá sagði hann meðlimum Oath Keepers þeir ættu að vera tilbúnir til að berjast gegn Antifa og ættu sömuleiðis að búa sig undir það að afar vopnaðir inn í þinghúsið. Samkvæmt dómsskjölum sagði Rhodes að Oath Keepers myndu verja Trump, því hann væri réttkjörinn forseti og hann þyrfti að bjarga Bandaríkjunum. „Því ef við þið gerið það ekki strákar, munið þið þurfa að taka þátt í blóðugri borgarastyrjöld og blóðugri, þið getið kallað það uppreisn, stríð eða bardaga,“ ku Rhodes hafa sagt. Hann á einnig að hafa sent skilaboð til meðlima Oath Keepers á 6. janúar um að Trump hafi ekki virst ætla að grípa til aðgerða. Því þyrftu föðurlandsvinir eins og þeir að taka málin í eigin hendur. Rhodes er fyrrverandi hermaður með lögfræðigráðu frá Yale. Samkvæmt frétt New York Times hefur hann verið til rannsóknar rá því í vor er hann ræddi við útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Rhodes og aðrir meðlimir Oath Keepers hafa sagt að markmið þeirra hefði ekki verið að fara inn í þinghúsið. Rhodes hefur sagt að þeir sem gerðu það hafi farið gegn skipunum hans. Minnst fjórir meðlimir samtakanna hafa þó sagt í vitnisburði að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir staðfestingu úrslitanna. Það hafi staðið til að fara inn í þinghúsið.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Kallar eftir breytingum á þingi og nýjum kosningalögum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag að hann væri hlynntur því að fella niður regluna um aukinn meirihluta í öldungadeildinni, svo Demókratar gætu komið nýjum kosningalögum þar í gegn. Hann sagði það nauðsynlegt til að vernda „hjarta og sál“ lýðræðisins í Bandaríkjunum. 11. janúar 2022 23:24 Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6. janúar 2022 14:14 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Kallar eftir breytingum á þingi og nýjum kosningalögum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag að hann væri hlynntur því að fella niður regluna um aukinn meirihluta í öldungadeildinni, svo Demókratar gætu komið nýjum kosningalögum þar í gegn. Hann sagði það nauðsynlegt til að vernda „hjarta og sál“ lýðræðisins í Bandaríkjunum. 11. janúar 2022 23:24
Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6. janúar 2022 14:14