Þjást í reykvískri náttúru en fjölga sér eins og kanínurnar sem þær eru Snorri Másson skrifar 12. janúar 2022 22:31 Gífurlegur fjöldi hálfvilltra kanína í Elliðaárdal er ekki á allra vitorði. Vandinn ágerist og nú á að grípa til mannúðlegra aðgerða. Dýrahjálp Íslands Gælukanínur sem látnar eru lausar í Elliðaárdal hljóta oft grimmileg örlög eftir stutta dvöl í náttúrunni. Nú á samstillt átak að koma þeim í skjól, enda stofninn að stækka of hratt. Kanínur eru ekki hluti af íslenskri náttúru en maður sem ætti leið niður í Elliðaárdal gæti alveg eins dregið þá ályktun. Hér er kominn myndarlegur stofn af allavega 2-300 villtum kanínum, sem eru sumar sorglega umkomulausar, ekki síst nú þegar frost er í jörðu. Fréttastofa leit við í Elliðaárdalnum og spjallaði við kanínur og sérfræðinga: Dýrin ekki hönnuð fyrir íslenskar aðstæður Nokkuð er um að kanínum sé sleppt í Elliðaárdalinn þegar eigendur sjá sér ekki lengur fært að sjá um þær. Þeim gengur eflaust gott eitt til, enda hljóta margir þeirra að sjá kanínur á fleti fyrir og hugsa, já, hér virðast þær hafa það gott. Sannleikurinn er þó sá að mikill munur er á þeim kanínum sem verða til hér í náttúrunni, það eru komnar tvær þrjár kynslóðir sem hafa alist upp við þessar aðstæður, og á gælukanínum sem eru allt í einu settar í þær aðstæður að þurfa að bjarga sér. Þær verða oft mjög illa úti. Kanínurnar flykktust að fréttamanni þegar boðið var upp á fábrotinn kálhaus - sem mun til marks um að þær taka öllu matarkyns fegins hendi.Vísir/Sigurjón Lífaldur kanína sem fæðast og lifa á þessu svæði er allajafna ekki talinn vera nema í kringum tvö ár, á meðan ekki er óeðlilegt fyrir gælukanínur að verða allt að 10-12 ára. „Það er mjög mikið dýravelferðarmál að dýr sem eru ekki hönnuð fyrir íslenskar aðstæður séu ekki skilin ein eftir við íslenskar aðstæður að vetri til,“ segir Þorkell Heiðarsson deildarstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkurborgar. „Það er ekki að ástæðulausu sem er talað um að einhverjir fjölgi sér eins og kanínur. Það varð hrun hérna í stofninum fyrir örfáum árum vegna skæðrar veirusýkingar sem kom upp í stofninum. Nú er hann byrjaður að jafna sig og við viljum gjarnan ná aðeins utan um þetta áður en stofninn verður risastór eins og hann var orðinn hérna fyrir nokkrum árum,“ segir Þorkell. Dýrahjálp og Villikanínur hafa tekið höndum saman um að veiða kanínurnar og koma þeim í skjól með hjálp sjálfboðaliða. Kanínustofninn í Elliðaárdal er í örum vexti, sem væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að kanínur eiga í raun alls ekki heima í íslenskri náttúru. Þetta er manngerður vandi.Vísir/Sigurjón Það ætti að koma böndum á stofninn, sem veldur þegar töluverðum vandræðum í borgarlandinu - og það skal gert á mannúðlegan hátt, því að ella kynni borgin að þurfa að grípa til þess að skjóta kanínur. Að komast inn í hlýju og stöðuga næringu er ákjósanlegra. „Núna í janúar ætla félögin, í samvinnu við Dýraþjónustu Reykjavíkur, að ná inn litlum hóp af kanínum úr Elliðárdalnum, er það gert til þess að meta stöðu og heilbrigði stofnsins. Ef verkefnið gengur vel er jafnvel ætlunin að reyna ná öllum þeim kanínum sem halda til á þessu svæði og koma þeim í skjól,“ segir í færslu Dýrahjálpar. Dýr Reykjavík Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Kanínur eru ekki hluti af íslenskri náttúru en maður sem ætti leið niður í Elliðaárdal gæti alveg eins dregið þá ályktun. Hér er kominn myndarlegur stofn af allavega 2-300 villtum kanínum, sem eru sumar sorglega umkomulausar, ekki síst nú þegar frost er í jörðu. Fréttastofa leit við í Elliðaárdalnum og spjallaði við kanínur og sérfræðinga: Dýrin ekki hönnuð fyrir íslenskar aðstæður Nokkuð er um að kanínum sé sleppt í Elliðaárdalinn þegar eigendur sjá sér ekki lengur fært að sjá um þær. Þeim gengur eflaust gott eitt til, enda hljóta margir þeirra að sjá kanínur á fleti fyrir og hugsa, já, hér virðast þær hafa það gott. Sannleikurinn er þó sá að mikill munur er á þeim kanínum sem verða til hér í náttúrunni, það eru komnar tvær þrjár kynslóðir sem hafa alist upp við þessar aðstæður, og á gælukanínum sem eru allt í einu settar í þær aðstæður að þurfa að bjarga sér. Þær verða oft mjög illa úti. Kanínurnar flykktust að fréttamanni þegar boðið var upp á fábrotinn kálhaus - sem mun til marks um að þær taka öllu matarkyns fegins hendi.Vísir/Sigurjón Lífaldur kanína sem fæðast og lifa á þessu svæði er allajafna ekki talinn vera nema í kringum tvö ár, á meðan ekki er óeðlilegt fyrir gælukanínur að verða allt að 10-12 ára. „Það er mjög mikið dýravelferðarmál að dýr sem eru ekki hönnuð fyrir íslenskar aðstæður séu ekki skilin ein eftir við íslenskar aðstæður að vetri til,“ segir Þorkell Heiðarsson deildarstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkurborgar. „Það er ekki að ástæðulausu sem er talað um að einhverjir fjölgi sér eins og kanínur. Það varð hrun hérna í stofninum fyrir örfáum árum vegna skæðrar veirusýkingar sem kom upp í stofninum. Nú er hann byrjaður að jafna sig og við viljum gjarnan ná aðeins utan um þetta áður en stofninn verður risastór eins og hann var orðinn hérna fyrir nokkrum árum,“ segir Þorkell. Dýrahjálp og Villikanínur hafa tekið höndum saman um að veiða kanínurnar og koma þeim í skjól með hjálp sjálfboðaliða. Kanínustofninn í Elliðaárdal er í örum vexti, sem væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að kanínur eiga í raun alls ekki heima í íslenskri náttúru. Þetta er manngerður vandi.Vísir/Sigurjón Það ætti að koma böndum á stofninn, sem veldur þegar töluverðum vandræðum í borgarlandinu - og það skal gert á mannúðlegan hátt, því að ella kynni borgin að þurfa að grípa til þess að skjóta kanínur. Að komast inn í hlýju og stöðuga næringu er ákjósanlegra. „Núna í janúar ætla félögin, í samvinnu við Dýraþjónustu Reykjavíkur, að ná inn litlum hóp af kanínum úr Elliðárdalnum, er það gert til þess að meta stöðu og heilbrigði stofnsins. Ef verkefnið gengur vel er jafnvel ætlunin að reyna ná öllum þeim kanínum sem halda til á þessu svæði og koma þeim í skjól,“ segir í færslu Dýrahjálpar.
Dýr Reykjavík Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira