Æði-strákarnir veittu Guðmundi Inga innblástur sem stefnir á þriðja sætið Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2022 11:35 Guðmundur Ingi Þóroddsson vill þriðja sætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í kosningunum í vor. Vísir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga, hefur ákveðið að bjóða sig fram í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hann segir að strákarnir í Æði hafi veitt honum innblástur til að bjóða sig fram. Í tilkynningu frá Guðmundur Ingi kemur fram að fyrir um ári hafi hann boðið sig fram í forvali Samfylkingarinnar til Alþingiskosninga, fengið þar mjög góða kosningu en að „utanaðkomandi öfl“ hafi komið í veg fyrir að hann tæki sæti á lista. Hann hafi svo íhugað næstu skref sín í stjórnmálunum. „Ég hef verið óviss og óttast að það sama myndi gerast ef ég ákveði að bjóða fram krafta mína á sveitarstjórnarstiginu, það er að segja að mér myndi ganga vel í prófkjörinu eingöngu til þess að vera kippt út á síðustu stundu. Það er mikill undirbúningur að baki slíku verkefni og ótrúlega margar klukkustundir af sjálfboðavinnu fjölda fólks. Ég vil ekki leggja slíkt á félaga mína og því hef ég legið lengi undir feldi. Það var á Nýársdag sem ég sá fyrst þættina ÆÐI í sjónvarpinu þar sem þrír ungir strákar, Bassi, Binni og Patrekur eru í aðalhlutverkum. Mér fannst mikið til koma og ég hreifst af hispursleysi þeirra og framtakssemi. Þeir segja það sem þeir hugsa og gera það sem það þeir vilja. Eitthvað ræddu þeir strákarnir um stjórnmál og sagðist Binni vera vinstri maður en Patrekur beygist til hægri, eða þar til hann áttaði sig á því fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur í raun og veru. Eftir að hafa „kynnst“ þessum eðaldrengjum, með hámhorfi, þá hugsaði ég með mér hversu dásamlegt það hefði nú verið ef ég hefði haft þeirra gildi, þeirra þor og dugnað á sama aldri. Eftir síðasta þáttinn ákvað ég að liggja ekki lengur undir feldi, taka strákana í ÆÐI mér til fyrirmyndar og kýla á ákvörðun. Að þessu sögðu hef ég ákveðið að bjóða Samfylkingunni krafta mína að nýju og nú fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor. Ég geri mér von um góða niðurstöðu í prófkjörinu og hef ákveðið að stefna á þriðja sæti listans. Ég geri mér fulla grein fyrir því að fyrir á fleti eru sterkir kandídatar og barist verður um sætið. Mér hefur meira að segja verið tjáð að sætið sé frátekið fyrir aðra frambjóðendur. En ég mun ekki velta mér upp úr því, ég mun kynna fyrir hvað ég stend, þau mál sem ég brenn fyrir og þekki vel. Ég tel mig eiga góðan möguleika á þriðja sætinu enda er ávallt þörf fyrir endurnýjun í stjórnmálum, að fá fram sjónarhorn annarra og ég mun koma fram með nýja vinkla. Flestir þekkja stöðu mína í málefnum jaðarsettra og minnihlutahópa en auk þess mun ég standa með smærri fyrirtækjum og úthverfum borgarinnar enda breiðhyltingur nú, uppalinn í árbænum og Fylkismaður,“ segir í tilkynningunni. Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Í tilkynningu frá Guðmundur Ingi kemur fram að fyrir um ári hafi hann boðið sig fram í forvali Samfylkingarinnar til Alþingiskosninga, fengið þar mjög góða kosningu en að „utanaðkomandi öfl“ hafi komið í veg fyrir að hann tæki sæti á lista. Hann hafi svo íhugað næstu skref sín í stjórnmálunum. „Ég hef verið óviss og óttast að það sama myndi gerast ef ég ákveði að bjóða fram krafta mína á sveitarstjórnarstiginu, það er að segja að mér myndi ganga vel í prófkjörinu eingöngu til þess að vera kippt út á síðustu stundu. Það er mikill undirbúningur að baki slíku verkefni og ótrúlega margar klukkustundir af sjálfboðavinnu fjölda fólks. Ég vil ekki leggja slíkt á félaga mína og því hef ég legið lengi undir feldi. Það var á Nýársdag sem ég sá fyrst þættina ÆÐI í sjónvarpinu þar sem þrír ungir strákar, Bassi, Binni og Patrekur eru í aðalhlutverkum. Mér fannst mikið til koma og ég hreifst af hispursleysi þeirra og framtakssemi. Þeir segja það sem þeir hugsa og gera það sem það þeir vilja. Eitthvað ræddu þeir strákarnir um stjórnmál og sagðist Binni vera vinstri maður en Patrekur beygist til hægri, eða þar til hann áttaði sig á því fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur í raun og veru. Eftir að hafa „kynnst“ þessum eðaldrengjum, með hámhorfi, þá hugsaði ég með mér hversu dásamlegt það hefði nú verið ef ég hefði haft þeirra gildi, þeirra þor og dugnað á sama aldri. Eftir síðasta þáttinn ákvað ég að liggja ekki lengur undir feldi, taka strákana í ÆÐI mér til fyrirmyndar og kýla á ákvörðun. Að þessu sögðu hef ég ákveðið að bjóða Samfylkingunni krafta mína að nýju og nú fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor. Ég geri mér von um góða niðurstöðu í prófkjörinu og hef ákveðið að stefna á þriðja sæti listans. Ég geri mér fulla grein fyrir því að fyrir á fleti eru sterkir kandídatar og barist verður um sætið. Mér hefur meira að segja verið tjáð að sætið sé frátekið fyrir aðra frambjóðendur. En ég mun ekki velta mér upp úr því, ég mun kynna fyrir hvað ég stend, þau mál sem ég brenn fyrir og þekki vel. Ég tel mig eiga góðan möguleika á þriðja sætinu enda er ávallt þörf fyrir endurnýjun í stjórnmálum, að fá fram sjónarhorn annarra og ég mun koma fram með nýja vinkla. Flestir þekkja stöðu mína í málefnum jaðarsettra og minnihlutahópa en auk þess mun ég standa með smærri fyrirtækjum og úthverfum borgarinnar enda breiðhyltingur nú, uppalinn í árbænum og Fylkismaður,“ segir í tilkynningunni.
Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira