Hækka þurfi viðbúnaðarstig á landsvísu og herða samkomutakmarkanir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. janúar 2022 19:11 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landspítalans telur rétt að hækka á viðbúnaðarstig almannavarna á landsvísu vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Kórónuveirusmituðum hafi fjölgað ískyggilega og að herða þurfi samkomutakmarkanir enn frekar til að sporna við frekari innlögnum. Tuttugu þúsund manns, eða um 5,5 prósent þjóðarinnar, eru nú í einangrun eða sóttkví, eftir að eitt þúsund fjörutíu og fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrjátíu og átta eru inniliggjandi á Landspítala, þar af átta á gjörgæslu og sex þeirra í öndunarvél. Forstjóri Landspítalans segir stöðuna aldrei hafa verið þyngri en nú. „Þeim hefur fjölgað ískyggilega covidsjúklingunum hjá okkur og miðað við nýjustu spá hvað varðar framhald þessa faraldurs að þá er ekkert sem bendir til þess að það muni draga úr,” segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Samkvæmt svartsýnustu spám Landspítala gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýnustu spár gera ráð fyrir 57 sjúklingum. Guðlaug Rakel segir að sjúkrahúsið geti ekki ráðið við svartsýnustu spár. „Maður vill ekki hugsa þá hugsun til enda og vonandi verðum við í líklegri spá eða bjartsýnni spá. Við erum að gera ráð fyrir 0,6 til 0,7 prósent innlagnahlutfalli og á meðan við erum með yfir þúsund smit á dag þá segir það sig sjálft hvernig þróunin verður.” Landspítalinn er nú á neyðarstigi, sem er hæsta viðbúnaðarstig, er ákveðið af viðbragðsstjórn spítalans hverju sinni. Guðlaug Rakel telur hins vegar að ganga þurfi lengra, jafnvel þurfi að hækka á viðbúnaðarstig almannavarna á landsvísu vegna stöðunnar, en það er núna á hættustigi. „Ég held að það þurfi að skoða almannavarnastigið yfir höfuð, hvort það sé komið að þeim tímapunkti að við þurfum að færa almannavarnir um stig.” Þá þurfi að herða samkomutakmarkanir enn frekar til að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið allt. „Það þarf að hægja á samfélaginu til að draga úr smitum og við vitum hvernig það gengur fyrir sig. Ég held að það sé okkar eina leið.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Sjá meira
Tuttugu þúsund manns, eða um 5,5 prósent þjóðarinnar, eru nú í einangrun eða sóttkví, eftir að eitt þúsund fjörutíu og fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrjátíu og átta eru inniliggjandi á Landspítala, þar af átta á gjörgæslu og sex þeirra í öndunarvél. Forstjóri Landspítalans segir stöðuna aldrei hafa verið þyngri en nú. „Þeim hefur fjölgað ískyggilega covidsjúklingunum hjá okkur og miðað við nýjustu spá hvað varðar framhald þessa faraldurs að þá er ekkert sem bendir til þess að það muni draga úr,” segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Samkvæmt svartsýnustu spám Landspítala gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýnustu spár gera ráð fyrir 57 sjúklingum. Guðlaug Rakel segir að sjúkrahúsið geti ekki ráðið við svartsýnustu spár. „Maður vill ekki hugsa þá hugsun til enda og vonandi verðum við í líklegri spá eða bjartsýnni spá. Við erum að gera ráð fyrir 0,6 til 0,7 prósent innlagnahlutfalli og á meðan við erum með yfir þúsund smit á dag þá segir það sig sjálft hvernig þróunin verður.” Landspítalinn er nú á neyðarstigi, sem er hæsta viðbúnaðarstig, er ákveðið af viðbragðsstjórn spítalans hverju sinni. Guðlaug Rakel telur hins vegar að ganga þurfi lengra, jafnvel þurfi að hækka á viðbúnaðarstig almannavarna á landsvísu vegna stöðunnar, en það er núna á hættustigi. „Ég held að það þurfi að skoða almannavarnastigið yfir höfuð, hvort það sé komið að þeim tímapunkti að við þurfum að færa almannavarnir um stig.” Þá þurfi að herða samkomutakmarkanir enn frekar til að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið allt. „Það þarf að hægja á samfélaginu til að draga úr smitum og við vitum hvernig það gengur fyrir sig. Ég held að það sé okkar eina leið.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Sjá meira