„Ekkert leyndarmál að þetta er ofboðslega erfitt andlega“ Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2022 08:31 Sveinn Jóhannsson yfirgaf Grand Hótel í gær og fer ekki með til Búdapest í næstu viku, á EM. vísir/Sigurjón Sveinn Jóhannsson var sviptur draumnum um að spila á EM í handbolta í næstu viku þegar hann meiddist í hné á landsliðsæfingu. Honum virðist hreinlega ekki hafa verið ætlað að spila á mótinu því áður hafði hann greinst með kórónuveirusmit á aðfangadag. „Það er ekkert leyndarmál að þetta er ofboðslega erfitt, andlega, að missa af svona stóru tækifæri með landsliðinu. Þetta er eitthvað sem maður er búinn að vinna að rosalega lengi,“ sagði Sveinn í viðtali við Guðjón Guðmundsson í gær, áður en hann yfirgaf hótel íslenska landsliðsins í Reykjavík. Klippa: Sveinn sviptur EM-draumnum Sveinn lék á sínu fyrsta stórmóti á EM 2020 og vann sér inn sæti í tuttugu manna EM-hópi Íslands í ár með góðri frammistöðu hjá SönderjyskE í Danmörku í vetur. Nú er sá draumur úti. „Maður er búinn að vera með það markmið í langan tíma að vera í sínu allra besta formi og það finnst mér hafa lukkast, en svo lendir maður því miður í svona áfalli. Það er lítið hægt að gera í því,“ sagði Sveinn en Daníel Þór Ingason var kallaður inn í EM-hópinn í hans stað. Stressaður vegna óvissu um sóttkví eftir smit á aðfangadag Áður hafði Sveinn greinst með kórónuveirusmit á aðfangadag: „Það var vissulega líka smá áfall. Maður var svolítið stressaður yfir því hvernig það myndi æxlast varðandi sóttkví og annað. En sem betur fer, fyrir mig, varð ég bara ekkert veikur og gat farið út og hreyft mig mikið. Þetta hafði engin áhrif á mig líkamlega, sem betur fer.“ Sveinn Jóhannsson er á leið til Þýskalands næsta sumar eftir þrjú ár hjá SönderjyskE. Hann er uppalinn hjá Fjölni en lék einnig með ÍR áður en hann fór til Danmerkur.vísir/Sigurjón Óvíst er hve lengi Sveinn verður frá keppni en hann er staðráðinn í að komast aftur í eins gott form og hann er í nú. „Ég myndi segja að ég væri í mínu besta líkamlega formi á minni lífsleið. Ég er í góðri leikþjálfun, góðu líkamlegu standi og var búinn að vera meiðslalaus í nokkur ár. Það er náttúrulega mjög jákvætt og ég veit núna á hvaða stað ég get náð aftur, og mun gera það eins hratt og hægt er. Nú er bara verið að meta hvað verður, sjúkrateymið hér og úti eru að vinna að því í sameiningu, og eins og er veit ég voðalega lítið og það verður bara að koma í ljós,“ sagði Sveinn. Þessi uppaldi línumaður Fjölnis er á leið til Erlangen í Þýskalandi í sumar eftir að hafa spilað með SönderjyskE í þrjú ár. Hlakkar til að brjóta niður nýjan vegg „Þetta er það sem maður hefur unnið að í langan tíma, að komast til Þýskalands. Þetta er besta deild í heimi, rosalega líkamleg og hörð, þannig að ég hlakka mjög mikið til. Núna er ég að lenda í þessu áfalli en allur minn tími fer í að vera í mínu besta standi þegar ég kem til Erlangen í sumar,“ sagði Sveinn sem tók undir með Guðjóni varðandi það að erfitt gæti verið fyrir íslenska leikmenn að fóta sig í Danmörku: „Danska deildin er mjög sterk. Það er getumunur á Íslandi og Danmörku, og gífurlega mikill hraði í deildinni í Danmörku. Fyrir mig sem svolítið stóran leikmann getur það verið svolítið erfitt. Deildin er gífurlega sterk og það tekur stundum svolítinn tíma að brjóta sig í gegnum þennan vegg sem maður lendir á. Það tekur mislangan tíma en hefur lukkast vel hjá mér finnst mér. Ég er búinn að undirbúa mig undir að maður lendi á nýjum vegg í Þýskalandi. Þetta er rosaleg harka þar, rosalega miklar kröfur, þungir leikmenn og mikið leikjaálag. Ég hlakka rosalega mikið til að takast á við það,“ sagði Sveinn. EM karla í handbolta 2022 Danski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
„Það er ekkert leyndarmál að þetta er ofboðslega erfitt, andlega, að missa af svona stóru tækifæri með landsliðinu. Þetta er eitthvað sem maður er búinn að vinna að rosalega lengi,“ sagði Sveinn í viðtali við Guðjón Guðmundsson í gær, áður en hann yfirgaf hótel íslenska landsliðsins í Reykjavík. Klippa: Sveinn sviptur EM-draumnum Sveinn lék á sínu fyrsta stórmóti á EM 2020 og vann sér inn sæti í tuttugu manna EM-hópi Íslands í ár með góðri frammistöðu hjá SönderjyskE í Danmörku í vetur. Nú er sá draumur úti. „Maður er búinn að vera með það markmið í langan tíma að vera í sínu allra besta formi og það finnst mér hafa lukkast, en svo lendir maður því miður í svona áfalli. Það er lítið hægt að gera í því,“ sagði Sveinn en Daníel Þór Ingason var kallaður inn í EM-hópinn í hans stað. Stressaður vegna óvissu um sóttkví eftir smit á aðfangadag Áður hafði Sveinn greinst með kórónuveirusmit á aðfangadag: „Það var vissulega líka smá áfall. Maður var svolítið stressaður yfir því hvernig það myndi æxlast varðandi sóttkví og annað. En sem betur fer, fyrir mig, varð ég bara ekkert veikur og gat farið út og hreyft mig mikið. Þetta hafði engin áhrif á mig líkamlega, sem betur fer.“ Sveinn Jóhannsson er á leið til Þýskalands næsta sumar eftir þrjú ár hjá SönderjyskE. Hann er uppalinn hjá Fjölni en lék einnig með ÍR áður en hann fór til Danmerkur.vísir/Sigurjón Óvíst er hve lengi Sveinn verður frá keppni en hann er staðráðinn í að komast aftur í eins gott form og hann er í nú. „Ég myndi segja að ég væri í mínu besta líkamlega formi á minni lífsleið. Ég er í góðri leikþjálfun, góðu líkamlegu standi og var búinn að vera meiðslalaus í nokkur ár. Það er náttúrulega mjög jákvætt og ég veit núna á hvaða stað ég get náð aftur, og mun gera það eins hratt og hægt er. Nú er bara verið að meta hvað verður, sjúkrateymið hér og úti eru að vinna að því í sameiningu, og eins og er veit ég voðalega lítið og það verður bara að koma í ljós,“ sagði Sveinn. Þessi uppaldi línumaður Fjölnis er á leið til Erlangen í Þýskalandi í sumar eftir að hafa spilað með SönderjyskE í þrjú ár. Hlakkar til að brjóta niður nýjan vegg „Þetta er það sem maður hefur unnið að í langan tíma, að komast til Þýskalands. Þetta er besta deild í heimi, rosalega líkamleg og hörð, þannig að ég hlakka mjög mikið til. Núna er ég að lenda í þessu áfalli en allur minn tími fer í að vera í mínu besta standi þegar ég kem til Erlangen í sumar,“ sagði Sveinn sem tók undir með Guðjóni varðandi það að erfitt gæti verið fyrir íslenska leikmenn að fóta sig í Danmörku: „Danska deildin er mjög sterk. Það er getumunur á Íslandi og Danmörku, og gífurlega mikill hraði í deildinni í Danmörku. Fyrir mig sem svolítið stóran leikmann getur það verið svolítið erfitt. Deildin er gífurlega sterk og það tekur stundum svolítinn tíma að brjóta sig í gegnum þennan vegg sem maður lendir á. Það tekur mislangan tíma en hefur lukkast vel hjá mér finnst mér. Ég er búinn að undirbúa mig undir að maður lendi á nýjum vegg í Þýskalandi. Þetta er rosaleg harka þar, rosalega miklar kröfur, þungir leikmenn og mikið leikjaálag. Ég hlakka rosalega mikið til að takast á við það,“ sagði Sveinn.
EM karla í handbolta 2022 Danski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira