Húðflúrlistamenn uggandi vegna banns gegn algengum efnum í húðflúrbleki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2022 08:10 Húðflúrlistamenn segja engar óyggjandi sannanir fyrir hendi um tengsl húðflúra og krabbameins. Evrópskir húðflúrlistamenn eru uggandi vegna nýs banns Evrópusambandsins við þúsundum efna sem finna má í lituðu bleki sem notað er við húðflúrun. Bannið tók gildi í gær og nær til efna sem Evrópusambandið segir geta valdið krabbameinum og öðrum heilsufarsvandamálum. Sambandið segir bannið munu draga úr tilfellum þar sem húðflúrun veldur ofnæmisviðbrögðum. Húðflúrlistamenn segja hins vegar að erfitt verði að finna blek nú þegar bannið hefur tekið gildi og þá sé hætt við því að það blek sem kemur í staðinn verði litadaufara en það sem hefur verið notað hingað til. Bannið komi ofan á þá erfiðleika sem húðflúrarar hafa mætt í kórónuveirufaraldrinum, þar sem sóttvarnaaðgerðir hafa sett rekstrinum töluverðar skorður. Bannið virðist munu hafa mest áhrif á notkun litaðs bleks og húðflúrarar segja hætt við að ekki verði hægt að ná fram jafn sterkum litum og áður. Evrópusambandið áætlar að um 12 prósent íbúa Evrópu séu með húðflúr. Fjöldi húðflúraðra er talinn vera einn af hverjum fimm í Þýskalandi og þá áætla yfirvöld í Belgíu að landsmenn fái sér samtals um hálfa milljón nýrra húðflúra á ári hverju. Umrætt bann var samþykkt árið 2020 og nær til um fjögur þúsund efna, þeirra á meðal ísóprópanól alkóhól, sem er algengt efni í húðflúrbleki. Forsvarsmenn Evrópusambandsins segja hins vegar mögulegt að nota önnur efni í staðinn. Efnastofnun Evrópusambandsins segir efnin gera blekið hættulegt, þar sem þau geti valdið ofnæmi, krabbameini og jafnvel genabreytingum. Þýski húðsjúkdómasérfræðingurinn Wolfgang Baumler sagði í samtali við Die Zeit að hann og kollegar hans hefðu gert könnun meðal 3.400 einstaklinga árið 2010 og að tveir þriðju hefðu sýnt einhvers konar ofnæmisviðbrögð eftir húðflúrun og að sex prósent hefðu enn fundið fyrir þeim nokkrum vikum síðar. Húðflúrlistamenn segja hins vegar ekkert liggja fyrir sem sannar að húðflúr séu krabbameinsvaldandi og þeir óttist að bannið verði til þess að fleiri húðflúr verði gerð utan laga og reglna. Frekari takmarkanir taka gildi eftir ár, sem munu takmarka mjög notkun blás og græns. BBC greindi frá. Húðflúr Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Sjá meira
Bannið tók gildi í gær og nær til efna sem Evrópusambandið segir geta valdið krabbameinum og öðrum heilsufarsvandamálum. Sambandið segir bannið munu draga úr tilfellum þar sem húðflúrun veldur ofnæmisviðbrögðum. Húðflúrlistamenn segja hins vegar að erfitt verði að finna blek nú þegar bannið hefur tekið gildi og þá sé hætt við því að það blek sem kemur í staðinn verði litadaufara en það sem hefur verið notað hingað til. Bannið komi ofan á þá erfiðleika sem húðflúrarar hafa mætt í kórónuveirufaraldrinum, þar sem sóttvarnaaðgerðir hafa sett rekstrinum töluverðar skorður. Bannið virðist munu hafa mest áhrif á notkun litaðs bleks og húðflúrarar segja hætt við að ekki verði hægt að ná fram jafn sterkum litum og áður. Evrópusambandið áætlar að um 12 prósent íbúa Evrópu séu með húðflúr. Fjöldi húðflúraðra er talinn vera einn af hverjum fimm í Þýskalandi og þá áætla yfirvöld í Belgíu að landsmenn fái sér samtals um hálfa milljón nýrra húðflúra á ári hverju. Umrætt bann var samþykkt árið 2020 og nær til um fjögur þúsund efna, þeirra á meðal ísóprópanól alkóhól, sem er algengt efni í húðflúrbleki. Forsvarsmenn Evrópusambandsins segja hins vegar mögulegt að nota önnur efni í staðinn. Efnastofnun Evrópusambandsins segir efnin gera blekið hættulegt, þar sem þau geti valdið ofnæmi, krabbameini og jafnvel genabreytingum. Þýski húðsjúkdómasérfræðingurinn Wolfgang Baumler sagði í samtali við Die Zeit að hann og kollegar hans hefðu gert könnun meðal 3.400 einstaklinga árið 2010 og að tveir þriðju hefðu sýnt einhvers konar ofnæmisviðbrögð eftir húðflúrun og að sex prósent hefðu enn fundið fyrir þeim nokkrum vikum síðar. Húðflúrlistamenn segja hins vegar ekkert liggja fyrir sem sannar að húðflúr séu krabbameinsvaldandi og þeir óttist að bannið verði til þess að fleiri húðflúr verði gerð utan laga og reglna. Frekari takmarkanir taka gildi eftir ár, sem munu takmarka mjög notkun blás og græns. BBC greindi frá.
Húðflúr Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Sjá meira