Bráðalæknir spyr hvort starfsfólk sé að brjóta hegningarlög á bráðamóttökunni Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2022 13:43 Bergur Stefánsson, bráðalæknir á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi og formaður Félags bráðalækna. Vísir/Baldur Alls sóttu 2.697 einstaklingar bráðamóttökuna á Landspítala í nóvember og jókst fjöldinn um 6,3% frá sama tíma árið 2020. Ráðamönnum og stjórnendum spítalans hefur verið tíðrætt um alvarlegan vanda deildarinnar en yfirlæknir segist hafa minni trú á því nú en fyrir rúmu hálfu ári að vandinn verði leystur. Mikael Smári Mikaelsson, yfirlæknir bráðalækninga.Landspítali Mikael Smári Mikaelsson tók við sem yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala í apríl. Hann segir í nýjasta tölublaði Læknablaðsins fólk vera vonlaust um að staðan lagist nokkurn tímann. „Einkaaðilar og ríkið voru í samningaviðræðum um að opna ný pláss, loforð voru gefin í góðri trú en því miður gekk það ekki eftir. Plássin skiluðu sér ekki,“ segir Mikael um stöðu mála síðasta vor. Flest úrræði sem þurfi að grípa til séu utan hans valdsviðs og starfsfólk þurfi að bíða og vona eftir að þeir sem hafi valdið breyti stöðunni. Íslendingar lifi við tálsýn „Erum við að brjóta hegningarlög á bráðamóttökunni?“ spyr Bergur Stefánsson, formaður Félags bráðalækna, í samtali við Læknablaðið. Þar vísar hann til 220. og 221. greina almennra hegningarlaga um að koma fólki í neyð til bjargar og segir að bráðamóttakan sé svo yfirfull að það takist ekki. Við broti á 220. grein liggur allt að átta ára fangelsisdómur. „Hver, sem kemur manni í það ástand, að hann er án bjargar, eða yfirgefur mann, sem hann átti að sjá um, í slíku ástandi, skal sæta fangelsi allt að 8 árum.“ – 1. málsgrein 220. greinar almennra hegningarlaga. „Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.“ – 1. málsgrein 221. greinar almennra hegningarlaga. Bergur segir að landlæknir eigi að fylgja því betur eftir þegar stofnanir hunsi fyrirmæli ítrekað. „Embætti landlæknis er máttlaust þegar mannslífum er vísvitandi stefnt í hættu,“ bætir Bergur við og segir að á hverjum einasta degi sé öryggi sjúklinga stefnt í hættu á bráðamóttökunni. „Við lifum við þá tálsýn að halda að við eigum gott heilbrigðiskerfi. Við teljum okkur vera á skandinavískum stalli, eða norður-evrópskum. Við erum það alls ekki,“ segir hann í samtali við Læknablaðið. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28. desember 2021 15:18 Óttast að Landspítali virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungu heilbrigðismenntuðu fólki. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. 20. nóvember 2021 14:00 Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. 18. nóvember 2021 18:31 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Ráðamönnum og stjórnendum spítalans hefur verið tíðrætt um alvarlegan vanda deildarinnar en yfirlæknir segist hafa minni trú á því nú en fyrir rúmu hálfu ári að vandinn verði leystur. Mikael Smári Mikaelsson, yfirlæknir bráðalækninga.Landspítali Mikael Smári Mikaelsson tók við sem yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala í apríl. Hann segir í nýjasta tölublaði Læknablaðsins fólk vera vonlaust um að staðan lagist nokkurn tímann. „Einkaaðilar og ríkið voru í samningaviðræðum um að opna ný pláss, loforð voru gefin í góðri trú en því miður gekk það ekki eftir. Plássin skiluðu sér ekki,“ segir Mikael um stöðu mála síðasta vor. Flest úrræði sem þurfi að grípa til séu utan hans valdsviðs og starfsfólk þurfi að bíða og vona eftir að þeir sem hafi valdið breyti stöðunni. Íslendingar lifi við tálsýn „Erum við að brjóta hegningarlög á bráðamóttökunni?“ spyr Bergur Stefánsson, formaður Félags bráðalækna, í samtali við Læknablaðið. Þar vísar hann til 220. og 221. greina almennra hegningarlaga um að koma fólki í neyð til bjargar og segir að bráðamóttakan sé svo yfirfull að það takist ekki. Við broti á 220. grein liggur allt að átta ára fangelsisdómur. „Hver, sem kemur manni í það ástand, að hann er án bjargar, eða yfirgefur mann, sem hann átti að sjá um, í slíku ástandi, skal sæta fangelsi allt að 8 árum.“ – 1. málsgrein 220. greinar almennra hegningarlaga. „Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.“ – 1. málsgrein 221. greinar almennra hegningarlaga. Bergur segir að landlæknir eigi að fylgja því betur eftir þegar stofnanir hunsi fyrirmæli ítrekað. „Embætti landlæknis er máttlaust þegar mannslífum er vísvitandi stefnt í hættu,“ bætir Bergur við og segir að á hverjum einasta degi sé öryggi sjúklinga stefnt í hættu á bráðamóttökunni. „Við lifum við þá tálsýn að halda að við eigum gott heilbrigðiskerfi. Við teljum okkur vera á skandinavískum stalli, eða norður-evrópskum. Við erum það alls ekki,“ segir hann í samtali við Læknablaðið.
„Hver, sem kemur manni í það ástand, að hann er án bjargar, eða yfirgefur mann, sem hann átti að sjá um, í slíku ástandi, skal sæta fangelsi allt að 8 árum.“ – 1. málsgrein 220. greinar almennra hegningarlaga. „Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.“ – 1. málsgrein 221. greinar almennra hegningarlaga.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28. desember 2021 15:18 Óttast að Landspítali virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungu heilbrigðismenntuðu fólki. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. 20. nóvember 2021 14:00 Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. 18. nóvember 2021 18:31 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28. desember 2021 15:18
Óttast að Landspítali virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungu heilbrigðismenntuðu fólki. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. 20. nóvember 2021 14:00
Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. 18. nóvember 2021 18:31
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent