Lukaku áfram hjá Chelsea eftir sáttafund Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2022 08:30 Romelu Lukaku kom til Chelsea í sumar og virðist ekki vera á förum neitt. Getty/James Williamson Belgíski framherjinn Romelu Lukaku verður ekki seldur eða lánaður frá Chelsea í janúar eða næsta sumar, þrátt fyrir viðtalið við Sky á Ítalíu sem fór illa í forráðamenn enska knattspyrnufélagsins. Lukaku og knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel áttu sáttafund í gær vegna málsins þar sem Lukaku viðurkenndi að fyrrnefnt viðtal hefði verið mistök. Frá þessu greinir meðal annars Sky Sports. Í viðtalinu, sem var tekið upp fyrir nokkrum vikum en fyrst sýnt síðastliðinn fimmtudag, sagðist Lukaku óánægður með hlutverk sitt hjá Chelsea og að hann vildi snúa aftur til Inter Mílanó í náinni framtíð. Lukaku sagðist aðeins hafa farið frá Inter til Chelsea í sumar vegna þess að beiðni hans um nýjan samning hjá ítalska félaginu hefði verið hafnað. Lukaku segist núna sjá eftir þessum ummælum og að hann hafi viljað fara til Chelsea, og gert það ótilneyddur. Þeir Tuchel eru sammála um það að málið sé búið og að nú taki við barátta um að koma Chelsea nær Manchester City í titilbaráttunni á Englandi. Been told Romelu Lukaku explained to Thomas Tuchel and Chelsea board that he has no intention of leaving the club in January. #CFCAnyway, Chelsea won t allow any discussion with other clubs over loan on permanent move. Romelu also had very good training session yesterday.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 4, 2022 Chelsea gerði 2-2 jafntefli við Liverpool á sunnudaginn en Tuchel var þá með Lukaku utan hóps vegna málsins. Aldrei hefur komið til umræðu að Lukaku verði seldur en hann sneri aftur til Chelsea í sumar eftir að hafa orðið ítalskur meistari með Inter. Samkvæmt Sky Sports kemur ekki til greina að Lukaku verði seldur í janúar né næsta sumar. Miðillinn segir ekkert hæft í fréttum frá Ítalíu þess efnis að hann vilji endurnýja kynni sín við Antonio Conte með því að fara til Tottenham. Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira
Lukaku og knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel áttu sáttafund í gær vegna málsins þar sem Lukaku viðurkenndi að fyrrnefnt viðtal hefði verið mistök. Frá þessu greinir meðal annars Sky Sports. Í viðtalinu, sem var tekið upp fyrir nokkrum vikum en fyrst sýnt síðastliðinn fimmtudag, sagðist Lukaku óánægður með hlutverk sitt hjá Chelsea og að hann vildi snúa aftur til Inter Mílanó í náinni framtíð. Lukaku sagðist aðeins hafa farið frá Inter til Chelsea í sumar vegna þess að beiðni hans um nýjan samning hjá ítalska félaginu hefði verið hafnað. Lukaku segist núna sjá eftir þessum ummælum og að hann hafi viljað fara til Chelsea, og gert það ótilneyddur. Þeir Tuchel eru sammála um það að málið sé búið og að nú taki við barátta um að koma Chelsea nær Manchester City í titilbaráttunni á Englandi. Been told Romelu Lukaku explained to Thomas Tuchel and Chelsea board that he has no intention of leaving the club in January. #CFCAnyway, Chelsea won t allow any discussion with other clubs over loan on permanent move. Romelu also had very good training session yesterday.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 4, 2022 Chelsea gerði 2-2 jafntefli við Liverpool á sunnudaginn en Tuchel var þá með Lukaku utan hóps vegna málsins. Aldrei hefur komið til umræðu að Lukaku verði seldur en hann sneri aftur til Chelsea í sumar eftir að hafa orðið ítalskur meistari með Inter. Samkvæmt Sky Sports kemur ekki til greina að Lukaku verði seldur í janúar né næsta sumar. Miðillinn segir ekkert hæft í fréttum frá Ítalíu þess efnis að hann vilji endurnýja kynni sín við Antonio Conte með því að fara til Tottenham.
Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira