Björgunarsveitir á Austfjörðum ferja fólk til og frá vinnu vegna ófærðar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. janúar 2022 13:27 Talsvert hefur verið um fok á lausamunum og þakplötum á Seyðisfirði í dag. Landsbjörg Björgunarsveitir á Austfjörðum hafa þurft að ferja fólk til og frá vinnu í gær og í dag vegna ófærðar. Í langflestum tilfellum hefur um heilbrigðisstarfsfólk verið að ræða en óveður geisar í landshlutanum og vegir víða ófærir. Þá hefur talsvert verið um fok á þakplötum í bænum og hefur fólk því verið beðið um að halda sig innandyra. „Þetta er verkefni sem við þekkjum vel til á landsbyggðinni, þegar miklum snjó kyngir niður og fjallvegir á milli þéttbýliskjarna eru ófærir, að þá eru björgunarsveitir kallaðar til við að flytja starfsfólk heilbrigðisstofnana til og frá vinnu,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hann segir að ekki hafi verið tilkynnt um neitt stórtjón en að þó hafi verið dæmi um að þakplötur hafi rifnað af húsum. Hins vegar séu björgunarsveitir komnar í ró frá þeim verkefnum núna og sinni nú að mestu leyti bílum sem sitji fastir á fjallvegum. Bátur losnaði frá bryggju á Seyðisfirði í dag. Björgunarsveitarfólki tókst að tryggja bátinn undir hádegi. Landsbjörg „Flest verkefnin í morgun hafa snúist um færðina, bæði að koma fólki til og frá vinnu og að losa fasta bíla,“ segir hann. Þá hafi bátur losnað frá bryggju á Seyðisfirði en að björgunarsveitum hafi tekist að festa hann laust fyrir hádegi. Enn fremur hafi björgunarsveitir í gær flutt sýni á milli staða, til dæmis frá Vopnafirði til Akureyrar, en vegna veðurs var sýnatökum á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði aflýst í dag. Lögregla sendi Seyðfirðingum SMS í dag þar sem þeir voru beðnir um að halda sig innandyra á meðan veðrið gengur niður, en afar hvasst er víðast hvar á Austfjörðum; norðvestan 20 til 28 metrar á sekúndu og snarpar vindhviður við fjöll. Múlaþing Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Aflýsa sýnatökum vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár hefur Covid-sýnatöku sem áður hafði verið auglýst á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði á morgun, mánudaginn 3. janúar, verið aflýst. 2. janúar 2022 23:59 Seyðfirðingar beðnir um að halda sig innandyra Lögreglan á Austurlandi biður íbúa á Seyðisfirði um að vera ekki á ferðinni í dag vegna óveðurs í landshlutanun. Lausamunir hafi verið að fjúka sem geti valdið slysahættu. 3. janúar 2022 12:11 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
„Þetta er verkefni sem við þekkjum vel til á landsbyggðinni, þegar miklum snjó kyngir niður og fjallvegir á milli þéttbýliskjarna eru ófærir, að þá eru björgunarsveitir kallaðar til við að flytja starfsfólk heilbrigðisstofnana til og frá vinnu,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hann segir að ekki hafi verið tilkynnt um neitt stórtjón en að þó hafi verið dæmi um að þakplötur hafi rifnað af húsum. Hins vegar séu björgunarsveitir komnar í ró frá þeim verkefnum núna og sinni nú að mestu leyti bílum sem sitji fastir á fjallvegum. Bátur losnaði frá bryggju á Seyðisfirði í dag. Björgunarsveitarfólki tókst að tryggja bátinn undir hádegi. Landsbjörg „Flest verkefnin í morgun hafa snúist um færðina, bæði að koma fólki til og frá vinnu og að losa fasta bíla,“ segir hann. Þá hafi bátur losnað frá bryggju á Seyðisfirði en að björgunarsveitum hafi tekist að festa hann laust fyrir hádegi. Enn fremur hafi björgunarsveitir í gær flutt sýni á milli staða, til dæmis frá Vopnafirði til Akureyrar, en vegna veðurs var sýnatökum á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði aflýst í dag. Lögregla sendi Seyðfirðingum SMS í dag þar sem þeir voru beðnir um að halda sig innandyra á meðan veðrið gengur niður, en afar hvasst er víðast hvar á Austfjörðum; norðvestan 20 til 28 metrar á sekúndu og snarpar vindhviður við fjöll.
Múlaþing Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Aflýsa sýnatökum vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár hefur Covid-sýnatöku sem áður hafði verið auglýst á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði á morgun, mánudaginn 3. janúar, verið aflýst. 2. janúar 2022 23:59 Seyðfirðingar beðnir um að halda sig innandyra Lögreglan á Austurlandi biður íbúa á Seyðisfirði um að vera ekki á ferðinni í dag vegna óveðurs í landshlutanun. Lausamunir hafi verið að fjúka sem geti valdið slysahættu. 3. janúar 2022 12:11 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Aflýsa sýnatökum vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár hefur Covid-sýnatöku sem áður hafði verið auglýst á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði á morgun, mánudaginn 3. janúar, verið aflýst. 2. janúar 2022 23:59
Seyðfirðingar beðnir um að halda sig innandyra Lögreglan á Austurlandi biður íbúa á Seyðisfirði um að vera ekki á ferðinni í dag vegna óveðurs í landshlutanun. Lausamunir hafi verið að fjúka sem geti valdið slysahættu. 3. janúar 2022 12:11