Fyrsta barn ársins fæddist á miðri leið til Akureyrar: „Þetta er svona hálfgert öskubuskuævintýri“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2022 16:12 Elfa Sif Kristjánsdóttir og Ásgeir Frímannsson með dótturina nýfæddu. Aðsend Fyrsta barn ársins fæddist í sjúkrabíl á miðri leið til Akureyrar. Foreldrar barnsins voru í sjötugsafmæli á Siglufirði þegar móðirin, Elfa Sif Kristjánsdóttir, missti vatnið. Hringt var á sjúkrabíl og barnið fæddist í bílnum, við Kálfsskinn. Settur dagur var eftir tvær vikur, þann 14. janúar, og segir Ásgeir Frímansson, nýbakaður faðir barnsins, að dóttirin hafi greinilega verið að flýta sér í heiminn. Móður og barni heilsast vel og fæðingin gekk vonum framar: „Þetta er svona hálfgert öskubuskuævintýri, vera í sjötugsafmæli hjá tengdaföður og fæða svo á miðri leið á milli,“ segir Ásgeir. Foreldrarnir voru í sjötugsafmæli hjá föður Elfu á Siglufirði og atburðarásin kom þeim heldur betur á óvart. Elfa missti vatnið skyndilega og hringt var á sjúkrabíl sem kom skömmu síðar, en fyrirhugað var að aka frá Siglufirði á sjúkrahúsið á Akureyri. Barnið fæddist svo í bílnum, við afleggjara að bænum Kálfaskinni á Árskógssandi, segir á akureyri.net. „Hún flýtti sér og vildi komast hratt og örugglega, segir Ásgeir í samtali við fréttastofu og bætir við að það hafi gengið rosalega vel: „Hérna sofa þær mæðgur og heilsan virkilega góð. Litla er búin að sofa held ég síðan hún fæddist,“ segir faðirinn nýbakaði og hlær. Skemmtileg tilviljun Á akureyri.net kemur fram að skemmtileg tilviljun sé að stúlkan hafi fæðst við Kálfsskinn. Þar hafi til áratuga búið ljósmóðirin Ása Marinósdóttir ásamt Sveini Jónssyni, bónda og húsasmíðameistara. Akureyri.net hefur eftir Ásu að um dásamlega tilviljun sé að ræða. „Ég tók á móti einum 20 til 30 börnum heima í Kálfsskinni á sínum tíma, einmitt vegna þess að móðirin komst ekki lengra. Nokkur fæddust í gamla húsinu en þegar Sveinn byggði stóra húsið hafði hann sérstakt herbergi fyrir mig, ef konur þyrftu að fæða hjá okkur.“ Áramót Börn og uppeldi Fjallabyggð Akureyri Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Settur dagur var eftir tvær vikur, þann 14. janúar, og segir Ásgeir Frímansson, nýbakaður faðir barnsins, að dóttirin hafi greinilega verið að flýta sér í heiminn. Móður og barni heilsast vel og fæðingin gekk vonum framar: „Þetta er svona hálfgert öskubuskuævintýri, vera í sjötugsafmæli hjá tengdaföður og fæða svo á miðri leið á milli,“ segir Ásgeir. Foreldrarnir voru í sjötugsafmæli hjá föður Elfu á Siglufirði og atburðarásin kom þeim heldur betur á óvart. Elfa missti vatnið skyndilega og hringt var á sjúkrabíl sem kom skömmu síðar, en fyrirhugað var að aka frá Siglufirði á sjúkrahúsið á Akureyri. Barnið fæddist svo í bílnum, við afleggjara að bænum Kálfaskinni á Árskógssandi, segir á akureyri.net. „Hún flýtti sér og vildi komast hratt og örugglega, segir Ásgeir í samtali við fréttastofu og bætir við að það hafi gengið rosalega vel: „Hérna sofa þær mæðgur og heilsan virkilega góð. Litla er búin að sofa held ég síðan hún fæddist,“ segir faðirinn nýbakaði og hlær. Skemmtileg tilviljun Á akureyri.net kemur fram að skemmtileg tilviljun sé að stúlkan hafi fæðst við Kálfsskinn. Þar hafi til áratuga búið ljósmóðirin Ása Marinósdóttir ásamt Sveini Jónssyni, bónda og húsasmíðameistara. Akureyri.net hefur eftir Ásu að um dásamlega tilviljun sé að ræða. „Ég tók á móti einum 20 til 30 börnum heima í Kálfsskinni á sínum tíma, einmitt vegna þess að móðirin komst ekki lengra. Nokkur fæddust í gamla húsinu en þegar Sveinn byggði stóra húsið hafði hann sérstakt herbergi fyrir mig, ef konur þyrftu að fæða hjá okkur.“
Áramót Börn og uppeldi Fjallabyggð Akureyri Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira