Repúblikanar vilja stjórna hverjir kjósa og hvernig atkvæði eru talin Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2021 15:01 Þinghús Bandaríkjanna. Demókrötum á þingi hefur lítið gengið að stöðva viðleitni Repúblikana til að hafa aukin áhrif á framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum. Getty Repúblikanar víðsvegar um Bandaríkin hafa gripið til aðgerða sem taka mið af því að gera flokksmeðlimum auðveldara að snúa niðurstöðum kosninga í Bandaríkjunum. Viðleitnin byggir á grunni ósanninda Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að umfangsmikið svindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020 gegn Joe Biden. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp á að ráða því hverjir geta kosið og fá meiri völd yfir því hvernig kosið er og hvernig atkvæði eru talin. Þetta á sérstaklega við mikilvæg barátturíki þar sem fylgið sveiflast milli Demókrata- og Repúblikanaflokksins. Þar eru Repúblikanar markvisst að taka völdin í innviðum kosningakerfis Bandaríkjanna. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við líkja viðleitninni sem „hægfara uppreisn“ sem meiri líkur séu á að muni heppnast en viðleitni Trumps við að snúa niðurstöðum síðustu kosninga. Meðal þeirra vísbendinga sem sérfræðingarnir vísa til eru að stuðningsmenn Trump hafa sóst eftir embættum sem gætu reynst afdrifarík í kosningunum 2024. Má þar nefna nefndir í Michigan sem gætu jafnvel komið í veg fyrir staðfestingu kosningaúrslita og að ríkisþing í bæði Wisconsin og Pennsylvaníu, sem stjórnað er af Repúblikönum, hafi sett á laggirnar sérstakar rannsóknarnefndir í tengslum við kosningarnar 2020 og það byggi á umdeildri og meingallaðri rannsókn í Arizona. Sú endurskoðun staðfesti þó sigur Bidens í því ríki. Þessar rannsóknir eru taldar líklegar til að varpa skugga á trúverðugleika kosninga í Bandaríkjunum um árabil. Nýleg könnun AP sýndi að tveir þriðju Repúblikana telja Joe Biden ekki löglega kosinn forseta Bandaríkjanna. Samhliða þessu hafa minnst sextán ríkisstjórar Repúblikanaflokksins skrifað undir lög sem gera kjósendum erfiðara að kjósa. Í Arkansas er búið að semja ný lög um að sérstök nefnd, skipuð sex Repúblikönum og einum Demókrata, geti rannsakað kosningaferlið og gripið til „leiðréttinga“. Þá hefur tak Trumps á Repúblikanaflokknum aldrei verið sterkara en hann neitar að styðja frambjóðendur flokksins sem taka ekki undir ósannindi hans um kosningarnar og beitir mætti sínum innan flokksins gegn öllum þeim sem hann telur andstæðinga sína. Áðurnefndir sérfræðingar segja að frekari innihaldslausar ásakanir um kosningasvindl séu mun líklegri en áður. „Það er ekki lengur ljóst að Repúblikanaflokkurinn sé tilbúinn til að sætta sig við ósigur,“ sagði Steven Levitsky, prófessor í stjórnmálafræði við Harvard-háskóla sem skrifaði bókina „Hvernig lýðræði deyja“. Hann sagði í samtali við AP að Repúblikanaflokkurinn væri orðinn and-lýðræðislegt afl. Þeir fáu Repúblikanar sem hafa beitt sér gegn þessari þróun hafa verið harðlega gagnrýndir innan flokksins og jafnvel vísað úr honum, eins og í tilfelli þingkonunnar Liz Cheney. Í samantekt New York Times um þessar aðgerðir Repúblikana segir að þær muni að miklu leyti koma niður á þeldökkum kjósendum í þéttbýlum kjördæmum. Til marks um það er bent á að í fjórum fjölmennustu sýslum Atlanta í Georgíu hefur móttökustöðum fyrir utankjörfundaratkvæði verið fækkað úr 94 árið 2020 í 23 í næstu kosningum. Georgía skipti gífurlegu máli í síðustu kosningum og skyldu einungis tæplega þrettán þúsund atkvæði þá Biden og Trump að. Trump-liðar vörðu gífurlega miklu púðri í að reyna að breyta niðurstöðu kosninganna þar. Trump sjálfur staðhæfði til dæmis á sínum tíma að fimm þúsund atkvæði frá látnum einstaklingum hefðu verið talin í ríkinu. Rannsókn sýndi hins vegar fram á að fjögur slík atkvæði voru greidd. Rannsókn stendur nú yfir á því hvort Trump hafi brotið kosningalög með því að beita embættismenn í Georgíu þrýstingi. Sjá einnig: Trump þrýsti á flokksbróður og hótaði til að hagræða úrslitunum Demókratar hafa reynt að koma í veg fyrir þessa viðleitni Repúblikana, meðal annars með nýju kosningafrumvarpi. Yrði það að lögum væri því ætlað að leggja landlægar reglur varðandi framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum, takmarka möguleika embættismanna til að teikna kjördæmi upp flokkum sínum í hag og auka gagnsæi varðandi framlög sem snúa að kosningum, svo opinbera þyrfti frá hverjum slík framlög komi. Sjá einnig: Kosningafrumvarp Demókrata stöðvað í þriðja sinn Líkurnar á því að þetta frumvarp komist í gegnum þingið eru þó hverfandi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Þáttastjórnendur Fox News vildu að forsetinn gripi inn í óeirðirnar Þrír þekktir þáttastjórnendur hjá Fox News sendu Mark Meadows, sem þá var hægri hönd Donald Trump í Hvíta húsinu, skilaboð 6. janúar síðastliðinn og biðluðu til hans um að fá forstann til að hvetja fólk til að hverfa frá þinghúsinu í Washington. 14. desember 2021 11:06 Fulltrúi Kanye þrýsti á kosningastarfsmann um að játa á sig kosningasvindl Trevian Kutti, sem starfar fyrir tónlistarmanninn, frumkvöðulinn og forsetaframbjóðandann fyrrverandi, Kanye West, þrýsti á kosningastarfsmenn í Georgíu um að játa kosningasvindl skömmu eftir forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra. 10. desember 2021 16:13 Ekki margir möguleikar eftir fyrir Trump til að koma í veg fyrir að gögnin verði afhent Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna í janúar fái ekki að sjá tiltekin skjöl frá forsetatíð Trump. 9. desember 2021 22:08 „Seiðmaðurinn“ dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, hefur dæmdur í 41 mánaðar fangelsi fyrir aðkomu hans að árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði farið fram á þunga refsingu til að setja fordæmi í aðdraganda fleiri dómsmála gegn fólki sem tók þátt í árásinni. 17. nóvember 2021 17:59 Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans. 12. nóvember 2021 14:42 Árangur Repúblikana skekur Demókrataflokkinn Demókratar hafa áhyggjur af því að niðurstöður ríkisstjórakosninga í Virginíu gefi til kynna að þingkosningarnar á næsta ári muni reynast flokknum erfiðar. Ríkisstjóri Virginíu, sem er Demókrati, tókst ekki að halda embættinu og það þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, hafi sigrað Donald Trump með tíu prósentustigum í Virginíu í fyrra. 3. nóvember 2021 14:12 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Repúblikanar hafa lagt mikið kapp á að ráða því hverjir geta kosið og fá meiri völd yfir því hvernig kosið er og hvernig atkvæði eru talin. Þetta á sérstaklega við mikilvæg barátturíki þar sem fylgið sveiflast milli Demókrata- og Repúblikanaflokksins. Þar eru Repúblikanar markvisst að taka völdin í innviðum kosningakerfis Bandaríkjanna. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við líkja viðleitninni sem „hægfara uppreisn“ sem meiri líkur séu á að muni heppnast en viðleitni Trumps við að snúa niðurstöðum síðustu kosninga. Meðal þeirra vísbendinga sem sérfræðingarnir vísa til eru að stuðningsmenn Trump hafa sóst eftir embættum sem gætu reynst afdrifarík í kosningunum 2024. Má þar nefna nefndir í Michigan sem gætu jafnvel komið í veg fyrir staðfestingu kosningaúrslita og að ríkisþing í bæði Wisconsin og Pennsylvaníu, sem stjórnað er af Repúblikönum, hafi sett á laggirnar sérstakar rannsóknarnefndir í tengslum við kosningarnar 2020 og það byggi á umdeildri og meingallaðri rannsókn í Arizona. Sú endurskoðun staðfesti þó sigur Bidens í því ríki. Þessar rannsóknir eru taldar líklegar til að varpa skugga á trúverðugleika kosninga í Bandaríkjunum um árabil. Nýleg könnun AP sýndi að tveir þriðju Repúblikana telja Joe Biden ekki löglega kosinn forseta Bandaríkjanna. Samhliða þessu hafa minnst sextán ríkisstjórar Repúblikanaflokksins skrifað undir lög sem gera kjósendum erfiðara að kjósa. Í Arkansas er búið að semja ný lög um að sérstök nefnd, skipuð sex Repúblikönum og einum Demókrata, geti rannsakað kosningaferlið og gripið til „leiðréttinga“. Þá hefur tak Trumps á Repúblikanaflokknum aldrei verið sterkara en hann neitar að styðja frambjóðendur flokksins sem taka ekki undir ósannindi hans um kosningarnar og beitir mætti sínum innan flokksins gegn öllum þeim sem hann telur andstæðinga sína. Áðurnefndir sérfræðingar segja að frekari innihaldslausar ásakanir um kosningasvindl séu mun líklegri en áður. „Það er ekki lengur ljóst að Repúblikanaflokkurinn sé tilbúinn til að sætta sig við ósigur,“ sagði Steven Levitsky, prófessor í stjórnmálafræði við Harvard-háskóla sem skrifaði bókina „Hvernig lýðræði deyja“. Hann sagði í samtali við AP að Repúblikanaflokkurinn væri orðinn and-lýðræðislegt afl. Þeir fáu Repúblikanar sem hafa beitt sér gegn þessari þróun hafa verið harðlega gagnrýndir innan flokksins og jafnvel vísað úr honum, eins og í tilfelli þingkonunnar Liz Cheney. Í samantekt New York Times um þessar aðgerðir Repúblikana segir að þær muni að miklu leyti koma niður á þeldökkum kjósendum í þéttbýlum kjördæmum. Til marks um það er bent á að í fjórum fjölmennustu sýslum Atlanta í Georgíu hefur móttökustöðum fyrir utankjörfundaratkvæði verið fækkað úr 94 árið 2020 í 23 í næstu kosningum. Georgía skipti gífurlegu máli í síðustu kosningum og skyldu einungis tæplega þrettán þúsund atkvæði þá Biden og Trump að. Trump-liðar vörðu gífurlega miklu púðri í að reyna að breyta niðurstöðu kosninganna þar. Trump sjálfur staðhæfði til dæmis á sínum tíma að fimm þúsund atkvæði frá látnum einstaklingum hefðu verið talin í ríkinu. Rannsókn sýndi hins vegar fram á að fjögur slík atkvæði voru greidd. Rannsókn stendur nú yfir á því hvort Trump hafi brotið kosningalög með því að beita embættismenn í Georgíu þrýstingi. Sjá einnig: Trump þrýsti á flokksbróður og hótaði til að hagræða úrslitunum Demókratar hafa reynt að koma í veg fyrir þessa viðleitni Repúblikana, meðal annars með nýju kosningafrumvarpi. Yrði það að lögum væri því ætlað að leggja landlægar reglur varðandi framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum, takmarka möguleika embættismanna til að teikna kjördæmi upp flokkum sínum í hag og auka gagnsæi varðandi framlög sem snúa að kosningum, svo opinbera þyrfti frá hverjum slík framlög komi. Sjá einnig: Kosningafrumvarp Demókrata stöðvað í þriðja sinn Líkurnar á því að þetta frumvarp komist í gegnum þingið eru þó hverfandi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Þáttastjórnendur Fox News vildu að forsetinn gripi inn í óeirðirnar Þrír þekktir þáttastjórnendur hjá Fox News sendu Mark Meadows, sem þá var hægri hönd Donald Trump í Hvíta húsinu, skilaboð 6. janúar síðastliðinn og biðluðu til hans um að fá forstann til að hvetja fólk til að hverfa frá þinghúsinu í Washington. 14. desember 2021 11:06 Fulltrúi Kanye þrýsti á kosningastarfsmann um að játa á sig kosningasvindl Trevian Kutti, sem starfar fyrir tónlistarmanninn, frumkvöðulinn og forsetaframbjóðandann fyrrverandi, Kanye West, þrýsti á kosningastarfsmenn í Georgíu um að játa kosningasvindl skömmu eftir forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra. 10. desember 2021 16:13 Ekki margir möguleikar eftir fyrir Trump til að koma í veg fyrir að gögnin verði afhent Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna í janúar fái ekki að sjá tiltekin skjöl frá forsetatíð Trump. 9. desember 2021 22:08 „Seiðmaðurinn“ dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, hefur dæmdur í 41 mánaðar fangelsi fyrir aðkomu hans að árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði farið fram á þunga refsingu til að setja fordæmi í aðdraganda fleiri dómsmála gegn fólki sem tók þátt í árásinni. 17. nóvember 2021 17:59 Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans. 12. nóvember 2021 14:42 Árangur Repúblikana skekur Demókrataflokkinn Demókratar hafa áhyggjur af því að niðurstöður ríkisstjórakosninga í Virginíu gefi til kynna að þingkosningarnar á næsta ári muni reynast flokknum erfiðar. Ríkisstjóri Virginíu, sem er Demókrati, tókst ekki að halda embættinu og það þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, hafi sigrað Donald Trump með tíu prósentustigum í Virginíu í fyrra. 3. nóvember 2021 14:12 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Þáttastjórnendur Fox News vildu að forsetinn gripi inn í óeirðirnar Þrír þekktir þáttastjórnendur hjá Fox News sendu Mark Meadows, sem þá var hægri hönd Donald Trump í Hvíta húsinu, skilaboð 6. janúar síðastliðinn og biðluðu til hans um að fá forstann til að hvetja fólk til að hverfa frá þinghúsinu í Washington. 14. desember 2021 11:06
Fulltrúi Kanye þrýsti á kosningastarfsmann um að játa á sig kosningasvindl Trevian Kutti, sem starfar fyrir tónlistarmanninn, frumkvöðulinn og forsetaframbjóðandann fyrrverandi, Kanye West, þrýsti á kosningastarfsmenn í Georgíu um að játa kosningasvindl skömmu eftir forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra. 10. desember 2021 16:13
Ekki margir möguleikar eftir fyrir Trump til að koma í veg fyrir að gögnin verði afhent Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna í janúar fái ekki að sjá tiltekin skjöl frá forsetatíð Trump. 9. desember 2021 22:08
„Seiðmaðurinn“ dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, hefur dæmdur í 41 mánaðar fangelsi fyrir aðkomu hans að árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði farið fram á þunga refsingu til að setja fordæmi í aðdraganda fleiri dómsmála gegn fólki sem tók þátt í árásinni. 17. nóvember 2021 17:59
Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans. 12. nóvember 2021 14:42
Árangur Repúblikana skekur Demókrataflokkinn Demókratar hafa áhyggjur af því að niðurstöður ríkisstjórakosninga í Virginíu gefi til kynna að þingkosningarnar á næsta ári muni reynast flokknum erfiðar. Ríkisstjóri Virginíu, sem er Demókrati, tókst ekki að halda embættinu og það þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, hafi sigrað Donald Trump með tíu prósentustigum í Virginíu í fyrra. 3. nóvember 2021 14:12